12.12.2007 | 17:07
Á AÐ SELJA FRUMBURÐARÉTTINN FYRIR EINN BAUNADISK?
Ágætu EYJAMENN. Undanfarið hafa fjölmargir tjáð sig um erfiðleika og slæma skuldastöðu ÍBV og einnig hafa menn tengt þá umræðu á samþykkt bæjaryfirvalda á byggingu Knattspyrnuhúss. Ég eins og aðrir hefi áhuga og um leið áhyggjur af framtíð ÍBV og leyfi mér hér, að setja á blað það sem ég er að hugsa.
Jóhann Pétursson formaður ÍBV íþróttafélags segir:" Nú liggur fyrir að knattspyrnuhús skuli rísa á árinu 2008. Skóflustungan hefur verið tekin. Þá kemur upp sú hugmynd hvort mögulegt sé að fresta byggingu knattspyrnuhúss í eitt ár gegn því að fá verulegt fjárframlag frá bænum" tilvitnun lýkur. Vill hann virkilega selja frumburðaréttinn fyrir einn baunadisk var það sem mér datt í hug. Í mínum huga jaðra ummælin hans Jóhanns við hreina uppgjöf og hugmyndaleysi gagnvart fjárhagsstöðunni hjá ÍBV.
Að auki sé ég ekki að formaðurinn né stjórnin hafi leyfi til þess, að versla með byggingu knattspyrnuhúss og þar með framtíð á uppbyggingu knattspyrnunnar og annarra íþróttagreina vegna þeirra mistaka sem orðið hafa undanfari tíu ár eða svo hjá þeim sem stjórnað hafa fjármálum og öðrum þeim málum, sem ÍBV viðkemur.
Mín hugmynd er, að bæjarstjórn sýni nú og sanni fyrir bæjarbúum, að öll uppörfunar skrifin frá hendi bæjarstjórnar og sérstaklega bæjarstjórans, sem á heiður skilið fyrir sína bjartsýni frá því þeir tóku við stjórn bæjarins fyrir einu og hálfu ári síðan, sýni nú í verki hug sinn og láni ÍBV til að borga það, sem félagið skuldar í dag. ÍBV íþróttafélag greiði svo árlega 2,5 milljónir á ári næstu 35 árin til bæjarins, vaxtalaust til baka. Í kjölfarið ráði bæjarfélagið á sinn kostnað alvöru framkvæmdarstjóra, sem hefði góða menntun í fjármálum og rekstri fyrirtækja og væri látinn reka ÍBV eins og hvert annað fyrirtæki. Þeir starfsmenn sem fyrir eru hjá ÍBV í dag væru þessum manni innan handar.
Þannig að fljótlega eftir áramótin færi bærinn í það, að byggja knattspyrnuhúsi eins og lofað hefur verið, taka að sér lán og skuldbindingar ÍBV á peningasviðinu þannig að félagið geti byrjað með hreint borð og ráði svo mann sem ræki ÍBV eins og hvert annað fyrirtæki.
Ég veit það, að fjölmargir bæjarbúar eru óhressir með það, að bærinn sé að eyða peningum í þessa íþróttavitleysu. En ég spyr er ekki grasrótin í þessu bæjarfélagi börnin okkar? Vill nokkur kannast við það hér í bæ, að hann eða hún séu ekki á einhvern hátt tengd börnum? Og hver getur neitað því, að þar kemur ÍBV til sögunnar sem uppalandi í þessu bæjarfélagi. Fleira er það, sem tengist félaginu þjóðhátíðin okkar, knattspyrnumót og ýmislegar aðrar uppákomur. Vill nokkurt foreldri eða bæjarbúi, að ÍBV lognist út af ég held ekki?
Þegar ég bjó á fasta landinu heimsótti ég stundum aldraða föðursystir mína, sem fæddist hér í Eyjum og bjó hér til ársins 1950 er hún flutti til Reykjavíkur. Þessi elskulega frænka mín hafði hjarta sem sló í takt við Eyjarnar og það sem mér kom virkilega á óvart, þegar hún sagðist alltaf fylgjast með gangi ÍBV á öllum sviðum íþróttanna og þá fynndist henni sem hún væri nær samfélaginu hér í Eyjum, þannig virkar ÍBV.
