Samviska Bandaríkjanna á ferð.

Margt væri hægt að segja um þennan kappa, Michael Moore sem  af einurð stendur  upp í hárinu á þeim sem daglega fremja sitt ranglæti gegn þegnum Bamdaríkjanna. Ekki hvað síst er hann þekktur fyrir baráttu sína gegn Bush stjórninni og Bush sjálfum. Fyrir það hefur hann verið hundeltur og lagður í einelti af toppum Rebó flokksins (Rebúblikar) og þeim sem sitja núna í Hvíta húsinu. Í ágætri bók eftir Michaels sem heitir Heimskir hvítir karlar, fær núverandi forseti Banda.r. það óþvegið.
Það má segja að það sé breiðsíðuárás öskureiðs manns með ótrúlegt skopskyn á ástandi þessa stóra heimsveldis.  Hann segir Bush forseta fyllibyttu, þjóf, mögulegan stórglæpamann, dæmdan liðhlaupa og vælukjóa. Bróðir Bush sem er ríkisstjóri sakar hann um það, að hafa fangelsað og látið dæma þúsundir svertingja í fyrstu forsetakosningunum sem Bush bauð sig fram ,  þannig að þeir voru sviftir kosningarétti.
Michael Moore hefur verið svarinn andstæðingur Íraksstríðsins og er ennþá.


Skrítið þetta með Bandaríkin hvernig þeir taka á þeim sem eru þeim ekki þóknanlegir, eins og Kúbverjum.  Viðskiptabann í 40 ár sem stendur ennþá, en Moore lætur það ekki á sig fá, heldur fer þangað með sjúka björgunarmenn frá New York til lækninga. Hann er greinilega að gera lítið úr heilbrigðisþjónustunni heima fyrir. En eins og flestir vita er heilsugeirinn á Kúbu eitt það besta sem gerist og þó víðar væri leitað, ekki skemmir að fólk þarf ekkert að borga, og mættum við Íslendingar taka það til fyrirmyndar. Ég held að þessi sérkennilegi maður Michael Moore fari eingöngu til Kúbu til að sýna að öll dýrin í skóginum, eigi að vera vinir. 
mbl.is Bandarísk yfirvöld rannsaka Kúbuferð Michaels Moore
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Blondie

Micheal Moore er náttúrulega gífurlega mikill áróðursmaður og því tek ég öllu sem hann segir með jafnaðargeði.  Hins vegar er gott að hafa þetta mótvægi við áróðursmaskínu forsetans, það skapar undarlegt jafnvægi.

Blondie, 12.5.2007 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 250246

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband