27.4.2007 | 16:23
Væntingar til meirihluta bæjarstjórnar í Eyjum.
Til hamingju Grindvíkingar með knattspyrnuhúsið sem mun rísa hjá ykkur fyrir áramót.
Hvernig er staðan hjá okkur hér í Eyjum, og væri nú til of mikils ætlast Elliði bæjarstjóri, að greina okkur bæjarbúum frá stöðu mála um það, hvort eitthvert knattspyrnuhús verði byggt í náinni framtíð yfir höfuð. Og eitt atriði annað, en það er bygging á þaki yfir stólaraðirnar sem fyrir eru inn við Hásteinsvöll, mér skilst að við séum alltaf á undanþágu með leiki meistaraflokks í fótboltanum á vellinum án þaks yfir stúkuna. Miðað við að við verðum komnir í úrvalsdeild í haust, þá yrðum við að leika heimaleiki okkar á fastalandinu næsta sumar, sem er auðvitað alls ekki ásættanlegt. Nú beinast spjótin að þér Elliði minn og engin undankomuleið önnur, en gera okkur bæjarbúum ljósar staðeyndir mála. Ég hefi tröllatrú á að þið í meirihlutanum hér í bæjarstjórn Vestmannaeyja rekið nú af ykkur slyðru- orðið og komið okkur Eyjamönnum virkilega á óvart með því að segja, að framkvæmdir við nýtt knattspyrnuhús og yfirbyggða stúku verði lokið fyrir næstu áramót?
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 250244
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Keli oft er gott að lifa í voninni. Ég veit ekki hvað er að gerast - mér sýnist á öllu að það eigi að stilla okkur upp við vegg í hreyfingunni þannig að við þurfum að velja og hafna - nú á að mér sýnist að draga framkvæmdir við Hásteinsvöll og knattspyrnuhús undir sama hatt og reyna að tvístra sameiningu félagsins.
Það er synd hvernig komið er fram við stærstu auglýsingu bæjarins út á við- því það erengin spurning að merki ÍBV er helsta vörumerki Eyjanna og því ótrúlegt hve lítill skilningur er á framkvæmdum fyrir fótboltann. Elliða er kannski vorkun að einhverju leyti því hann er að erfa þungt bú fyrirrennara sinna í flokknum en þar voru skilin ekki góð. Elliði hélt áfram ákveðinni vinnu sýnist mér sem að Bergur var byrjaður á og vona ég svo sannarlega að Elliði haldi áfram á réttri braut. - hef fulla trú á því.
Nú þegar okkur er að byrjað að fjölga aftur hérna í Eyjum - fjölgað um 3 frá áramótum samkvæmt þeim tölum sem ég fann hjá Hagstofunni og fékk svo uppgefnar hjá Áka Heinz vini mínum um daginn - Þá eiga menn að blása í seglin og gera bæjarfélagið eftirsóknarverðan kost fyrir fólk sem vill forðast öngþveitið í Reykjavík t.d. - Nú þarf dug, þor, vinnusemi, skynsemi og kraft - Lifi Eyjar - frjálsar Eyjar
Gísli Foster Hjartarson, 27.4.2007 kl. 20:49
Það er líka þannig að í raunveruleikanum, fyrir þá sem vilja lifa þar, en ekki í draumaloforðaleik , að eyjamönnum hefur fækkað niðrí um 4 þúsund og reksturinn hefur verið í kalda kolum um langt skeið, því hlýtur það að vera verk meirihlutans nú að vilja ná böndum á rekstrinum áður en enn einum útgjaldaliðnum er bætt við með því að punga út tugum eða hundruðum milljóna fyrir knattspyrnuhöll og yfirbyggðri stúku, því það er líka til fólk í eyjum sem hefur meiri áhyggjur af framtíð eyjunnar með tilliti til samgöngu og atvinnumála heldur en til íþróttamála þótt vissulega íþróttamálin skipti miklu máli. Það hlýtur að vera krafa númer 1,2 og 3 að reksturinn á bænum fari að standa undir sér áður en menn vilja fara spreða milljónum afþví að búið er að fjölga um heila 3. Það er skrítið til þess að hugsa að menn finnist að mál númer eitt tvö og þrjú í eyjum skuli vera yfirbyggð stúka og knattspyrnuhús þegar vestmannaeyjar eru 1 af 2 byggðarlögum þar sem fjármálin eru undir eftirliti. Fyrir utanaðkomandi aðila hefði maður haldið að eyjamenn ættu að fjárfesta í atvinnusköpun og einhverju tekjuaukandi fyrir byggðarlagið áður en ráðist er í mikla útgjaldaaukningu fyrir bæjarfélagið sem ekki virðast vera mjög atvinnu eða tekjuskapandi.
Fólk hangir ekki í bæjarfélaginu og í yfirbyggði knattspyrnuhöll eða á leikjum á velli með yfirbyggða stúku ef það hefur enga atvinnu!!!
Eyjamaður (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 20:42
Eyjamaður, þú gleymir alveg að ÍBV í dag er á við meðalstórt fyrirtæki hér í Eyjum sem skilar til okkar ómældum tekjum og mikilli auglýsingu fyrir bæjarfélagið. Það bætir aðeins á vanda okkar að fórna ÍBV.
Þorkell Sigurjónsson, 29.4.2007 kl. 23:30
Ég velti fyrir mér orðum Eyjamanns:
Fólk hangir ekki í bæjarfélaginu og í yfirbyggði knattspyrnuhöll eða á leikjum á velli með yfirbyggða stúku ef það hefur enga atvinnu!!!
Hvað eru allir þessi útlendingar að gera hér í vinnu ef enga atvinnu er að fá?
En ég er alveg sammála þér að það þarf að koma með eitthvað nýtt inn í atvinnulífið nokkur góð blóm til að fríska en frekar upp á þetta og auðvitað þrífst ekkert byggðarlag án öflugs atvinnulífs - þær stoðir verðum við að styrkja ef ekki á illa a fara. Samt finnst mér einhvern veginn eins og botninum hafi verið náð á síðasta ári og leið okkar muni liggja upp á við á öllum sviðum héðan í frá - það er mín trúi - svo er bara að vona að ég verði sannspár.
Gísli Foster Hjartarson, 30.4.2007 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.