22.12.2007 | 18:56
AUÐLINDAGJALD OG RÉTTLÆTIÐ HANS ÞORSTEINS PÁLSSONAR.
Í Fréttablaðinu í dag er að finna góða grein eftir Einar Stefánsson prófessor. Ég geri eins og bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, þegar hann birti leiðara eftir Þorstein Pálsson ritstjóra á blogginu sínu þann 18. des. sem nefndist; auðlindaskattur, réttlæti og laun.
Nú feta ég í fótspor bæjarstjórans og býð Einari að vera minn gestapenni:
Auðlindagjald og réttlæti:
Í leiðara Fréttablaðsins 18. desember ræðir Þorstein Pálsson, ritstjóri um auðlindaskatt og réttlæti. Hann dregur í efa að auðlindaskattur sé réttlát skattheimta og gerir engan mun á auðlindagjaldi í sjávarútvegi og almennri skattheimtu.
Nær aldarfjórðungur er liðinn síðan stjórnvöld tóku hefðbundinn fiskveiðirétt af öllum Íslendingum og færðu þann rétt tiltölulega litlum hópi útgerðarmanna. Sá kostur hefði verið til staðar að gera þetta með markaðskerfi, þar sem allir Íslendingar hefðu átt þess kost að kaupa fisveiðirétt - kvóta.
Markaðskerfið var hins vegar ekki nýtt, heldur var kvóta úthlutað endurgjaldslaust af stjórnvöldum til fámenns hóps manna, sem margir voru í sama hagsmunarfélagi, og aðrir áttu engan kost að halda í þennan rétt kynslóðanna.
Þeir einstaklingar sem fengu úthlutanir frá íslenska ríkinu, gátu síðan selt þennan rétt fyrir stórfé og í einhverjum tilfellum án þess að þurfa að greiða skatt af.
Sem betur fer er ekkert annað dæmi þess að íslenska ríkið hafi úthlutað verulegum verðmætum endurgjaldslaust til takmarkaðs hóps borgaranna.
Öðrum auðlindum, landrými eða eignum ríkisins hefur ekki verið úthlutað á þennan hátt. Sameiginlegar eignir borgaranna, svo sem ríkisbankarnir og Landsíminn, hafa verið seldar á markaði, enda er það eðlileg aðferð.
Þjóðargjöfin á kvótanum er einstakur atburður í Íslandssögunni og engin sambærileg dæmi finnast í okkar heimshluta.
Krafan um auðlindagjald var tilraun til að nýta markaðskerfi við nýtingu og úthlutun auðlindar, þótt seint sé til komin. Það er kjarni markaðskerfisins, að verðmæti gangi kaupum og sölum á markaði fyrir markaðsverð, en sé ekki úthlutað endurgjaldslaust.
Upphaflega kvótaúthlutunin var argasta brot á lögmáli markaðarins - þótt það hafi síðan leitt til markaðskerfis í greininni.
Auðlindagjaldið er leiga fyrir afnotarétt af auðlindinni, en ekki skattur í venjulegri merkingu þess orðs. Það er tilraun til að leiðrétta gamalt brot á lögmálum markaðarins, og í því felst réttlæting þess.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það geta allir keypt sér kvóta á markaðsverði og hefðu þeir gert hefðu þeir grætt á því því kvóti hefur hækkað í verði fram að þessu. 80%af kvótanum er í eigu fólks sem keypti sér kvóta. Eigum við að refsa því með auka skatti. Eigum við ekki allveg eins að setja auka skatt á Bakkavarabræður sem höfðu efni á að kaupa Símann.
"Öðrum auðlindum, landrými eða eignum ríkisins hefur ekki verið úthlutað á þennan hátt. Sameiginlegar eignir borgaranna, svo sem ríkisbankarnir og Landsíminn, hafa verið seldar á markaði, enda er það eðlileg aðferð."
Magnús (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.