21.12.2007 | 17:58
ÞAKKLÆTI OG KÆR KVEÐJA TIL STARFSFÓLKS Á LANDSPÍTALANUM.
Minnkuð dælugeta hjartans getur valdið því að blóð safnast í smáæðar lungna og þær yfirfyllast.
Við það getur vökvi lekið út úr þeim inn í lungnavefinn og valdið lungnabjúg. Einkennin eru mæði og andþrengsli.
Meðal almennings er þetta stundum kallað að fá vatn í lungun.
Einkennin eru þreyta, bjúgur og almennur slappleiki. Önnur einkenni, sem einnig geta komið fram, eru ógleði, lystarleysi, brjóstverkur, óreglulegur hjartsláttur og svimi.
Á myndinni hér fyrir ofan í vinstri hringnum má sjá teiknaðan smá ferning sem sýnir nákvæmlega þann stað kransæðar, sem lagaður var hjá konunni minni s.l. mánudag á hjartadeild Landspítalans.
Þetta sem skrifað hefur verið hér fyrir ofan er nákvæmlega það sem kona mín hafði upplifað undanfarnar vikur.
Fyrir dugnað Hjartar Kristjánssonar læknis hér í Vestmannaeyjum fór kona mín í kransæðavíkkun einni klukkustund eftir að við komuna til Reykjavíkur s.l. mánudag.
-Fyrsta kransæðarvíkkun hér á landi var framkvæmd á Landspítalanum árið 1987.
Síðan þá hefur fjöldi kransæðavíkkana hér á landi farið vaxandi með hverju ári og eru nú gerðar um 600 slíkar á hverju ári.
Kransæðavíkkun er gerð í staðdeyfingu og er beitt sömu hjartaþræðingartækni og við kransæðamyndatöku. Þannig má taka myndir af æðunum fyrir og eftir víkkun svo og meðan á víkkun stendur.
Í sumum tilfellum getur þurft að setja stoðnet (kona mín fékk slíka meðferð) til að halda æðinni vel opinni. Það er eins konar nethólkur úr stáli sem settur er inn í æðina og verður eftir þar.
Ég mátti til með að setja þetta á bloggið af því, að ég er svo innilega þakklátur öllum því fólki, sem að aðgerð konu minnar komu á hjartadeild Landspítalans og það jafnt um lækna, hjúkrunarfólk og alla aðra sem ég og kona mín kynntumst þann stutta tíma sem við vorum á hjartadeildinni s.l. mánudag og þriðjudag
Það er með ólíkindum hvað allt þetta hjúkrunarfólk verður að láta yfir sig ganga í miklum þrengslum og við erfiðar aðstæður, en samt vinnur það sína vinnu með bros á vör. Þeir sem stjórna peningastreymi í heilsugæsluna á þessu landi, færu nú kannski, að hugsa sinn gang ef þeir þyrftu á aðstoð Landspítalans að halda og sæju vinnuaðstöðu allra þeirra sem á Landspítalanum starfa.
Konan mín og ég sendum ykkur innilegar þakkir og kveðjur,
starfsfólki og sjúklingum á Landspítalanum í Reykjavík.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 250245
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get tekið undir orð þín af eigin reynslu af bæði Hirti og starfsfólki Landspítalans.Vona að frúin nái sér fljótt.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 24.12.2007 kl. 01:26
Bestu kveðjur til Betu með von um að hún nái sér fljótt.
Svava frá Strandbergi , 26.12.2007 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.