Eins og ég greindi frá áðan hefur bæjarstjórinn okkar hann Elliði Vignisson verið ódrepandi í, að stappa stálinu í okkur síðan hann varð bæjarstjóri og minnir mig um margt á þann öðling og baráttumann, sem taldi kjark í okkur Vestmannaeyinga á erfiðasta tíma sem yfir Eyjarnar hafa gengi hann Magnús Magnússon, sem var bæjarstjóri, þegar Heimeyjargosið var. Erfiðleikar okkar eru smámunir í dag miðað við þá erfiðu reynslu, sem við komumst yfir öll saman. Það er einnig von mín, að bæjarfélagið reynist betra en enginn og sýni viljann í verki á þessum tímabundnu erfiðleikum um þessar mundir.
u
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill - Margt góðra hugmynda þarna Keli - en er/verður einhvern tíma hlustað á okkur?
Gísli Foster Hjartarson, 12.12.2007 kl. 17:50
vel skrifað og ekki vitlaus hugmynd
Magnús Steindórsson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 18:52
Blessaður kallinn - gaman að lesa þennan pistil. Ég hef ekki viljað blanda mér í skrifin á heimasíðunni hjá ÍBV eða öðrum spjallsíðum. Ég er sammála þessu öllu. Fyrst finnst mér að skoða eigi hverjir eigi þessar skuldir - áður en knattspyrnan á að borga fyrir þær. Kemur ekki til mála að fresta húsinu. Móðgun fyrir okkur sem hafa unnið að þessu máli í mörg ár. Amk hefði verið lágmarks kurteisi af stjórnarmanni (mönnum?) ÍBV íþróttafélags að spyrja þá sem málið viðkemur. þ.e. stjórnarmenn fótboltans.
Kveðja frá Tenerife.
Heimir Hallgríms (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 19:38
100 % Sammála þér keli. Ef ekki er hægt að klára þetta núna þá verður það aldrei klárað. kv.
Georg Eiður Arnarson, 12.12.2007 kl. 22:47
Hugmyndin er góð og lífsnauðsynlegt að á fjármálunum verði tekið ekki seinna en núna. Að fara að leita að sökudólgum er ekki vænlegt. Að fresta uppbyggingu fyrir vetraraðstöðu, er aðeins ávísun á meir vandræði síðar.
ÍBV er forvörn númer 1 fyrir æskufólk Eyjanna .
Kveðja úr Reykjavíkinni
GUÐNI FRIÐRIK GUNNARSSON (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 08:00
Þakka öllum innlitið og svo verðum við bara að vona, að Eyjólfur hressist?
Þorkell Sigurjónsson, 13.12.2007 kl. 11:50
Mér finnst þetta góð grein hjá þér Keli. Ég veit líka að þú ert sannur stuðningsmaður ÍBV og vilt félaginu vel. Við sem erum að starfa í ráðum hjá ÍBV erum að reka félag sem ber meiri kostnað heldur en andstæðingarnir. Miklu meiri ferðakostnað og það er mikið erfiðara fyrir okkur að fá innlenda leikmenn til okkar. Því þurfum við til þess að standa jafnfætis hinum liðunum að fá til okkar erlenda leikmenn, sem hefur gefist misvel. Þess vegna er það varla hægt ef við eigum auk þess að borga milljónir á ári af rekstrartekjum ráðanna til að borga eldri skuldir. Þetta verður til þess að engin nennir að taka þessi störf að sér í sjálfboðavinnu eins og nú er.
Félögin í Reykjavík hafa oft staðið í sömu sporum og við og bæjarfélögin þar hafa komið til bjargar. Eins og ég sagði áðan þurfa þau félög ekki eins mikið fjármagn þar sem þau eru mun ódýrari í rekstri.
Bæjarsjóður á að koma og bjarga félaginu.....SÍNU!!
Magnús Bragason, 13.12.2007 kl. 18:40
Komdu nú sæll vinur, og hjartanlega velkominn í hóp bloggara.
Nú er ég hjartanlega sammál þér og ég sé að það eru fleiri, þó ekki allir enda varla von að handboltamenn séu sammála þessu en gaman væri að vita hver þeirra hlutur er í skuldasöfnuninni. það kemur ekki til mæala að fresta þessu eitt árið enn, við sem stöðum við hlið þér í september s.l. samþykkjum aldrei slíka endemis vitleysu.
kveðja Geiri múr.
Ásgeir Þorvaldsson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 21:47
Ertu ekki að misskilja mig Geiri. Ég er sammála Kela. Mér finnst að bærinn eigi að hjálpa til og raun óþarfi að blanda knattspyrnuhúsinu við það vandamál. Ég hef áhuga á knattspyrnu og hef alltaf haft. En með þann ótrúlega hæfileika að geta haft áhuga á fleiri en einni íþróttagrein. Þar sem ég kom í handknattleiksráð nú í ár eftir langt hlé, get ég sagt þér að skuldir handboltans verða minni en þær voru, á kostnað árangurs.
Magnús Bragason, 13.12.2007 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.