30.3.2008 | 16:59
GÖNGUM VIÐ EYJAMENN GÖTUNA TIL GÓÐS ?
Bæjaryfirvöld í Kópavogi gerðu átak í öryggis- og félagsmálum
eldri borgara.
Ég sem væntanlegur eldri borgari í Eyjum velti því fyrir mér
hvað bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa gert, eða fyrirhugi að gera?
Ritstjórinn á bakinu.
Hann greinir frá ýmsu sem gerist og því sem ekki gerist hér í
Vestmannaeyjum.
Núna á föstudaginn var ritstjórinn á bakinu að segja frá dapurlegri
reynslu sinni, að spila á handónýtum malarvelli í Löngulág.
Það minnir okkur á, að föstudaginn 28. september 2007
tók bloggari síðunnar fyrstu skóflustungu að fyrirhuguðu
knattspyrnuhúsi nákvæmlega fyrir sex mánuðum og tveimur dögum.
Það segir okkur, að þá var ekki talað undir rós því ráðgert var að byrja
á knattspyrnuhúsi fyrr en ekki seinna.
Bætt útivistasvæði við sundlaugina hefur reyndar árum saman verið
fyrirhuguð og núverandi bæjarstjórn gaf um það afgerandi loforð fyrir
kosningar, sem ekkert bólar á.
Og eins og allir sjá, þegar inn í elsta hluta íþróttamiðstöðvarinnar er
komið blasa við mikil verkefni til úrbóta.
Það má vera okkur til skammar, að á sínum tíma fengum við þetta sem
eitt af glæsilegri íþrótta mannvirkjum gefins kostaði okkur nánast ekkert,
en í dag skuli það vera komið í slíka niðurníðslu, sem allir sjá
nema þeir sem ferðinni ráða í þessu bæjarfélagi.
Eitt enn frá ritstjóranum á bakinu þar sem hann nefnir menningarhús.
Það minnir mig og aðra á, að við áttum hér á árunum menn í þessu
bæjarfélagi, sem létu verkin tala þrátt fyrir að stýra ekki bæjarfélaginu.
Þar á ég við Þorstein Þ Víglundsson.
Hann var frumkvöðull og aðal driffjöðrin við byggingu Safnahússins okkar
Gagnfræðaskólans og Sparisjóðsins.
Því segi ég það, að þeir sem virkilega stjórna Vestmannabæ í dag eru
greinilega, að hugsa um eitthvað allt annað en vinna vinnuna sína.
Maður hugsar til þess, þegar byrjun framkvæmda dragast og dragast eins
og nú árar í fjármálum þjóðarinnar
einmitt í dag hversu miklu dýrari þær verða þá og ef þær fara í gang?
Til viðbótar veltir bloggari fyrir sér hvað um peningana sem
fengust fyrir Hitaveituna.
Ég leyfi mér að segja sem íbúi hér í Vestmannaeyjum og kominn vel á
miðjan aldur hefi ég lagt til Hitaveitunnar í gegn um árin
þó nokkurn hlut. Það er því mín krafa til bæjarins, að Hitaveituféð
3.4 milljarðar verði ráðstafað að hluta fyrir bæjarfélagið okkar öllum
til heilla.
Bæjarstjórinn okkar hann Elliði sagði mér undir fjögur augu um daginn,
að ýmislegt væri í gangi hér í Eyjum þó ekki sæist það á byggingu
húsa og sjáanlegra framkvæmda utan dyra.
Þetta er rétt hjá bæjarstjóra, en þá veltir maður því fyrir sér hvort ekki dugi
fyrir bæinn að vera með á launum aðeins skrifsstofustjóra, sem
sæi um allt innan dyra, þegar allir hinir gera ekkert sjáalegt utandyra?
En að lokum ætla ég svo sannarlega að vona, að með hækkandi sól
fáum við Vestmannaeyingar tilefni til að brosa?
