ALKÓHÓLISTAR OG FLEIRA FÓLK.

Ameríku-Geiri og Gölli Valda.Þessi mynd hér til hliðar er af tveimur heiðursmönnum úr Vestmannaeyjum, sá til vinstri var í daglegu tali kallaður Ameríku-Geiri og við hlið hans Gölli Valda, en báðir áttu það sameiginlegt að  lúta þeim ömurlegu örlögum að verða Bakkusi að bráð.

Ég sem þessar línur skrifa ætlaði mér á unga aldri, að feta í fótspor þessara garpa, vegna þess að mér þótti einhverskonar hetjuljómi vera fólginn í drykkjuskap og lífi þeirra fóstbræðra.

Því miður varð mér að ósk minni. Byrjaði drykkju af alvöru aðeins fimmtán ára gamall, tveimur til þremur árum á undan jafnöldrum mínum og þótti það algjör skandall. Þannig má segja, að ég stæði við það sem ég óskaði mér í bernsku.

Mitt líf var næstu fjörtíu og eitt ár, eða frá fimmtán ára aldri og þar til ég varð fimmtíu og sex ára, sem ég þjónaði  Bakkusi og vímunni sem áfengið veitir og með aldrinum jókst drykkjan og endaði á botninum eins og við alkóhólista segjum svo gjarnan. 

Þá kynntist ég AA og fór í meðferð við mínum sjúkdómi alkóhólisma, og í dag eru níu ár  liðin án áfengis og hika ég ekki við að fullyrða, að AA samtökin björguðu lífi mínu.

Það sem gleður mig í dag er smá viðtal við unglinga úr Grunnskóla Vestm.eyja, en forvarnafundir voru haldnir þar fyrir skemmstu.  - Þar segir að unglingarnir vilji meiri forvarnir strax og telja að fyrirlestrarnir hafi skilað tilætluðum árangri. Þarna er kjarni málsins, forvarnir, forvarnir og aftur forvarnir það er sem gerir mesta gagnið. Eins og segir í spakmælinu, "byrgja brunninn áður en barnið fellur í hann".

 Það dapurlega í þessu ágæta spjalli kemur fram hjá honum Antoni og hljóðar svo: "Ég drekk ekki sjálfur en mér finnst fleiri og fleiri í unglingadeildinni vera byrjaðir að drekka og mér finnst vera stór munur á því síðan í fyrra.  Það er stundum erfitt að drekka ekki því það eru oft einhver partý sem maður kemst ekki í nema maður drekki og svo eru sumir sem vilja sýnast fyrir eldri krökkum með því að vera fullir.

Þau álíta að fræðslan hjálpi til við að félagarnir byrji síður að drekka og þeir sem nú þegar eru byrjaðir, hætti jafnvel líka. - Þau biðja um meiri fræðslu og hún þurfi að vera oftar og einnig í framhaldsskólanum.

Þetta er eins og talað frá mínu hjarta það sem þau segja hún Kristjana og Anton. Þannig er, að við getum hvert og eitt haft áhrif á framtíð og tilvist með hugsunum og gjörðum okkar.  Til að svo verði, þarf hver og einn að sýna öðrum væntum þykju, kærleika, vera hjálpleg og jákvæð, þannig getum orðið til góðs.

Í lokin má ég til með að minnast á góða grein eftir hann Sigmar Þröst í sama blaði. Hún fjallar um það sem gæti verið undanfari annarrar fíknar, spilafíknar. Ég leyfi mér að vitna í lok greinarinnar:  Tíðarandinn breytist og nú til dags er allt leyfilegt virðist vera t.d. áfengi í matvörubúðum og spilakassar jafnvel líka. Jón Gnarr stelur Júdasi úr síðustu kvöldmáltíðinni.  OG öllum er sama! Mér er ekki sama! HVAÐ MEÐ ÞIG?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ransu

Til hamingju með afmælið. Það er mikill árangur að verða 9 ára, einn dag í einu...

Ransu, 13.11.2007 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250245

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband