HINN RAUNVERULEGI FÍLAMAÐUR.

Fílamaðurinn. 
Megna lykt lagði af rotnuðum ávöxtum  um myrkvað herbergið þar sem sýningarmeistarinn var í þann mund að leiða nýjasta sýningargrip sinn fyrir múginn.

Út í horni mátti líta ólögulega hrúgu  óhreinna fatalarfa. Stattu á fætur, urraði meistarinn, og viti menn - hreyfing komst á fatahrúguna.

Einhvers konar mannvera virtist reyna að standa á fætur, en átti í greinilegum erfiðleikum með líkamshreyfingar sínar.

Loks stóð Joseph Carey Merrick uppréttur.  Það var heldur ógeðfelld sjón, jafnvel í myrkrinu í þessu litla herbergi þar sem áður hafði verið ávaxtaverslun. Það var varla hægt að greina að hér væri komin mannvera.

- Þetta var líkara martröð.  Búkurinn og fæturnir voru þó greinilega mennskir. En höfuðið, andlitið og annar handleggurinn voru svo  hræðilega afmynduð að þau minntu helst á óargadýr með langan, lafandi rana

Þessi maður sem þarna var sýningaatriði í búðarholu í Lundúnum var kallaður Fílamaðurinn.

Lýðurinn vildi fá að sjá vansköpuð viðundur og naut þess að fylgjast með eymd og niðurlægingu sýningargripsins. Fílamaðurinn tók öllu öðru fram að þessu leyti og sýningarmeistarinn gat krafist tvöfalds aðgangseyris fyrir vikið.  Kostnaðurinn var lítill og hann græddi á tá og fingri.


mbl.is Hinn eini sanni íslenski fílamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki leiðum að líkjast...

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband