28.2.2008 | 17:59
LISTAMAÐURINN KJARVAL.
Fyrir um ári síðan var verkið "Hvítasunna" eftir meistara Kjarval
selt á uppboði fyrir met fé. Verk þetta málað Kjarval ungur maður.
Kjarval var alla tíð mjög afkastamikill málari þannig að eftir hann liggja
þúsundir verka. Ættingjar Kjarvals hafa ekki getað una því að meiri
hluti ævistarfs hans skuli fyrir orðræðu við ráðamann Borgarinnar
vera alfarið eign hennar. Lái þeim hver sem vill.
Jóhannes Sveinsson Kjarval var margbrotinn persóna og einstæður
listamaður, sem gerði hann að þjósagnar persónu í lifanda lífi.
Lítil saga af Kjarval segir meira um meistarann en mörg orð:
Kjarval hélt sýningu, þar gat að líta stórt málverk af verkafólki á
fiskreit.
Það "stakkstæði" átti Kveldúlfur (Thorsarar).
Forstjóri þess Kjartan Thors vildi kaupa verkið, en Kjarval setti upp á
það 500 krónur, sem hinn vildi ekki ganga að.
Skömmu síðar mættust þeir á götu og Kjartan sagðist nú vilja kaupa.
Of seint, góði hún er seld.
Hver er kaupandinn?
Ein kona á myndinni á fiskreitnum ykkar. Og gat hún borgað
500. krónur ?
Nei góði, hún borgaði mér 5. krónur, það var jafnmikið fyrir hana
og 500. krónur fyrir þig.
Dánarbú Kjarvals á ekki myndir Reykjavíkurborgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 250244
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
væri til ad vita meira um tennan gofuga mann.... for ekki mikid fyrir honum i mennto og en minna i minni verold ...
Stormur (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 18:34
Kjarval var bara hreinn snillingur. Hann gerði oft gys að heldri mönnum þjóðfélagsins eins og þessi frásögn gefur okkur dæmi um. Gaman væri að heyra fleiri sögur af honum. Einhver sagði mér að hann hefði teiknað mynd af steinvegg og myndin hét "Köttur að fara yfir vegg" og enginn sást kötturinn. Þegar fólk spurði af hverju myndin héti þetta, en ekki væri neinn kötturinn á myndinni á hann að hafa svarað, "hann er löngu farinn yfir vegginn". Ekki veit ég hvort þessi saga er sönn en samt æði lík hans tiktúrum og töktum.
Sigurlaug B. Gröndal, 28.2.2008 kl. 20:59
Það eru til fjölmargar góðar sögur af Kjarval og alveg þess virði að koma með fleiri þó síðar verði.
Las ævisögu Einars Olgeirssonar skráða af dóttir hans og þar segir hún frá því, að Kjarval hafi komið kvöld eitt til Einars og gefið honum fallegt málverk eftir sig. Það átti að vera þakklæti til Einars fyrir hans miklu og óeigingjörnu baráttu hans fyrir bættum kjörum verkafólks í landinu. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 28.2.2008 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.