1.12.2007 | 23:05
AÐ KUNNA AÐ BJARGA SÉR.
Sumarið 1947 var mikið að gera hjá félögum á vörubílastöðinni í Vestmannaeyjum, eins og svo oft áður. Það var verið að aka rauðamöl úr Helgafellsgryfjunni í vestur austur braut til lengingar á flugvellinum.
Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar var hann nokkuð voldugur ámoksturskraninn, sem notaður var til að moka mölinni á bílana. Lengst til hægri á myndinni stendur hinn góðkunni verkstjóri Bæjarins til margra ára, hann Böðvar Ingvarsson, í miðið óþekktur og svo bloggari síðunnar.
Íbúar Eyjanna hafa í áranna rás gert sér grein fyrir hversu mikilvægt það er, að góðar samgöngur séu fyrir hendi og einn mikilvægasti hlekkur þess er flugið. Þess vegna var gífurleg áhersla lögð á flugvallargerðina, jafnvel svo hart var gengið eftir að haldið væri áfram akstrinum, að bílstjórarnir máttu helst ekki stoppa til að kasta af sér vatni.
Faðir minn ók þessum forláta FARGO bíl, sem hann átti og reyndist mjög vel, enda afkomandi Ford fjölskyldunnar. Oft var ég með föður mínum í þessum akstri og fékk oft, að halda um stýrið á bílnum, þá auðvitað þegar við vorum á flugbrautinni. Það var mikil upplifun fyrir ungan dreng í þá daga, en hér stend ég við FARGO bílinn.
Nú, þar sem pabbi var mikill æringi og til í, að gera svolítið at í yfirstjórn flugvallarins, sem höfðu mælst til þess eins og áður sagði, að bílstjórarnir héldu vel áfram og stoppuðu ekki undir nokkrum kringumstæðum í akstrinum. Þá einn daginn, steig hann Sjonni öðrum fæti út á gangbrettið á bílnum sínum og lét hinn fótinn hvíla á bensíngjöfinni, þannig að bíllinn hélst á góðri ferð á flugbrautinni og í þannig stellingu, kastaði hann af sér vatni við mikinn fögnuð félaga sinna, sem margir hverjir urðu vitni að uppátækinu.
Það skal strax tekið fram að hann faðir minn var vinsamlega beðinn af flugvallar yfirvöldum, að gera slíkt ekki aftur og auðvitað tók hann því vel, en tilganginum var náð og þeir hjá yfirstjórn flugvallarins nefndu ekki oftar, að menn mættu ekki taka sér pissi-pásu.
Myndin hér til hliðar er af Sjonna bílstjóra glettnum á svip og í ullarpeysu, að koma frá Reykjavík. Maðurinn í miðið er óþekktur , en sá til vinstri er hann Steingrímur Arnar. Tilefni þessarar ferðar hjá föður mínum var, að hann skellti sér fyrirvaralaust Suður með stuðningsmönnum ÍBV, að styðja við bakið á liðinu sínu, ÍBV-liðinu. Til gamans má geta þess, að síðasta árið sem hann lifði og ÍBV átti leik á Hásteinsvelli og enginn heima til að koma karli inn á völl, lét hann það ekki aftra sér og skellti sér út í bíl sonarins og ók honum inneftir. Þá voru liðin tíu ár frá því hann síðast hafði ekið bíl og auk þess var ökuskírteinið ekki í gildi. Það var ekki að ástæðulausu, að faðir minn var þekktur, sem Sjonni bílstjóri.
Fokkerinn að hefja sig til flugs frá Vestmannaeyja flugvelli í morgun.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 250246
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Þorkell, þakka þér fyrir þessa skemmtilegu sögu og flottar myndir bæði nyjar og gamlar. Það er umhugsunarefni hvort karlar eins og pabbi þinn og hans samtímamenn hafi verið meiri húmoristar en ungir menn í dag, alla vega eru til margar skemmtilegar sögur af þessum mönnum. Ég á nokkrar myndir af eldgömlum bílum sem voru í Eyjum á síðustu öld og var ég búinn að tala við Tomma (Sæsa) um að fræða mig um þá, en hann var mjög fróður um þessa gömlu bíla. Það varð aldrei úr því að við settumst niður með myndirnar, þó ég hafi talað við hann margoft þegar hann var niður á verkstæði, hann dó áður, því miður.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.12.2007 kl. 23:42
Þú ættir að vera óhræddur að birta þínar gömlu myndir Sigmar minn, hvort sem þær eru af bílum, fólki eða landslagi. Það er svo gaman að virða fyrir sér gamla tímann í gegn um myndir. Þannig að ég hvet þig til að birta allar myndir, sem þú hefur undir höndum.
Þorkell Sigurjónsson, 2.12.2007 kl. 00:07
Sæll Þorkell. Flottar myndir af fallegu umhverfi. Meira af þessu.
Þórbergur Torfason, 2.12.2007 kl. 01:54
kvitt
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 17:47
Skemmtileg saga af skemmtilegum frænda. Ofsalega minnir hann mig á mömmu.
Svava frá Strandbergi , 3.12.2007 kl. 15:22
Flott hjá þér Keli.Haltu þessu áfram.Alltaf gaman að fá að sjá myndir frá gamla tímanum það rifjar upp góðar minnigar.Hafðu góða þökk fyrir,Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 4.12.2007 kl. 14:41
Þakka þér fyrir þessa skemmtilegu frásögn.
María Kristjánsdóttir, 4.12.2007 kl. 16:07
Gaman af þessari síðu, á eftir að kíkja reglulega. Gott að kíkja þegar maður fær smá heimþrá :)
Kveðja úr Hafnarfirði
Rikharð Bjarki (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.