EKKI VERÐUR FEIGUM FORÐAÐ NÉ ÓFEIGUM Í HEL KOMIÐ.

417716A

Jóhannes Sveinsson Kjarval.

Jón hét maður Guðmundsson bóndi og staðarhaldari og

eigandi gistihússins Valhallar á Þingvöllum.

Jón var bóndi eins og áður segir og rak búskap á Brúsastöðum í

Þingvallasveit.  Þar átti Kjarval athvarf í allri sinni fátækt,

með gott fæði og húsnæði, þegar hann var að mála.

Nú segir frá því, að þessi ágæti bóndi sem gerði svo vel við Kjarval,

að honum tæmdist arfur, en bróðir hans Kjartan Guðmundsson

ljósmyndari hér í Vestmannaeyjum til margra ára lést, en Kjartan

var einhleypur og barnlaus.

Þurfti nú Jón að fara til Eyja ásamt tveimur bræðra sinna, að vitja um

arfinn. Því erindi luku þeir á skömmum tíma og kom að því að

þeir skyldu fljúga til baka.

Áætlað var að flug yrði seinni hluta dags klukkan 17.oo.

Þetta vetrar síðdegi 1. febrúar 1951 var skollið á útsynnings bylur með

fúlum éljum.

Flugmaðurinn var sonur Jóhanns Þorkels Jósefssonar alþingismanns

okkar Vestmannaeyinga, sem þá var ráðherra.

Gerði Jóhann tilraun til að loka flugvellinum hér í Eyjum, en það tókst

ekki, svo ákveðið var að leggja upp.


Bræður Jóns tóku sér far með vélinni en Jón sagði einfaldlega:

Mér dettur ekki í hug að fljúga í þessu veðri.

- Vélin sem var af Dakota gerð og bar nafnið Glitfaxi var með 20 manns

innanborðs lenti í Faxaflóanum og

fannst ekkert af henni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Gott innlegg.

Guðjón H Finnbogason, 28.2.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl bæði tvö og takk fyrir innlitið.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 28.2.2008 kl. 23:45

3 identicon

Kjarval var langt frá því að kallast fátækur á sjótta áratug síðustu aldar. Hann var það í upphafi síns ferils, þangað til hann var fenginn til að mála stóru freskuna í Landsbankanum. Þá var konan hans ný búin að yfirgefa hann. Þetta var ca 20 árum fyrr en það sem þú kallar "í allri sinni fátækt". Kjarval var mjög efnaður maður, seldi mjög vel nýríkri þjóð og hvert málverk kostaði uþb þrenn mánaðarlaun verkamanns....ca. 800.000-1000.000 að núvyrði. Og reiknaðu svo.

pétur (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 08:27

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er margsannað mál að menn fara ekki fyrr en þeirra tími kemur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 09:54

5 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Athiglisverð saga.kv

þorvaldur Hermannsson, 29.2.2008 kl. 11:34

6 identicon

Sæll Þorkel.

Áhugasamur um allt er lýtur að þessu hörmulega slysi. Afi minn Snæbjörn fórst þarna ásamt 18 öðrum. Um þetta slys var aldrei mikið rætt á mínu æskuheimili. Allt er þetta mál því mjög á huldu fyrir mér. Það er löngu tímabært að rifja upp söguna. Það eru öruggleg til ýmsar heimildir um þennan atburð. Það hefir verið talið öruggt að vélin hafi farið niður undan Flekkuvík á Vatnsleysuströnd, en ekkert verið hreyft við flakinu af tilliti til aðstandenda þeirra, sem fórust.

Kveðja fóv.

Friðbjörn Ó. Valtýsson (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 11:46

7 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl verið þið.  Bibbi,  efa ekki að ýmsar heimildir eru til um þetta hörmulega flugslys. Það er spurning hvar hægt er að nálgast þær. Ég man eftir þessu frekar óljóst, en man eftir að hafa séð myndir af þeim sem fórust birtar í einhverju bæjarblaðanna hér í Eyjum á sínum tíma.


Hæ Þorsteinn alltaf gott að vita af þér.

Satt segir þú Ásthildur hver sem því stjórnar.

 pétur. Gaman að sjá þig hélt satt að segja að ég færi svo mikið í pirrurnar á  þér eins og þú orðar það annars staðar og bjóst ekki við að sjá þig meira.  En þetta með Kjarval og hans fátækt. Kjarval fór fyrst að venja komur sínar til Þingvalla upp úr 1925 og jafnvel fyrr. Þá var Kjarval  fertugur og átti ekki málungi matar og þannig hélst það þar til úr rættist hjá þessari þjóð í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar og Íslendingar eignuðust peninga og gátu keypt verk eftir Kjarval. Þannig að Kjarval hefur meiri hluta ævi sinnar búið við fátæt,  því miður.

Þorkell Sigurjónsson, 29.2.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband