VIÐ BRÚSAPALLINN BÍÐUR HANS MÆR.

Þegar ég var strákur í sveit fyrir rúmum fimmtíu árum síðan var það síðasta verkið hjá mér á kvöldin að fara með mjólkurbrúsana út á brúsapall. Fyrstu tvö sumrin var flutningsmátinn handvagn til flutnings á brúsunum og þótt mér nokkuð erfitt þar sem leiðin fram á þjóðveg var um það bil einn kílómeter að lengd. Þriðja sumarið var kominn forláta Dautz dráttarvél sem gerði flutninginn þægilegri og oftar en ekki skemmtilegan. Þannig kynntist ég mjólkurbrúsum og notagildi þeirra fyrir sveitir landsins. Eitt haustið sendi ég Krækiber heim til Eyja og fékk ég lánaða minni gerð af mjólkurbrúsa sem ílát fyrir berin og tókst vel. - - Nokkrum árum seinna, þegar við ungu mennirnir vorum farnir að kneyfa ölið, en margar tálmanir á leið okkar í náðarfaðm Bakkusar þá þurfti að hafa öll spjót úti til öflunar drykkjarfanga. Þá var það, sem ég kynntist enn nýrri leið að notagildi mjólkurbrúsanna og var það þannig, að ég fékk lánuð eimingartæki til framleiðslu á "landa". Elementi úr hraðsuðukatli var komið fyrir á botni brúsans og þannig náðist fljótt upp suða sem gaf ágætan vínanda. - Þannig að áður fyrr voru ýmisleg not af mjólkurbrúsum, en í dag eru menn hættir að flytja mjólk í brúsum og ég tala nú ekki um að útbúa "landa", þar sem aðgengi að áfengi er snöggt um betra í dag, en fyrir fimmtíu árum síðan.


mbl.is Hverjir stela mjólkurbrúsa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við brúsapallinn BÍÐUR hans mær............

flakkari (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250122

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband