AÐ LEGGJAST Í VÍKING TIL KÍNA.

Ætli Hannes Hólmsteinn vita af þessum gjörningi, eða er hann kannski aðalkallinn í útrásinni?  Nú mega Kínverjar sko passa sig þar sem ég spái því að innan fárra ára verði það litla sem eftir er af kenningum kommúnismans hjá Kínverjum í dag muni þær  endanlega hverfa, þegar Hannes Hólmsteinn verður búinn að plægja akra Kínaveldis um stund. Þar með sé ég fyrir mér að verkefnaskortur er fyrirsjáanlegur hjá honum. 

 - En ef til vill ætti Hannes Hólmsteinn ekki að örvænta, því nú hafa opnast ný verkefni fyrir hann þ.e.a.s. sannfæra fólk um,  að allt sé í lagi þrátt fyrir að  einkavinirnir sem stýra bönkunum í dag, ætla heldur betur að þjarma að almenningi með  hærri vöxtum, hærri en nokkru sinni  áður.  Einkavæðingin hefur þar með steytt á skeri og ekki skilað almenningi þeirri hagsæld, sem frjálshyggjuliðið og Hannes lofuðu, þegar bankarni voru nánast gefnir á sínum tíma af ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. 

 

 


mbl.is Háskóli Íslands eflir samstarf sitt við kínverska háskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú jú, en var allt svo fullkomið og dásamlegt fyrir almenning þegar kommissarar stýrðu bönkunum í gamla daga? Og þetta hef ég ekki heyrt fyrr, að bankarnir hafi verið gefnir. Hverjum? Bauðst ekki öllum almenningi að kaupa í Búnaðarbankanum til dæmis? Ég man ekki betur.

padre (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband