JAFNAÐASTEFNAN AÐEINS Í ORÐI ?

waitingforthedate


10 % í elstu aldurshópum

fá enga lífeyrissjóðstekjur

segir Sigríður Lillý forstj. Tryggingastofnunar ríkisins.

Er ekki eðlilegt að spyrja jafnaðarmenn:

Er ekki nóg komið af kjaftæði um jöfnuð 

og tími til að hefjast handa.

Þið eruð núna í stöðu til, að sýna okkur landsmönnum

jöfnuð og réttlæti í verki.  

 


mbl.is Hugmyndafræði jafnaðarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jafnaðarstefna er óhagkvæm.

Jónas (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 20:07

2 identicon

Ég skil vel að þú, líkt og svo margir aðrir, skulir setja allt traust þitt á jafnaðarmenn til að fylgja jöfnuði og réttlæti eftir í verki. Það er verðskuldað og sjálfsagt að brýna jafnaðarflokk Íslands til dáða þegar hann kominn í ríkisstjórn eftir ójafnaðaráratugina á undan.

Sú staðreynd að 10% aldraðra eigi ekki rétt á greiðslum úr lífeyrissjóði hefur hins vegar ekkert með ákvarðanir stjórnvalda að gera heldur þá staðreynd að réttindi til greiðslna úr lífeyrissjóðunum byggjast á greiðslu iðgjalds af atvinnutekjum á vinnumarkaði. Þeir sem ýmist voru sjálfstæðir atvinnurekendur, heimavinnandi eða greiddu af öðrum kosti ekki til atvinnugreinasjóðanna, standa nú frammi fyrir því að verða að lifa á tekjutryggingu ellilífeyris almannatrygginga. Sem betur fer mun þetta vandamál heyra sögunni til með þeirri lagalegu skyldu sem komst á fyrir nokkrum árum að öllum ber skylda til að greiða lágmarksmiðgjald í samtryggingalífeyrissjóð.

Vegna þessarar stöðu fögnum við skrefum núverandi jafnaðarstjórnar á borð við afnám tekjutengingar maka en betur má ef duga skal. Og ég tek undir með þér: Áfram jafnaðarfólk, gerum enn betur!

Arnar (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 20:32

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Er það nokkuð verra fyrir fólkið að fá ekki út úr lífeyrissjóði,það er til fólk sem hefur ekki borgað í lífeyrissjóð.

Guðjón H Finnbogason, 1.3.2008 kl. 20:49

4 identicon

Það er ekkert réttlæti fólgið í jafnaðarstefnu.  Stefnur sem byggja á því að taka af einum til að láta annan eiga ekkert skilt við réttlæti. Hvað varðar þessi 10% þá er ekkert óeðlilegt að þeir sem ekki hafa greitt í lífeyrisjóði fá heldur ekkert til baka frá þeim. Ég er ósammála Arnari að skyldu greiðslur sé eitthvað til að fagna yfir þó svo þær séu praktískar þá eru þær um leið þvingun. Það á ekki alltaf að hafa vit fyrir fólki, menn verða að bera ábyrgð á sjálfum sér. Annars finnst mér alltaf skondið að þegar stjórnmálamenn tala um að bæta kjör aldraðra en meina þeim svo að vinna eftir ákveðinn aldur.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 03:30

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Þorkell, það hefur verið þannig síðan maður fór að fylgjast með pólitík að kratar hafa ekki farið eftir jafnaðarstefnu sem þau predika rétt fyrir kosningar og svo tók ég eftir því þegar ég var ungur að pólitíkusar stjórna ekki landi og þjóð hvað þá sjávarútveginum. Kær kveðja. 

Helgi Þór Gunnarsson, 2.3.2008 kl. 09:28

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég bjóst við meiri breytingum þegar Samfylkingin fór í ríkisstjórn, vegna allra loforðanna.  En það reyndust bara loforð held ég.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2008 kl. 14:00

7 identicon

Heill og sæll, Þorkell og aðrir skrifarar !

Vilhjálmur Andri ! Skoði þú einnig; ekkert er réttlætið að finna heldur, í hinni alþjóða væddu frjálshyggju forsmán, þótt ekki séu helvítis kratarnir skárri, að nokkru.

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 16:12

8 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Þakka ykkur öllum innlitið. Það má kannski beina því til allra sem í pólitík eru þetta ágæta spakmæli: Hugsaðu áður en þú talar, og hugsaðu vandlega áður en þú lofar.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 2.3.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband