ER ÞETTA ÞAÐ SEM KOMA SKAL ?

Varð ég vitni að því sem koma skal ? Ég bý í íbúð á jarðhæð og er hún í um hundrað metra frá Grunnskólanum. Um það bil þegar klukkan var tuttugu og fimm mínútur yfir níu, það eru stóru frímínúturnar í skólanum, varð ég var við þrusk við útidyrnar hjá mér. Fór fram og aðgætti hvað um væri að vera og brá nokkuð, en unglingnum sem henti frá sér dósinni sem hann var með í höndum, virtist bregða mun meira en mér og lagði á flótta. Þessi ungi maður er að ég held þrettán ár gamall og var að rembast við að hella í sig bjór, LAGER 4,5% alkóhól ekki nóg með það, ég hirti eftir hann lítinn bakpoka sem í voru fjórar dósir með sama innihaldi.

Það að ég greini frá þessu atviki veldur mér miklu uppnámi, því það minnir mig á eigin reynslu, þegar ég var fjórtán ára. Þetta var árið 1956 og hingað  í bæinn komu Ungverjar sem Íslendingar tóku á móti eftir Ungverjalands uppreisnina. Þessi ágætu Ungverjar sem hingað komu reyndu að drýgja tekjur sínar með heimabruggi, sem þeir seldu hverjum sem var og meðal þeirra sem notuðu þessa þjónustu var ég.

Þarna var sá neyslu eldur kveiktu sem logaði glatt hjá mér í yfir fjörtíu ár, þ.e.a.s. ég  varð Bakkusi að bráð.

 Skal nokkurn undra þótt ég bregðist hart við þegar sjálfur heilbrigðisráðherra og þeir þingmenn aðrir sem vilja meira og betra aðgengi að bjór og léttvíni en menn hafa í dag.

Ungi maðurinn með bjórinn í morgunn, sem ég var að segja frá stendur kannski á tímamótum í lífi sínu eins og ég árið 1956.  Velti því fyrir mér hvort hans framtíð verði eitthvað í líkingu við það sem ég upplifði með Bakkusi í rúmlega fjörtíu ár og ef svo verður, bið ég Drottinn minn þess einlæglega, að forða honum frá þeirri lífsreynslu.

Enn og aftur bið ég hina vígreifu þingmenn brennivínsfrumvarpsins að segja ekki sem svo, að þetta sé spurning um verslunarfrelsi, það passar engan veginn þegar um er að ræða vímuefni.  Og eitt enn, þeim væri nær þingmönnunum , að gera okkur hér á landsbyggðinni auðveldara aðgengi að nýjum fiski í verslunum, en það er í algjöru lágmarki í dag. 

 


mbl.is Áfengið er komið í matvöruverslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ágæti Ólafur. þannig byrjar ferlið hjá hundruðum unglinga, einn bjór og afleiðingarnar eins og þú lest um í fréttum um hverja helgi og einnig af opinberum tölum um aukna neyslu, hver.  Mikil einföldun því miður hjá þér Ólafur minn, að álíta þetta einangrað tilfelli sem ég sagði frá. Ég er einmitt að benda á orsök vandans og segi hiklaust,  að aukið og betra aðgengi að áfengi skapar enn frekari vandamál.

Þorkell Sigurjónsson, 31.10.2007 kl. 14:58

2 identicon

Kannski betra að krakkarnir hangi bara fyrir utan sjoppuna í Árbæ og drekki spritt eins og hingað til ?

Egill (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 16:08

3 identicon

það var nú bara landi á mínum yngri árum þó ég sé reyndar ennþá ungur (19 ára)

Elvar (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 20:47

4 identicon

Ég tek undir með þér Þorkell! Ég skil ekki afhverju það þarf að vera breyta þessu. Maður er er í búðinni að kaupa í matinn og jájá, kippum einni kippu eða svo með fyrst þetta er nú fyrir framan mann.... Nú tala ég ekki um sjálfa mig þar sem ég hef sjálfsaga í þetta en sumir standast ekki þessa freistingu og þess vegna á áfengi ekki heima í matvöruverslunum. Mér finnst bara allt í lagi að þurfa að ákveða kannski með smá fyrirvara að maður ætli að fá sér í glas!

Ólafur. Já það er rétt hjá þér, það eru stærri vandamál í veröldinni en það hvort einhver krakki stingur úr bjórdós á skólatíma eða ekki en ekki láta eins og þetta sé ekki vandamál þótt þetta sé ekki jafnmikið vandamál og stríð heimsins.

Egill. Jaaaá oki, nú skil ég. Við erum að gera þetta svo að unglingarnir, sem ekki hafa leyfi til þess að drekka, eigi auðveldara með að redda sér. Kjáni get ég verið! Þá er þetta fullkomlega í lagi! nei... Það þarf bara að ala börnin betur upp...

Kristín (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 20:52

5 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Kristín, takk fyrir stuðninginn. 

Þorkell Sigurjónsson, 31.10.2007 kl. 22:36

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Algjörlega sammála þér frændi. Auðveldara aðgengi eykur neyslu. Fyrir utan það að margur unglingurinn sem ekki hefur aldur til þess að kaupa bjór eða vín freistast kannski til þess að stela því í matvöruverslununum.

Svava frá Strandbergi , 5.11.2007 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband