14.11.2007 | 14:48
HÆKKAÐI LAUN ALLRA.
Pastaframleiðandi einn á Ítalíu reyndi í einn mánuð að lifa á 100 þúsund krónum sem hann greiddi starfsmönnum sínum í laun. Þegar hann í mánaðarlok komst að því að hann gat ekki keypt sér espresso í lok mánaðarins komst hann að þeirri niðurstöðu að laun starfsmanna væru of lág.
Hann hækkaði þau því um 17600 krónur, úr 101.400 krónum í 119 þúsund krónur á mánuði.
Upphaflega ætlaði framleiðandinn að sýna dætrum sínum að maður gæti ekki fengið allt sem maður bendir á og þess vegna ætlaði hann að prófa að lifa á mánaðarlaunum starfsmanna sinna. Hann hætti að reykja, drakk minna af gæðavínum, fór á skellinöðru í vinnuna í stað þess að aka bílnum. Dæturnar fengu hvorki nýja geisladiska né mynddiska. Peningarnir voru búnir þegar 20 dagar voru liðnir af mánuðinum.
- Kannski væri athugandi fyrir atvinnurekendur á Íslandi að taka sér pastaframleiðanda til fyrirmyndar og þá sérstaklega þar sem senn líður að kjarasamningum hérna heima á fróni. Einnig tel ég að alþingismenn ættu að gera þessa tilraun á sjálfum sér og koma sér inn í raunveruleikann.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill Þorkell
kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.11.2007 kl. 15:18
Vildi óska að stóratvinnurekandinn sem ég tók eitt sinn viðtal við hefði verið jafn skynsamur. Hann sagði blákalt: ,,Maður sem fær 100 þúsund krónur í laun og eyðir 101 þúsund krónum lifir um efni fram rétt eins og maður sem hefur milljón á mánuði og eyðir milljón og einni krónu lifir um efni fram." Ég varð kjaftstopp og spurði svo: ,,Og má ég hafa þetta eftir þér?" Já, hann taldi það nú ekki mikið mál.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.11.2007 kl. 15:56
Svona eiga atvinnurekendur að vera. Er ekki hægt að gera þessa tilraun með atvinnurekendur, bankastjóra og eins og þú bendir á Þorkell, þingmenn, einnig hér. Það væri til fyrirmyndar. Auðvitað á að hækka lægstu laun og það verulega. Ég vil sjá krónutöluhækkun en ekki prósentuhækkun í kjarasamningum. Það er kominn tími til að stöðva aukna misskiptingu í þjóðfélaginu. Bestu kveðjur og takk fyrir þennan pistil,
Hlynur Hallsson, 14.11.2007 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.