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 250244
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir flest að því sem þú segir Bb. Það sem mér finnst kannski dapurlegast er, að enginn þorir að tjá sig um málefni og þá sem öllu ráða hérna í Eyjum, þrátt fyrir að syndalisti þeirra stækkar dag frá degi. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 30.3.2008 kl. 22:54
Tala minna, framkvæma meira.
Þetta er það sem þarf að gerast í Vestmannaeyjum.
Kv.
Pétur Steingríms.
Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 00:35
Eða skammast meira , Kela sem bæjarstjóra þá myndu hlutirnir fara að gerast . kv .
Georg Eiður Arnarson, 31.3.2008 kl. 09:50
Rétt hjá þér Pétur.
Skammast minna, en taka fastar á. Gaman að sjá hvað ég og þú Goggi minn höfum gott álit hvor á öðrum.
Kveðja til ykkar.
Þorkell Sigurjónsson, 31.3.2008 kl. 16:50
Smá viðbót til gamans. Í stjörnuspá dagsins fyrir Sporðdrekann, ég er einn þeirra, segir:
Stjörnurnar hvetja þig til kurteisar uppreisnar.
Þú hefur það sem þarf til að gera breytingu.
Þorkell Sigurjónsson, 31.3.2008 kl. 17:14
Já það þarf víða að taka til hendinni, ég sendi ykkur Vestmanneyingum bestu kveðjur og góðar óskir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2008 kl. 22:52
Takk fyrir kveðjuna Keli! Ég var alveg viss um að farið yrði í framkvæmdir bæði við knattspyrnuhús og sundlaug af fullum krafti. Ég vonaðist eftir að útiaðstaðan við sundlaugina yrði tilbúin fyrir fjölskylduhelgina í maí og knattspyrnuhúsið fyrir veturinn.Er bara alveg hneyksluð á þessu framkvæmdaleysi. En það er gaman að vera í nágrenni við malarvöllinn þegar æfingarnar eru í gangi þar en maður vorkennir þeim sem eru að æfa og er hræddur um að einhver meiði sig alvarlega þar. Svo er gaman á þrettándanum en ekki þegar mölin fýkur hér á húsið og sandblæs glugga og hús við ættum sko að fá afslátt á fasteignagjöldunum útaf því. Hef nú oft verið að spá í að skila mölinni úr innkeyrslunni til bæjarstjóra en alltaf guggnað!!! Kveðja
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 1.4.2008 kl. 09:27
godar hugsanir til thin !!!
G Antonia, 1.4.2008 kl. 20:10
Gaman að sjá ykkur glæsilegu konur.
Ásthildur þakka þér fyrir góðar kveðjur og óskir til okkar Eyjamanna, sömuleiðis til þín og þinna.
Hallgerður þú ert orginal Eyjakona í mínum huga.
Hjördís, ef þú setur mölina á eitthvert farartæki, skal ég fúslega aka mölinni til hans Elliða. Ekkert mál.
Guðbjörg Antonía. Sömuleiðis frá mér.
Hvað er betra en eiga slíka vini, sem þið góðu konur eru. Kærar kveðjur til ykkar.
Þorkell Sigurjónsson, 1.4.2008 kl. 21:49
Keli,Hvernig gengur með knattspirnuhöllina?Óskabarnið þitt.kv
þorvaldur Hermannsson, 2.4.2008 kl. 01:57
Sæll og blessaður Þorsteinn minn. Þannig er nú komið, að þetta virðist orðið að steinbarni bygging knattspyrnuhúss, því miður. Þeir hafa gleymt því okkar ágæti meirihluti, að kosið verður eftir tvö ár til bæjarstjórnar og þá er ekki eins víst, að þeir fái meirihluta, þ.e.a.s. ef allt sæmilega hugsandi fólk verður ekki flúið úr bænum. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 2.4.2008 kl. 06:47
Baráttukveðjur til ykkar í Vestmannaeyjum.
María Anna P Kristjánsdóttir, 2.4.2008 kl. 09:01
Blessaður vertu það hlaupa allir til í næstu kosníngum og kjósa íhaldið,það er bara gömul reinsla.kv
þorvaldur Hermannsson, 2.4.2008 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.