ÁFRAM VÖRUBÍLSSTJÓRAR.

Fjardargrjot


Það er nokkuð skondið að fylgjast með viðbrögðum bloggara gagnvart

mótmælum vörubílstjóra.

Flestir eru  jákvæðir, en aðrir röfla yfir töfum sem þeir verða fyrir í

 umferðinni.

Það mætti kannski benda á, að meiri árangur næðist með því að

loka af bensínstöðvar og umhverfi þeirra sem landinu stjórna. 

T.d. götum og gatnamótum niður við Alþingishúsið.

En það sem vörubílsstjórar eru að gera með mótmælum sínum

varðar alla neytendur eldsneytis í þessu landi.

Svolítið spaugilegt, þegar ekkert er gert þá býsnast fólk yfir aðgerðaleysi

allra, en þegar einhverjir hafa sig loksins í það,  að gera eitthvað þá er því

fundið allt til foráttu.

Ég segi,

áfram vörubílsstjórar.

 

 

 

 


mbl.is Bílstjórar mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÉG er sammála - Áfram með mótmælin

Hrönn (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 13:40

2 Smámynd: B Ewing

Ég hef nefnt það áður á öðru bloggi.  Það er algerlega tilgangslaust að fara niður á Alþingi fyrr en næsti þingfundur hefst.  Það er 31. mars.   Býst fastlega við að bílstjórarnir viti þetta og mæti.

B Ewing, 28.3.2008 kl. 13:46

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Já, þeir eru flottir!

María Kristjánsdóttir, 28.3.2008 kl. 14:56

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við þurfum öll að taka þátt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2008 kl. 15:14

5 identicon

Mér finnst þessi mótmæli gjörsamlega út í hött, fyrir mér er þetta eins og krakki væla í foreldrum sínum yfir því að sólin sé farin og farið sé að rigna, í stað þess að fara bara í regngalla, setja hausinn undir sig og drífa sig út.

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað mikið undanfarinn misseri og á bara eftir að hækka í framtíðinni m.a. vegna vaxandi olíunotkun Kínverja og þerrandi olíulinda heimsins.

Það hefur ekki farið framhjá neinum að krónan hefur veikst feiknar mikið undanfarið og það á að sjálfsögðu mjög stóran þátt í hækkun olíuverðs á Íslandi. Viðskiptahalli Íslands hefur verið allt of mikill undanfarið, við höfum flutt miklu meira inn heldur en út (við höfum eitt mera en við öflum!). Þetta höfum við geta gert vegna þess að hingað hefur streymt erlent lánsfé í stórum stíl og því hefur krónan haldist allt of sterk hingað til. Nú hefur krónan fallið og komið að skuldardögum!!

Við þurfum að fara draga úr innflutningi og auka útflutning og ef stjórnvöld fara að lækka álögur á INNFLUTU eldsneyti mun það klárlega ekki draga úr innflutningi!


Ég hef nú einhverja samúð með atvinnubílstjórum, þar sem þetta er nú þeirra lifibrauð, en þeir verða bara að hækka verðið á sinni þjónustu og við þurfum bara öll að taka þann kostnað á okkur, það er nú einu sinni komið að skuldardögum.

Ég er algjörlega á móti því að fara lækka álögur á eldsneyti sérstaklega til atvinnubílstjóra. Þungir vörubílar slíta götum og vegum landsins amk hundrað sinnum meira á hvern ekin km en meðal fólksbíll, á meðan eyða þeir ekki nema 5 til 10 sinnum meira eldsneyti. Því eru þeir ekki í raun að borga allan sinn þátt samkostnað þjóðarinnar við halda uppi vegakerfi landsins. Enn og aftur bendi ég mönnum á að hækka þjónustugjöld sín ef bílstjórum finnst þeir ekki fá viðunandi laun fyrir sína vinnu. 

En frístundabílstjórar á síþyrstum risajeppum...!! Að þeir skuli voga sér að væla yfir háu eldsneytisverði og kvarta undan því að ríkissjóður skuli vera að skila afgangi. Við eigum í raun að vera þakklát fyrir það, sérstaklega núna á þessum síðustu og verstu tímum. Nú þegar farið er að harðna í árinni er mjög gott að ríkissjóður hafi eitthvað upp að hlaupa og sé ekki á kafi í skuldum. Það er svo margt þarfara sem má nota þessa peninga í en afsláttur til manna í bílaleik upp á fjöllum. Eins og t.d. sífjársvelt heilbrigðiskerfi, auknar lífeyrisgreiðslur til aldraðra og uppbygging og viðhald vegakerfis. Ég vill amk frekar sjá þessa peninga fara í veik börn á sjúkrahúsum landsins.

Það að stífla aðalumferðaræðar borgarinnar er gjörsamlega óafsakanlegt. Ef barn kemst ekki á sjúkrahús í tæka tíð vegna þess að sjúkrabíllinn var fastur, ætla þá forsvarsmenn þessara mótmæla bæta foreldrum þess missinn?

Mótmælin ættu frekar að snúast að olíufélögum þessa lands sem hafa verið að maka krókinn undanfarin ár!!

Hækkandi eldsneytisverð ætti því að hvetja okkur til þess að fara að leita nýrra leiða í samgöngumálum. Við erum svo heppin að á Íslandi gnótt af nýtanlegri orku (svo framarlega að við niðurseljum hana ekki alla í álbræðslu). Þær aðgerðir stjórnvalda sem ég vildi frekar sjá væru að stuðla að "orkusjálfstæðu Íslandi". Það á eftir að verða gífurlega mikið hagsmunarmál fyrir þjóðarbúið með hækkandi olíuverði framtíðarinnar. Þær aðgerðir gætu m.a. verið lægri álögur á farartækjum sem nýta innlenda orku að öllu eða mestu leyti, s.s. vetnisbifreiða, "plug-inn" tvinnbíla og al-rafbifreiða. Hægt væri að styrkja enn frekar þær innlendu rannsóknir sem stuðla að tækniframförum á því sviði. Hagkvæmni raf-lestakerfis á Íslandi hefur öðru hverju verið skoðuð. Hvort sem um væri að ræða fólks- og/eða vöruflutningalestar ætti hækkandi olíuverð að vera gefa enn sterkari tilefni til þess skoða það með fullri alvöru.

Gummi Þór (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 22:55

6 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Gummi Þór. Takk fyrir góðar og skynsamlegar ábendingar. Ég get verið þér sammála að mestu.  Kveðja.  

Þorkell Sigurjónsson, 2.4.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 250243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband