LÉTT SPJALL VIÐ FÉLAGA LENÍN.

Félagi Lenin.

Um þessar mundir eru liðin níutíu ár frá byltingunni í Rússlandi. Á þessum merku tímamótum þykir mér við hæfi að ræða við, Vladimar Ilitsj Lenin.

Lenín lætur sig hafa það, að rétta úr sér og væta á sér kverkarnar með einum öllara um það bil einu sinni á ári. Hann segir það ósköp þreytandi að liggja krafkyrr allan ársins hring í grafhýsi sínu við Rauða torgið, það eina sem heldur honum gangandi er, að hann fær fréttir frá öllum heimshornum beint í eyrun og meira að segja án skoðunnar yfirvalda.

Að hann gerir mér þann heiður að spjalla við mig í nokkrar mínútur er að hans sögn sú, að ég sé ærlegur kommúnisti frá Íslandi.

Það liggur beinast fyrir að spyrja Lenín hvaða álit hann hafi á, að kommúnisminn leið undir lok í Ráðstjórnarríkjunum?

Eins og þú veist Keli minn, þá voru það bölvaðir skúrkar sem ríktu hér eftir minn dag, sem settu allt í strand. Fyrstan skal nefna, hann Stalín, sem lét drepa allt sem hreyfðist og hina sendi hann í Gúlakið. Nú , svo komu þeir hver af öðrum og allir voru þeir óalandi og óferjandi eins og Krúsef, Brésnef, Kosígin og þeir hinir.

Það sem varð stefnu okkar að falli í Ráðstjórnarríkjunum var, að hlusta ekki á gagnrýni og og lúta eftirliti af hálfu almennings í landinu. Meðan verkamenn voru ekki frjálsir að því að kjósa sér hlut og láta í ljós val sitt, hvorki sem framleiðendur né neytendur , þá er framleiðslan firrt mannlegum þáttum og verður órum og spillingu skriffinnskubáknsins að bráð....Sósíalisminn verður þá fyrst starfhæfur að ríkið, sem hefur yfirstjórn framleiðslunnar með höndum, sé sjálft undir eftirliti samfélagsins.

Endalokin á Ráðstjórninni varð svo undir stjórn hans Gorba og Nómenklatúrunar (yfirvald og forréttindafólk innan ríkisins) sem rak endahnútinn á að Kommúnistaflokkurinn var bannaður og fengu í staðinn, að skipta á milli sín eignum ríkisins og það m.a. varð til þess, að þeir sem áttu einhverja aura í banka eins og eldra fólk, missti allt á einu bretti.

Þú varst áðan að segja mér, að þú fengi fréttir allsstaðar að og langar mig að forvitnast hvaða álit þú hefur á málum heima á Íslandi?

Lenín brosir sínu ísmeygilega brosi og segir að Íslenskir stjórnmálamenn séu engir hugsjónamenn og sér finnist þeir hugsa aðeins um rassinn á sjálfum sér.

Þeir þarna hjá Sjálfsstæðisflokknum séu hálfgerðir sykurpúðar og formaðurinn algjör liðleskja, sem sé svipur hjá sjón miðað við fyrri formann, Davíð Oddsson, sem hefði vel getað sómt sér í Kommúnistaflokkinum okkar á árunum áður, segir Lenín og glottir .

Vinstri grænir og Framsókn virðist mér greinar af sama trénu og formennirnir minna sig á Kúlakkana (efnaður bóndi) í gamla daga í Sovétunum.

Lenín, en hvað með Samfylkinguna  og þeirra menn? Lenín brosir háðslega um leið og hann segir. Keli minn nú er ég búinn með tímann og verð því miður að yfirgefa þig í þetta sinn. Starfið bíður, en ég á alveg eins von á, að mér verði holað niður á næstunni og finnst mér það hið besta mál eftir að hafa legið í grafhýsinu í áttatíu og fjögur ár.

Með það var Lenín sem er lítill og snaggaralegur rokinn í burtu.  

við

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband