STÓRVIÐBURÐUR Á SÍÐUSTU ÖLD.

Þrátt fyrir að vera landsbyggðarmaður vildi svo til, að ég var staddur í Reykjavík er skákeinvígi þeirra Fishers og Spasskís var háð. Áhuginn á atburði þessum var með ólíkindum hjá öllum almenningi. Jafnvel ég , sem lítinn áhuga hefi á skák, gerði mér ferð í Laugardalshöllina til að berja þá kappa augum. Keypti fyrstadagsumslög og einhverja aðra minjagripi, að mig minnir. En mest spennandi var að fylgjast með, þegar reynt var, að koma  Fischer út um hliðardyr á Höllinni. Man sérlega eftir hvað Sæmundur var fagmannlegur og snaggaralegur , þegar hann var að koma vini sínum Fischer óhultum út í fólksbíl er beið þeirra. -  Leitt að verða vitni að vinslitum þeirra fóstbræðra, en svona virðist fara stundum, þegar menn eru ekki heilir heilsu. Vonast svo sannarlega til,  að þetta rjátlist af honum Fischer, því annan eins töframann í skáklistinni hefur heimurinn ekki átt, og mun kannski aldrei eignast.


mbl.is Fjallað um Bobby Fischer í El País
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband