GJÖFIN.

Þegar við sem erum á besta aldri, sextíu og fimm og eldri lesum um hvað fólk getur verið andstyggilegt hvert við annað kemur þessi kveðskapur eftir Úlf Ragnarsson í hugann:

Ég veit ekki hvort þú hefur,

huga þinn við það fest.

Að fegursta gjöfin sem þú gefur.

er gjöfin sem varla sést.


Ástúð í andartaki,

augað sem glaðlega hlær,

hlýja í handartaki,

hjarta sem örar slær.


Allt sem þú hugsar í hljóði,

heimurinn breytir til.

Gef þú úr sálarsjóði,

Sakleysi, fegurð og yl.


 


mbl.is Ofbeldi gagnvart eldra fólki algengt í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Yndislegt..ég átti þeirri gæfu að fagna að kynnast Úlfi Ragnarssyni  nokkuð vel og hef miklar mætur á honum og hans visku. á eftir hann lítið kver og tók einu sinni við  hann viðtal og heimsótti hann á stundum og þá sagði hann mér merkilega hluti sem ég bý enn að.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.9.2007 kl. 23:01

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hver var þessi Úlfur Ragnarsson, Keli? Gaf hann út ljóðabækur? Mér finnst þetta mjög fallegt ljóð. Ég varð einmitt fyrir svona reynslu í dag að finna hlýju frá  ókunnum manni og fá frá honum, fallegt bros og það yljaði svo sannarelega.

Þetta ljóð hans Úlfs minnir mig á ljóð sem ég held uppá eftir Einar Ben.

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt
aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Hve oft leyndist strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar gefið án saka.
Hve iðrar margt lífið eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.

Svava frá Strandbergi , 3.10.2007 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband