20.11.2007 | 21:12
ORGANISTI OG PRESTUR KYNNA VÍMUEFNI.
Vínkynning á Tónlistarhátíð Neskirkju um næstu helgi
Vín í hófi léttir yfirbragðið
Vín og ljúfir tónar er yfirskrift einnar af mörgum tónleikum í Neskirkju á aðventunni. Barokktónlist verður leikin og sungin og í hléi verður vínkynning,segir á vef kirkjunnar. Steingrímur Þórhallsson organisti er skipuleggjandi tónlistahátíðarinnar. Og nú kemur fyrsta afsökun organistans fyrir Bakkus; hóflega drukkið vín léttir yfirbragðið.
Önnur afsökun fyri Bakkus er; auðvitað verð ég ekki með vínið og tónleikanna í sjálfri kirkjunni, bara í safnaðarheimilinu segir organistinn.
Þriðja afsökun fyrir hönd Bakkusar er; að oft séu vínveitingar í brúðkaupum og erfisdrykkjum sem haldnar séu í safnaðarheimilinu.
Fjórða afsökun fyrir hönd Bakkusar er; þetta er aðallega hugsað sem tónlistarhátíð fyrir Vesturbæinga.
Sóknarpresturinn bætir svo um munar fyrir hönd Bakkusar og segir; sjálfsagt að fólk reyni að umgangast vín af þekkingu, innsæi og hófi.
Hvað í ósköpunum er í gangi , þegar organisti og prestur ganga fram fyrir skjöldu í söfnuði sínum til kynningar og neyslu áfengis nánast inn í kirkjunni sinni og vonist svo til, að fólk reyni nú að drekka ekki úr hófi fram. Gæti verið, að þessir ágætu menn fái kannski prósentu, eða eitthvað annað frá umboðsmanni þess víns sem kynnt verður?
Ég hefi ávallt haldið, að kirkjunnar menn ættu að vera þeir sem vaka yfir heill og velferð fólks með varnaðar orðum gegn vímuefnum, en ættu ekki að vera beinir þátttakendur í útbreiðslu þeirra á þennan hátt og það nánast inni í kirkjunni.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 250248
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, þeir hljóta svo sannarlega að vera vondir menn, Steingrímur og séra Örn. Skamm, skamm! Og þiggja svo mútur ofan í kaupið!
Í alvöru talað, eru þetta nú ekki einum of ósvífnar dylgjur?
Þorsteinn Siglaugsson, 20.11.2007 kl. 21:19
Satt best að segja Þorsteinn minn, vil ég frekar kalla það frumhlaup og ósvífni, þetta framtak þeirra kumpána, organistans og prestsins. Enga veit ég meiri lágkúru en þá, að útbreiða boðskap Bakkusar. Nóg er nú samt og mitt álit er, að þeir eigi frekar að halda sig við boðskap Drottins.
Þorkell Sigurjónsson, 20.11.2007 kl. 21:51
Ég er sammála þér Keli.Þetta er ein leiðin að gera þetta fínt og spennandi og ekki alveg í anda þess em skeður í umræddu safnaðarhúsi á föstudagseftirmiðdögum.En þarna er kannske upphafið og svo endirinn fyrir einhverja sem ekki eru nógu sterkir á svellinu.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 20.11.2007 kl. 22:32
Hvað næst. Ljóð eftir úrvals SKASS og á eftir HASS. Útgöngulag verður Prumpprelodían Frá POMPEY. Ég hef það á tilfinningunni, að menn hafi gengið, fyrir STAPANN.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 04:01
Gott framtak í Neskirkju. Ég ætla að mæta til að hlusta á fallega tónlist. Mér er sama hvort það er vín í Safnaðarheimilinu eða ekki. Ég bý í austurborginni og hef ekkert áfengisvandamál.
Margir berjast við átraskanir, á kannski að hætta að bjóða mat í kirkjum og safnaðarheimilum? Þá fer nú heilög kvöldmáltíð að láta á sjá.
