10.3.2008 | 16:18
ÉG HEIMTA NÝJAN FORSÆTISRÁÐHERRA.
Sá, sem berst með straumnum,
sem lætur ekki stjórnast af háum lífsreglum,
sem hefur engar hugsjónir,
enga sannfæringu,-
sú manneskja er ekki annað en dauður hlutur innan um skarn
heimsins,
hlutur,
sem er hreyfður í staðinn fyrir að vera lifandi tilvera,
er hreyfist af sjálfsdáðum,-
bergmál en ekki rödd.
Þetta sem að framan er ritað kemur mér æ oftar í hug, þegar
Ingibjörg Sólrún formaður Samfylkingarinnar ber á góma.
Hversu lengi ætlar hún að umbera Sjálfstæðisflokkinn sem sinn
helsta samherja?
Og áfram:
Er engin von til þess, að vinstra fólk megi vænta þess, að
Ingibjörg Sólrún reki af sé slyðruorðið og rísi upp úr flatsæng núverandi
stjórnar og sameini flokka á vinstri væng
stjórnmála undir sínu forsæti ?
Er það ekki krafa félagshyggju fólks í dag, að allt sé gert til, að
gera Sjálfstæðisflokkinn áhrifalausan frá landsmálum.
Þykir fólki ekki komið nóg af óráðsíu hans og valda hroka, sem allir
landsmenn horfa uppá og verða fyrir barðinu á dags daglega?
Ég fer fram á það við félagshyggju fólk, að það hvert fyrir sig þrýsti á
þá kröfu, að næsti forsætisráðherra verði Ingibjörg Sólrún ekki seinna en
strax.
Utanríkisráðherra í opinbera heimsókn til Danmerkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 250244
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vil nýjan Utanríkisráðherra og ekki seinna en í gær!! Það er ótrúlegt að þessi kona fái að vaða uppi á einhverju egóflippi út um allan heim og lýsa yfir hinu og þessu þegar það er ekkert á stefnuskrá. Burt með hana!
Linda (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 16:24
Falleg bugða. Skólakerfið hefur brugðist í félagsfræðikennslu sbr. IP-Lindusvar.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 16:36
Er bara að velta fyrir mér svarinu hennar Lindu þarna fyrir ofan. Datt í hug að einhvern tíma sá ég bók sem að ég held hét "Haltu kjafti og vertu sæt" Það er sennilega þannig utanríkisráðherra sem hún vill.
Hef verið að lesa á blogginu svona hér og þar að fólk er að kvarta yfir að hún skuli fara erlendis. Það er svona spurning hvað fólk heldur að utanríkisráðherrar geri?
Ef fólk veit það ekki þá má benda þeim á að utanríksráðherra fer með málefni sem snúa að samskiptum við aðrar þjóðir og sem og að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Og hluti af þessu er að fara í opinberar heimsóknir.
Magnús Helgi Björgvinsson, 10.3.2008 kl. 17:34
Æji, mikið skelfilega eru þetta nú aumar tilraunir til að gera lítið úr manni. Gísli, það segir mikið um þig að þú teljir þig geta lesið úr svari mínu hverskonar félagsfræðikennslu ég fékk. Veistu yfirhöfuð eitthvað um félagsfræði?
Magnús, nei, ég vil ekki Utanríkisráðherra sem að heldur kjafti og er sæt, frekar en aðra ráðherra. En ég vil gjarna að manneskjan sem að er í þessari stöðu tali fyrir landið, en sé ekki á einkaferðalagi og egótrippi. Hvernig hún tók á Kosóvó-Serbíu málum er landinu til skammar. Hún tók þessa stefnu sjálf og hefur fyrir vikið gert okkur að fíflum. Hver sá eða sú sem að veit eitthvað um Serbíu og Kosóvó mál veit þetta. Hér er greinilega hópur sem ekkert veit.
Linda (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 19:07
já sendiherraflippið er komið út fyrir allt, sem hægt er að sætta sig við.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2008 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.