28.5.2007 | 19:01
Meðfram ævibrautinni vaxa margir þyrnar ekki síður en blóm.
Jóhannes Sveinsson Kjarval
Kjarval var margbrotinn persóna og einstæður listamaður, og allt hans ævistarf er samofið íslenskri þjóðernisvitund. Íslenska þjóðin væri einfaldlega mun fátækari ef hún hefði ekki átt Kjarval. - Þessi ummæli gegnast stórri listaverkabók er út kom árið 2005 og hefur að geyma margar myndir af hans stórkostlegu listaverkum sem hann gerði á sínu lífshlaupi. - Hann fæddist 1885 og lést 1972, þá 87 ára gamall.
Í annarri bók segir frá því að Kjarval hafi talað af velvild og kærleika til allra málara, hversu barnaleg verk sem þeir sýndu. Einhverju sinni hélt hann sýningu, þar gat að líta stórt málverk af verkafólki á fiskreit. Það stakkstæði áttu Thorsararnir. Forstjóri þess Kjartan Thors vildi kaupa verkið, en Kjarval setti upp á það 500 krónur sem Kjartan vildi ekki ganga að..Skömmu síðar mættust þeir á götu, og Kjartan sagðist nú vilja kaupa. Of seint góði, hún er seld. Hver er kaupandinn? Ein konan á myndinni á fiskreitnum ykkar. Og gat hún borgað 500 krónur? Nei góði, hún borgaði mér 5 krónur, það var jafnmikið fyrir hana og 500 krónur fyrir þig. -
Sú saga var sögð, að dauður hundur lá við alfaraveg. Vegfarendur tóku fyrir vitin með ógeði. Meistarinn nam hins vegar staðar og sagði; En tennurnar eru þó hvítar.
- Jón Guðmundsson staðarhaldari, eigandi gistihússins á Þingvöllum og bóndi á Brúsastöðum í Þingvallasveit. Þar átti Kjarval athvarf í allri sinni fátækt, með gott fæði og húsnæði. - Jóni þessum tæmdist arfur, en bróðir hans, Kjartan Guðmundsson ljósmyndari bjó í Vestmannaeyjum, dó einhleypur og barnlaus. Jón fór með tveimur bræðrum sínum til Eyja að vitja um arfinn. Þegar fljúga skyldi til baka, var skollið á útsynningsbylur með fúlum éljum, en þetta var síðdegis 1. febrúar 1951. Flugmaðurinn var sonur Jóhanns Þ Jósepssonar alþingismanns Vestmannaeyja sem þá var ráðherra. Gerði Jóhann tilraun til að fá flugvellinum lokað en það tókst ekki, svo ákveðið var að leggja upp. Bræður Jóns tóku sér far með vélinni, en Jón sagði einfaldlega: Mér dettur ekki í hug að fljúga í þessu veðri. - Vélin sem var af Dakotagerð og bar nafnið Glitfaxi var með 20 manns innanborðs lenti í Faxaflóa og fannst ekkert af henni.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 250246
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.