Sagan af litla Jóni og litlu Gunnu.

Litli Jón og litla Gunna.

Steingrímur, formaður VG, vill láta hækka skattheimtuna af stórgróðamönnum úr 10% í 14%.-
Geir fors.ráð.h. brást ókvæða við slíkri ósvinnu og rökstuddi lága skatta þeirra með því að þeir stórríku færu uppí sínar þotur og þytu út í heim. Mér datt í hug skrifstofukona hérlendis, komin á sjötugsaldur, gift karli sem kominn er á áttræðisaldur, og hefur litlar tekjur úr lífeyrissjóð og smáræði frá Tryggingastofnun. - Skrifstofukonan er ekki hátekjumanneskja eins og allir vita,
svo hún tók að sér ræstingu í aukavinnu, og borgar af henni tekjuskatt eins og lög mæla fyrir um. Hjónin vissu ekki annað en að öllum lögum væri fullnægt í þessu sambandi.
En annað kom í ljós.  Þegar skattaskýrsla þeirra hjóna barst réttri stofnun sáu menn að þarna var maðkur í mysunni. Tryggingarstofnun var gert viðvart og hún brást við hart, fletti bókum og sá að hér hafði verið framinn glæpur, sem yrði að stöðva ekki síðar en strax.
Þeim hjónum var snarlega skrifað bréf sem sagði að þau kæmust sko ekki upp með það að plata Árna Matt og hafa fé af hans sjóðum.  Nú skyldi réttlætinu fullnægt nú hefðu þau hjón úr allt of miklu að spila.  Þannig að með skúringarlaununum hefðu tekjur þeirra aukist það mikið, að nú skyldu þau endurgreiða lúxushlutann af tryggingarbótum þess gamla til baka.- Hann hafði áður frá Tryggingunum kr. 40.118.oo á mánuði frádreginn skattur kr. 5.650.oo, sem sagt 34.468.oo útborgað.  Til viðbótar komu tekjur af skúringunum, þannig að tekjur þeirra voru orðnar allt of háar að mati hins opinbera. Þar af leiðandi urðu þau að greiða Tryggingastofnun til baka kr. 3.057.oo á mánuði.   Þannig virkar skattkerfið í dag fyrir venjulegt fólk, flott líf það? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband