FÉLAGI FORSETI.

félagi forseti.
Fátt eitt kom á óvart í áramóta ávarpi forseta Íslands að þessu sinni. Það helst, "að nú sé tími kominn til að hægja á eyðslunni og gæta hófs ". Þá höfum við það. Ég er innilega sammála honum Ólafi, að þeir sem hafa úr nógu að spila og hafa allt sitt á þurru í sparisjóð og eru með tíu föld, tuttugu föld laun verkamanns, að þeir hægi á fjárfestingarfylliríi sínu og spákaupmennsku, en alþýða þessa lands er nú yfirleitt á nástrái með það sem varðar bara lífið dags daglega, þannig að þar má almenningur bara hafa sig alla við að láta enda ná saman.

Kannski á forseti við það eins og forsætisráðherrann, þegar þeir lýsa yfir áhyggjum sínum, að verkalýður þessa lands gæti hófs í komandi kjarasamningum og sérstaklega núna í dag, þar sem æðstu embættismenn eru að fá launahækkun á mánuði eins og verkamaður lætur sig dreyma um á einu ári. 

Það minnir á, að forsetaembættið  mætti gæta meira hófs, þegar að eyðslu  kemur. Ég fæ ekki skilið að forsetinn þurfi að vera út um allar trissur til þess eins að afla okkur sambanda í útlöndum.  Til þess er okkar vel menntaða unga fólk á Íslandi eins og forseti hrósaði svo mjög í ræðu sinni fyrir áræði sitt og dugnað og enginn ástæða til að vanmeta það til þeirra verka, sem Ólafur hefur verið aðalleikarinn í fram að þessu.  Þess vegna tek ég sterklega undir, þegar forsetinn segir, að of mikil eyðslu sé veikur hlekkur í efnahagsmálum okkar á Íslandi í dag.

- "Við þurfum að festa í sessi gildismat sem byggt er á dyggðunum sem ömmur okkar og afar mátu mikils, fólkið sem kom Íslandi úr fátækt til góðra efna."  Þarna er ég innilega sammála forsetanum og því kaldhæðnislegra er það, að einmitt þetta fólk sem kom okkur til bjargálna skuli í dag margt hvert þurfa , að lepja dauðann úr skel.

Kannski væri ráð að forsetinn hægði nú sjálfur svolítið á og færi meira í það, að sinna afa hlutverkinu af meiri alvöru? 

 

 


 

  

 


mbl.is Býður sig fram til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ef við ætlum að festa í sessi gildismat dyggða, þá gerum við það með því að kenna börnum frá blautu barnsbeini gildismat lífsins.
Ég er alin upp í þessu gildismati lífsins, og er ég þakklát fyrir það.

Jú það er bara gott að hafa forsetan áfram.

Annars gleðilegt ár Hektor og takk fyrir það liðna.
                      Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.1.2008 kl. 19:11

2 identicon

Já við erum mörg sem megum líta okkur nær á nýju ári. Ólafi forseta finnst ekki leiðinlegt að flækjast um með þotuliðinu. Enda vinstri maður.hehehehehe

Gleðilegt nýtt ár.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 16:19

3 Smámynd: Halla Rut

Gleðilegt ár kæri bloggfélagi

Halla Rut , 2.1.2008 kl. 16:34

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Innilega sammála þér.

Svava frá Strandbergi , 5.1.2008 kl. 17:36

5 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Já rétt til getið Sigríður Þóranna Sigurjónsdóttir var systir mín og lést aðeins tvítug að aldri. En þú Hallgerður ert þú kannski kennd við Kirkjubæina, sem nú eru farnir undir hraun? 

Þorkell Sigurjónsson, 7.1.2008 kl. 14:39

6 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Jú Sigga systir vann á Bílastöðinni rétt er það. Ég verð að viðurkenna, að ég man vel eftir henni Björk og auðvitað honum föður þínum, en þú ert aðeins óskírari í mínu minni enda ert þú yngri en ég.  -  Veit ekki hvort þú manst efir heildverslun sem ég og Þráinn frá Baldurshaga rákum og var staðsett á jarðhæð Templarahallarinnar fyrir ofan hótelið hans Helga Ben. og einnig settum við á stofn og rákum um tíma verslunina Bláfell, að Faxastíg 35. 

Þorkell Sigurjónsson, 7.1.2008 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 250243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband