20.12.2007 | 21:24
ÁFENGIÐ SKEMMIR EN SKEMMTIR EKKI.
Þegar ég sá frétt frá Englandi um, að fólk kæmi ekki til vinnu vegna of mikillar drykkju kvöldið áður og auðvitað timburmanna morguninn eftir fór ég að velta því fyrir mér hvers konar fyrirbrigði timburmenn væru.
Fljótlegast var, að fara inn á vísindavefinn og kynnast því sem þar kemur fram:
Nokkrir þættir koma við sögu þegar timburmenn koma í heimsókn.
Má þar fyrst nefna að flestir áfengir drykkir innihalda aukaafurðir gerjunar sem mætti kalla aukaefni.
Þessi aukaefni eru ein orsök timburmanna.
Almennt gildir að eftir því sem drykkur er dekkri því meira er af aukaefnum í honum.
En þótt drukkinn sé hreinn spíri losnar maður ekki við timburmenn. Ástæðan er sú að lifrin byrjar að brjóta niður alkóhólið með því að breyta því í asetaldehýði sem er eiturefni og veldur timburmönnum.
Ofþornun sem stafar af þvagræsandi áhrifum alkóhóls er önnur orsök timburmanna.
Að lokum má nefna bein ertandi áhrif alkóhóls á magaslímu og taugakerfi sem leiða til ógleði, pirrings og handskjálfta.
Versta ráðið er að fá sér annan drykk. Það er fyrsta skrefið í átt að áfengissýki.
Ég sem gengið hef hinn breiða veg Bakkusar í gegn um tíðina hugsa með hrolli til þess tíma sem var , jólin. Sá tími ársins notaði ég til að blóta áfengisguðinn af miklum móð. Hugsið ykkur aðfangadagskvöldið þá var ég orðinn svo drukkinn, að ég mundi nánast ekkert hvað var borðað, eða hvað var gefið í jólagjöf.
Hugsið ykkur hvað ég gerði börnunum mínum, konunni minni og foreldrum mínum meðan þau voru á lífi.
Mín heitasta ósk er fyrir alla á komandi jólum, að enginn feti í mín gömlu fótspor, að nota áfengi yfir jólahátíðina.
Timburmenn aðalástæðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 250246
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála síðasta ræðumanni.
Sigurjón, 21.12.2007 kl. 10:44
Það er nú bara einu sinni þannig að til eru menn sem kunna sér hóf í drykkjunni, þá og einungis þá getur áfengi skemmt (að skemmta, ekki skemma). Það er aftur allt annað mál að áfengi yfir hátíðarnar, hátíð ljóss og friðar - þegar fjölskyldur sameinast, á engan veginn við.
Einir Einisson (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 14:42
Enn og aftur eiga menn sem eiga auðvelt að meðhöndla og drekka áfengi, að gráta aðra sem enga sjálfstjórn hafa. Hef haft áfengi undir höndum og í vömb yfir jólin. Eitt og eitt glas gerir lítið annað en að glæða brjóst okkar og hug sem höfum sjálfstjórn yfir að búa.
Ólíkt þér:)
Fantur (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.