1.5.2007 | 16:35
Geir hafnar Árna Johnsen sem ráðherraefni.
Í grein sem Árni Johnsen skrifar og birt er í gær koma fram hjá honum væntingar til ráðherraembættis svo fremi sem styrkur flokksins verði mikill í Suðurkjördæmi: Orðrétt segir Árni: Þegar kemur að verkaskiptingu manna í kjölfar kosninga er fylgið á bak við það vægi sem skiptir máli. Svo mörg voru þau orð. En þessi von sem þarna kemur fram hjá Árna eða kanske tálsýn var rækilega slegin út af borðin í Kastljósþætti í gærkvöldi, þegar rætt var við formann Sjálfstæðisflokksins Geir Haarde. Geir sagði, að enginn eigi tilkall á ráðherraembætti og þegar spyrill spyr hvort Árni Johnsen komi ekki til greina vegna góðrar útkomu í prófkjöri, svo og flokkurinn í skoðanakönnunum í Suðurkjördæmi undanfarið, heldur Geir áfram útskýringum sínum og segir, að tillögur komi frá þingflokknum um ráðherraefni sem hann annaðhvort samþykkir eða hafnar . Spyrill ítrekar hvað með Árna, og þá restar Geir með að segja að hann telji það ekki mjög líklegt. Þá höfum við það. Árni verður ekki gerður að ráðherra, Þannig að ég sé ekki ástæðu til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn á þeirri forsendu að Árni Johnsen verði gerður að samgönguráðherra.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 250246
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki hefur mér þótt hann líklegt ráðherraefni og það er ég viss um að það yrði mesta fylgishrun flokksins á landsvísu ef hann yrði gerður að ráðherra - Hann er umdeildur karlinn.
Gísli Foster Hjartarson, 1.5.2007 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.