9.5.2007 | 01:11
Þeir sletta skyrinu . . .
Undanfarna mánuði, vikur og daga hafa ráðherrar skrifað undir samninga eða samkomulag um fjárframlög til hinna margvíslegustu málaflokka. Stærsta framlegðin er til Samgönguáætlunar upp á 381,4 milljarðar króna frá 2007-2018. en 420 milljarðar samtals, fyrir allan loforðapakkann.
Sem venjulegur maður í þessu þjóðfélagi er ekki óeðlilegt að ígrunda hvað liggi hér að baki. Er þetta vitnisburður fyrir slæma samvisku , eða bara vanræksla ásamt áhuga og dugleysi sem þjakað hefur ráðherra ríkisstjórnarinnar undafarin ár? Mjög sennileg skýring finnst mér vera hræðsla við dóm kjósenda í komandi kosningum, þar sem ríkisstjórninni er ekki hrósandi fyrir að bera hag alþýðu manna fyrir brjósti undanfarandi kjörtímabil og grípur þess vegna til örþrifaráða með slíkum yfirboðum.
Spakmæli segir, að feitt borðhald geri magran arf. Hvað táknar það . Bjarnargreiði
fyrir þá sem taka við eftir 12. mai þar sem þeir verða að greiða þennan risavíxil, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Hinn kosturinn er að svíkja eitthvað af þessu öllu saman, og eru þeir stjórnarherrar sem nú sitja algjörir sérfræðingar í slíkum gjörningi, því miður. Mitt álit er, að fólk gefi núverandi ríkisstjórnarflokkum frí, en hleypi að félagshyggjuflokkunum, þannig að alþýða þessa lands verði ekki svikin öllu lengur.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibvfan
-
fosterinn
-
maggibraga
-
solir
-
georg
-
gretaro
-
sigthora
-
kjartanvido
-
eyglohardar
-
rustikus
-
svenko
-
eyjapeyji
-
kokkurinn
-
valdivest
-
disin
-
smarijokull
-
kristleifur
-
gudnihjoll
-
sjonsson
-
nautabaninn
-
prakkarinn
-
bergen
-
icekeiko
-
asthildurcesil
-
joiragnars
-
hallarut
-
annabjo
-
jensgud
-
jonaa
-
svarthamar
-
kaffi
-
stormsker
-
olinathorv
-
zunzilla
-
gbo
-
steinibriem
-
siggith
-
ea
-
svanurg
-
tannibowie
-
valdimarjohannesson
-
martasmarta
-
gullfoss
-
elnino
-
sunna2
-
thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 250624
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.