LAUTIN VAR LAND ÆVINTÝRANNA.

Í Lautinni.

  

 Fyrst ég á annað borð er byrjaður að skanna inn gamlar myndir þá er ekki úr vegi að setja hér inn eina sem ég eignaðist í dag. Hún sýnir örlítinn hluta af Lautinni, leiksvæði æsku minnar. Fæddur er ég í Ártúni, sem var í tíu metra farlægð Lautarinnar.  Lautin var í þá daga leikskólinn okkar, þar var leikin knattspyrna daginn út og inn og ýmsa aðra leiki. Á veturna var Hossandinn brekkan frá Hólmi, sem við sjáum hér best á myndinni og alveg að Höfðahúsi, notuð til að bruna sér á sleða í snjónum, þá var nú gaman.

Mest fór fyrir fótboltanum í Lautinni og voru þar margir sem gerðu garðinn frægan. Ég sjálfur auðvitað, Helgi Lása á Reynisstað, bróðir hans Gústi, Óskar á Háeyri,  Týssi bróðir hans, Raggi í Steini, Vitti Helga í Sunnuhlíð og margi aðrir. En sá frægasti á knattspyrnu sviðinu sem ólst upp í Lautinni kom aðeins á eftir mér   til sögunnar, en það var auðvitað hann Ásgeir Sigurvinsson. Þrátt fyrir að við hinir værum góðir, þá viðurkennir maður að Geiri var aðeins betri en við, þannig var nú það.  

Myndina þá arna eignaðist ég í dag, eins og ég greindi frá áðan. Þannig var, að ég lék mér stundum við strák sem heitir Ólafur og átti heima á Hólmi  var sonur Jóns útgerðarmanns sem átti Hólm, en stráksi flutti til Reykjavíkur árið 1947 með móðir sinni. Í sextíu ár hefi mér oft verið hugsað til Ólafs og mannaði mig í að hringja til hans fyrir nokkrum vikum síðan. Minnti hann á gamla daga og rámaði hann aðeins í mig og bílinn hans pabba(Sjonna Bílstjóra). Þá sagði hann mér frá þessari ágætu mynd af bernsku heimili sínu og sagðist senda mér eintak. Honum fannst með eindæmum að ég skyldi muna eftir sér eftir svo langan tíma.

Hesturinn, sem lætur fara svo vel um sig þarna í miðri Lautinni er mér ráðgáta, en álít að  allir hafi verið inni hjá sér í mat, þegar myndin var tekin, enginn í lautinni að leika sér, það var ekki algeng sjón En aftur á móti var algengt að sjá hesta í miðbæ Vestm.eyja á þessum árum og stundum veltu þeir um öskutunnum í ætisleit. 

--  Það er þannig, að af nógu er að taka í efni þegar rætt er um lífið í Lautinni, krakkana og fólkið sem bjó þar í kring, en  þetta verð ég að láta duga í bili frá æsku minni og lífinu í Lautinni okkar kæru.

 " TAKA  vil ég fram, svo það fari ekki milli mála fyrir þá sem ekki muna, eða  þekkja  til Lautarinnar,  þá sést aðeins lítill hluti hennar á þessari mynd".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Takk fyrir þetta Þorkell, já það er gaman að minnast þessara daga, það var jú mikið um fótbolta í Lautinni góðu en þar voru líka byggðir kofar allt upp í þrjár hæðir klæddir að utan með tjörupappa og innan með bylgjupappa. Þá voru um hver áramót haldnar þar áramótabrennur og þær af stærri gerðinni, alla vega fynnst mér það nú í minningunni.  Ég flutti af Brekastignum og að Sunnuhvoli 8 ára gamall og var nokkuð fljótur að aðlagast lífinu í Lautinni, þó var ég lítiið fyrir allan þennan fótbolta, fannst of mikið að eiða svo miklum tíma í hann alla daga. Eitt fannst mér skrítið og var allt öðru vísi en hjá okkur peyunum á Brekastignum, Í lautinni áttu allir peyar greiðu og jafnvel stoppuðu í miðjum fótbolta til að bregða greiðuni í hári ef bylgjan aflagaðist, þetta var óþekkt fyrirbryði á brekastignum. Þar voru flestir með úfinn haus nema um stórhátíðir og á tillidögum.

kær kveðaj

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 19.11.2007 kl. 23:47

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Blessaður Sigmar. Þetta með að allir hafi átt greiðu var ég alveg saklaus af, þrátt fyrir að ég væri pjattaður með mig. Já sumir voru fyrir boltann en aðrir ekki. Ég  eignaðist á þessum árum svartan gúmmíbolta og hann var notaður upp til agna. Aðrir, eins og Ólafur sem sendi mér myndina var frekar á bryggjunum og niður í fjöru, að hann sagði mér. En ekki man ég eftir þér við Lautina Sigmar, en skýringin er sjálfsagt sú, að þú ert aðeins yngri en ég. Er fjarskalega ánægður með það, að þú skulir hafa slíkan áhuga fyrir gamla tímanum og því sem var hér í Eyjum áður fyrr, það eigum við sameiginlegt. 

Þorkell Sigurjónsson, 20.11.2007 kl. 00:15

3 identicon

Sælir strákar. Ekki man ég betur,en það hafi verið ólafur á Hólmi sem ég var talsvert með þá sirka 3 -5 ára.Þá einsog alltaf var ævintýralandið fjaran og bryggjurnar..Eitt sinn,sem er mér afar minnistætt stálumst við niður í Tangafjöru.Var mjög farið að óttast um peyjana og hafin leit að okkur af nánustu ættingjum..Pabbi fann okkur síðan í fjörunni,tók í lappirnar á mér,og dýfði hausnum svona sæmilega í sjóinn,efti að hafa talað yfir hausamótunum á okkur.Þegar þetta var bjuggum við í Landakoti.Ekki man ég eftir að þetta atvik hafi breytt miklu,um áframhaldandi ásókn okkar á bryggjurnar eða fjöruferðirnar.

Sigurður Þór Ögmundsson. (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 11:03

4 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll Sigurður .  Þegar ég talaði við hann Ólaf um daginn Siggi, þá mundi hann óljóst eftir okkur þarna við Lautina, en hann minntist einmitt á þetta atvik eins og þú greinir frá Sigurður.  Hann lýsti þessu nákvæmlega eins og þú segir frá fjöruferðinni ykkar, en hann mundi ekki eftir hver var með honum.  Nú er það komið fram og gaman að heyra að báðum hefur brugðið svo, þannig að þið skulið muna þetta 60 árum seinna. Ólafur aftur á móti var lítið fyrir fótboltann, að mér skildist. 

Þorkell Sigurjónsson, 20.11.2007 kl. 11:31

5 identicon

Sæll Keli   þessi er alveg frábær má eg prenta eintak     kveðja Helgi Lása

Helgi Sigurlasson (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 14:56

6 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Allt mitt er þitt Helgi minn, það eru alveg hreinar línur.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 20.11.2007 kl. 16:48

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sigggi frændi, þið hafið svo sannarlega verið 'fundnir í fjöru' eins og máltækið segir.

Svava frá Strandbergi , 30.11.2007 kl. 17:38

8 identicon

Sæl og blessuð Svava,já það eru nokkrir svona dagar í minningunni,sem alls ekki gleymast.Fylgist alltaf með þér á blogginu,svo og Sigga bro og Kela..

Sigurður Þór Ögm (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 250253

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband