25.11.2007 | 18:57
VILDI ÉTA HEILANN HEST.
Það er frá að segja, að 18 maí árið 1957 var miðskólaútskrift frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja og bloggari síðunnar, sem þá var 14 ára gamall, laus frá amstri lærdóms og því, að vakna eldsnemma á morgnanna.
Í tilefni dagsins, var eldri bróðir minn svo myndarlegur í sér við mig yngri bróðurinn, að bjóða mér í ökutúr á nýjum bíl sem hann hafði keypt nokkrum mánuðum áður, sem var forláta Skoda. En þessir ágætu bílar voru oft nefndir, blöðru-Skodar vegna lögunnar sinnar.
Hér má sjá mynd af gripnum, sem tekin var nokkrum mínútum fyrir þann atburð sem hér mun frá greint. (Í baksýn má sjá gamla farþegaskýlið við flugvöllinn.)
Leið okkar bræðra lá svo eftir flugvallarveginum,(Dalavegur) og niður í bæ. Þegar við vorum að koma á móts við Dalabúið, fór ég að ögra bróðir mínum með spurningu, hvort druslan kæmist ekki hraðar. Svoleiðis frýjun þoldi minn maður ekki, svo hann setti allt í botn.
Nú það síðasta sem ég man eftir var að hraðamælir bílsins sýndi 100 km hraða, en ég sat afturí bílnum og auðvitað voru við ekki í neinum bílbeltum, en þau voru ekki komin til sögunnar á þessum árum.
Á móts við húsið Lukku missti Viktor bróðir minn stjórn á bílnum og seinna kom í ljós, að annað afturdekkið hafði sprungið auk þess var malarvegurinn laus í sér í köntunum á þessum kafla.
Nú, bíllinn fór þarna margar veltur inn á túnið í átt að húsinu Lukku og stöðvaðist á annarri hliðinni. Brói skreið út ómeiddur og skimaði eftir litla bróðir, en sá mig hvergi. Gerði hann sér þá lítið fyrir, velti bílnum yfir á hjólin og þótti vel gert, en þyngdin á Skodanum var rúmlega ellefu hundruð kíló..- Myndin hér til hægri sýnir bróðir minn nokkrum mínútum fyrir slysið, en hann var þá 21 ára gamall.
Þar, sem ég var ekki undir hlið bílsins skimaði hann betur í kring um sig og sá mig liggjandi í vegkantinum, en ég hafði skutlast strax út og var alveg steinrotaður. Sjúkrabíll var sóttur og farið með mig á Sjúkrahúsið. Þar vaknaði ég loksins með hnefa stóra kúlu á höfðinu og ringlaður mjög. Móðir mín var mér við hlið, þegar ég vaknaði úr rotinu og það fyrsta sem ég sagði, mamma ég er svo svangur, að ég gæti étið heilann hest, þá brosti mamma af ánægju, að vera búin að heimta soninn úr ríki heljar.
Allt sumarið tók það svo öðlinginn og snikkarann Einar Þorgrímsson (Einar Togga), að rétta allar beyglurnar á bílnum og það gerði hann aðeins vopnaður hamri, stuðjárni og járnhefli. Þetta fórst Einari svo vel úr hendi, að mjög lítið þurfti að spartla boddý bílsins eftir meðhöndlun hans.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 250246
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna hefur litlu mátt muna Þorkell minn. Gott er að allt fór vel, og vonandi hafa bæði þú og bróðir þinn látið sér hraðaksturinn að kenningu verða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 13:02
Það er einhver ævintýrabragur á þessum tíma í mínum huga. 1957 og þar um kring. Ungdómsár pabba. Því á vel við að þið bræður sluppuð svo til ómeiddir frá þessu slysi, þrátt fyrir engin bílbelti og verri boddý (myndi maður allavega halda) en eru á bílum nú til dags.
Gott að þú varðst til frásagnar.. og þið báðir.
Jóna Á. Gísladóttir, 26.11.2007 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.