Heidi Strand, 21.11.2007 kl. 15:07
Heidi bloggvinkona mín komdu nú sæl. Finnst þér virkilega sanngjarnt að bera saman daglega fæðu okkar og svo áfengi, sem hægt er að skilgreina sem vímu og eiturefni. Ég sé ekkert samansem merki þarna á milli. Með bestu kveðju.
Þorkell Sigurjónsson, 21.11.2007 kl. 16:12
Kæri bloggvinur.
Ég er alls ekki að bera það saman en bendi bara á að það er hægt að misnota margt.
Heidi Strand, 21.11.2007 kl. 16:33
Hvað ef þeir í Neskirkju eru nú bara að stríða ykkur öllum og ætla að bjóða upp á kynningu á áfengislausu víni?
Ár & síð, 21.11.2007 kl. 16:43
Þarna er áfengisdýrkunin í hnotskurn!
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.11.2007 kl. 00:08
"Hvað í ósköpunum er í gangi , þegar organisti og prestur ganga fram fyrir skjöldu í söfnuði sínum til kynningar og neyslu áfengis nánast inn í kirkjunni sinni og vonist svo til, að fólk reyni nú að drekka ekki úr hófi fram. Gæti verið, að þessir ágætu menn fái kannski prósentu, eða eitthvað annað frá umboðsmanni þess víns sem kynnt verður?"
1. Sóknarprestur kirkjunnar kemur þessu máli ekki við, heldur er þetta framtak algjörlega frá mér, ég er alinn upp við hófsemi og að virða annað fólk og skoðanir þeirra, eitthvað sem höfundur þessa pistils gerir vægast sagt ekki heldur skítur yfir mig og aðra. Ég ber virðingu fyrir bindindismönnum eins og ég ber virðingu fyrir öðrum eru trúir og staðfastir í sinni trú, en ég virði ekki fólk sem getur ekki unað því að aðrir eru ekki á sama máli og þeir. Má ég benda á að í messum í Neskirkju er óáfengur vínberjasafi til að koma til móts við þá sem eiga í erfiðleikum með vín. Má ég benda á að hnallþóruerfidrykkjur eru á undanhaldi og nú er oft boðið upp á léttvín í erfidrykkjum í safnaðarheimilum út um allt. Margir eiga við tölvufíkn að etja, hmm bönnum allar tölvur, matarfíkn, bönnum mat, kynlíffíkn, bönnum kynlíf.
Höfundur þessa pistils ætti kannski að hugsa um titil ágætrar Bond myndar sem kom út um svipað leiti og höfundurinn var líklega um fertugt "Live and let live".
Steingrímur hinn illi organisti bakkusar (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 23:57
http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/354329/
Kannski ættirðu að lesa þessa grein þíns elskulega bloggvins, það er líklega ekki sama hverjir það eru sem dansa við Bakkus
Steingrímur hinn illi organisti bakkusar (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 00:00
Steingrímur hinn illi organisti Bakkusar, eins og þú titlar þig með réttu vil ég segja þetta: Þú organisti verður að sætta þig við, að ég skuli hafa aðrar skoðanir á uppátæki þínu í Neskirkju en þú. Mjög smekklega orðað hjá þér að tala um, að ég skíti yfir þig og aðra. Það segir mér aðeins eitt, sem hið fornkveðna segir: Sannleikanum er hver sárreiðastur.
Þorkell Sigurjónsson, 24.11.2007 kl. 21:18
Finnst nú þetta neð messuvínið og annað í athugasemd organistans dálítið langsótt.Og þetta með að skíta yfir hann torsótt.En kirkjunnar menn brenndu hér fyrr á öldum menn sem dirfðust að andmæla þeim.Tek undir með þér Þorkell að þessir menningarvitum er oft ílla við skoðanir annara sem stangast á við þeirra eigin.Ekki get ég lesið neinar ósmekklegar fullyrðingar í þínu skrifelsi eins og í skrifum organistans um að skitið hafi verið ofan á hann.Tek svo undir endirinn á síðustu athugasemd þinni.Kært kvaddut
Ólafur Ragnarsson, 25.11.2007 kl. 05:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.