ÞÓRBERGUR ER MINN MAÐUR.

img146

Þórbergur Þórðarson:

 

Hann var enginn hversdagsmaður.

Lágkúrulegt hjal um náungann var honum víðs fjarri

og honum leiddist allt fjas un ómerkilega smámuni eða sjálfsagða hluti.


Ungur las ég flestar bækur eftir Þórberg og dreg ekki dul á, að ein

er sú bók eftir hann sem ávallt er mér kær og hún er rammpólitísk.

Bréf til Láru:


"Kristindómur, iðkaður í verki í stað þess að vera dauð játning varanna,

er hreinn kommúnismus.  Í guðspjöllunum finnst ekki ein einasta setning,

er mæli bót auðvaldsskipulaginu."


"Það er miskunnarlaus barátta allra gegn öllum,  sóun tíma og orku í

kúgun, illdeilur hégóma og vitleysu, þar sem Mammon er dýrkaður í

hjartanu, en Kristur og kirkja og allar aðrar andlegar stofnanir eru höfð

fyrir tjóðurhæla til þess að halda þeim minni máttar hinum undirokaða

í viðjum áþjánar og hleypidóma."


"Blað eitt í vesturheimi hét  verðlaunum þeim er best gæti lýst núverandi

þjóðskipulagi í stystu máli.  Rithöfundurinn Sinclair Upton: 

Auðvaldsskipulaginu má líkja við það, að bifreið fari um veg, þrír eða

fjórir njóta útsýnisins og góða loftsins.  Allir hinir hafa moldarrykið og

skítalyktina."


"Hefir þú orðið þess vör, að kapítalistana kringum þig klígi við

altarissakramentinu fyrir þær sakir, að höfundur þess hafði einurð á,

að segja við auðvald samtíðar sinnar:

Auðveldar er úlfaldanum að ganga í gegnum nálaraugað,

en ríkum manni í guðs ríki."

 Í gær voru liðin 120 ár frá fæðingu snillings, Þórbergs Þórðarsonar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Hann er líka minn maður.Allar bækur hans er fjársjóður tungunnar og hugmyndaríki  í viðtækustu merkingu.

Kristján Pétursson, 13.3.2008 kl. 21:49

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég man hann vel kom einu sinni á heimili þeirra hjóna.Það var sýnd leiksýning í sjónvarpinu óvitarnir eftir hann,ætli það sé hægt að kaupa hana?Þetta var snilldar sýning ég væri til í að sjá hana aftur.

Guðjón H Finnbogason, 13.3.2008 kl. 22:06

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Guðjón, eitthvað hefur nú nafngift leikverksins skolast til hjá þér. Líklega áttu við Ofvitann sem gekk í Iðnó nokkur misseri.

Keli fallega sagt.

Þórbergur Torfason, 14.3.2008 kl. 01:15

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég las bréf til Láru, hann átti heima á Hringbrautinni númer 43 að mig minnir, á hæðinni fyrir ofan frænku mína, þegar ég var þar ráðskona þegar ég var táningur.  Svo maður rétt náði í smá glims af þessum ágæta manni og skáldi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2008 kl. 18:49

5 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Hvernig verður atvinnuástandið í Eyjum þegar Loðnuni líkur Keli.kv

þorvaldur Hermannsson, 14.3.2008 kl. 18:53

6 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Gaman að sjá ykkur öll.  Já svo sannarlega er enginn svikinn af Þórbergi. Þetta með atvinnu ástandið í Eyjum.

Ég held að allir sem nenna að vinna geti fengið hér vinnu Þorsteinn og þú þurfir ekki að koma bónleiður til búðar ef þú kæmir hingað.

Sendi ykkur mínar bestu kveðjur sérstaklega að Hala. 

Þorkell Sigurjónsson, 15.3.2008 kl. 06:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 250218

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband