20.10.2007 | 21:08
ER GUÐLAUGUR ÞÓR HEILBRIGÐISRÁÐHERRA ÁBYRGÐARLAUS ?
Heilbrigðisráðherra tilkynnir, að hann sé hlynntur sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Er að undra þó maður spyrji sem svo; er heilbrigðisráðherra algjörlega ábyrgðarlaus gagnvart þeirri stöðu sem hann gegnir með þessarri yfirlýsingu sinni og flestir gera sér grein fyrir nema hann og flutningsmenn frumvarpsins,að það mun stuðla að sjúkdómum og jafnvel dauða?
Fólk í heilbrigðis geiranum er fæst tilbúið til að hvetja til áfengisneyslu þar sem alkóhól er ávanabindandi og misnotkun þess algeng og skaðleg.
Notkun alkóhóls veldur bæði andlegum og líkamlegum breytingum hjá þeim sem neyta þess.
Alkóhól verkar slævandi á taugakerfið og hægir á og truflar starfsemi heilans.
Eftir neyslu mjög stórra skammta verður öndunarstöð fyrir áhrifum og hætta er á öndunarstöðvun og þar með dauða.
Áfengi hefur ekki einungis áhrif á heilann heldur nánast alla líkamshluta.
Áhrif áfengis á líffæri meltingarkerfisins eru meðal annars að það ertir slímhimnuna sem getur leitt til magasárs, oft blæðandi.
Lifrin er það líffæri sem oftast verður hvað verst úti af völdum áfengisdrykkju, lifrarbólgu og síðan skorpulifur. Skert lifrarstarfsemi sem fylgir skorpulifur getur leitt til dauða.
Mikil áfengisdrykkja getur leitt til hækkunar blóðþrýstings og aukið hættuna á heilablóðfalli.
Mæði kemur fram við litla áreynslu og óreglulegur hjartsláttur er algengur meðal þeirra sem drekka áfengi.
Síðast en ekki síst getur neysla áfengis valdið fósturskaða og haft áhrif á þroska hins ófædda barns síðar meir.
Hér hefur verið stiklað á stóru en öllum má vera ljóst að notkun alkóhóls getur haft margvísleg og alvarleg áhrif á líkamann.
Er það ekki hlutverk heilbrigðis ráðherra að standa vörð um heilbrigði landsmanna og skítur það ekki skökku við að hann skuli ætla að samþykkja frumvarp sem heimilar ennþá meiri hættu á óhollustu og jafnvel dauða?
Ný nefnd skipuð vegna málefna spítalanna í heild sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.