JA NÚ ER ÞAÐ SVART MAÐUR, ALLT ORÐIÐ HVÍTT.

453820

Í Vestmannaeyjum 2. mars 2008.

  
Ja nú er það svart maður allt orðið hvítt.

Þar sem ég er hér á jarðhæð við Kirkjuveginn kemst ég ekki út

um útidyrnar fyrir það að inngangurinn að útihurðinni er troðinn af snjó,

sem er mannhæðarhár.

Veit satt að segja ekki hvort ég treysti mér, að reyna það að

moka mig út, reyndar er ég ekki með neina skóflu hér inni og verð

sennilega

að nota guðsgafflana.  Það litla sem ég

 sé út úr íbúðinni er, að snjórinn

er meira en mannhæðarhár hér allstaðar fyrir utan húsið.

En eins og segir einhversstaðar;

nú er úti veður vont, en verður vonandi ekki að klessu.

Læt vita hérna á síðunni hvernig gengur að komast út og fleira.

 

 


mbl.is Innisnjóaðir Vestmannaeyingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

ef að þú þarft þeim mun nauðsinlegar ekki að fara út

vertu þá heima hjá þér.

ég var endavið að labba frá háseinsvegi og heim uppá helgafellsbraut, og maður var að berjast á þeim götum þar sem að ekki er búið að ryðja.

en já.. ef að þú ákveður að fara út, þá geturu alltaf notað potta sem "skóflu" 

Árni Sigurður Pétursson, 2.3.2008 kl. 13:50

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bestu kveðjur til ykkar í ólátaveðrið í Vestmannaeyjum,  hér er allt orðið betra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2008 kl. 13:58

3 Smámynd: Grétar Ómarsson

Ég fór í göngutúr með henni Jónu minni í hádeginu og ætluðum við að fara í búð.

Vöruval, Toppurinn og Tvisturinn, allt lokað og læst en Svenni Magg í Klettinum sá ekki ástæðu til að hafa lokað og var mættur út að moka frá bensíndælunum í morgun, ekki átti hann von á að mikið yrði að gera í eldsneytissölunni hjá sér í dag en hann vill bjóða upp á toppþjónustu fyrir sína viðskiptavini.

Einnig fórum við Jóna í Vilberg og náðum okkur í góðgæti með kaffinu, afgreiðslustúlkan þar sagði að við værum þau þriðju sem heimsóttu bakaríið í dag.

Ég verð að viðurkenna að það tók vel á að berjast við skaflana en þetta var mjög gaman.

Grétar Ómarsson, 2.3.2008 kl. 14:09

4 identicon

Hér í efri byggð leggur maður bara ekki í hann.Þetta er kannski gott fyrir verslunareigendur.Þeir eiga ekki marga frídagana á ári.Jóladagur.Páskadagur,föstudagurinn langi,hvítasunnudagur,17 júni.heilir5 dagar.En hvítar kveðjur úr efri byggð.

RagnaB (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 16:36

5 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Þakka ykkur innlitið og góða ábendingu frá þér Árni með mokstursverkfæri, en ég notaði pottlok. En eins og staðan er, þá þíðir ekkert stress vera bara hress. Takk og keðja til ykkar.

Þorkell Sigurjónsson, 2.3.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband