ÞORLÁKSHÖFN Í FÝLU ?

photo_6379_20070301_jpg


Ég tek heils hugar undir kröfu íbúa í Þorlákshöfn.

Við hér í Eyjum höfum í gegn um árin mátt þola

bræðslulyktina frá fiskimjölverksmiðjunum tveimur,

sem starfræktar hafa verið hér í áratugi.

Nú fyrst er komin sæmileg skikkan á þau mál.

Í norðan áttum hér áður fyrr lagðist gúanó brækjan eins og teppi yfir

bæinn.

Húsmæður gátu ekki hengt út þvott og ekki var hægt að opna

glugga fyrir helv... fýlu.

Þannig að ég skil vel íbúana í Þorlákshöfn,

að vera óhressir með fýluna sem þeim er úthlutað

frá hausaverksmiðjunni.

Einhverjir koma til með að segja,

að þetta fylgi fiskveiðum og vinnslu.

Rétt er það, en vel er hægt eins og gert hefur verið hér í Eyjum,

að lágmarka mestu fýluna. Það eiga að vera mannréttindi.

Sendi íbúum í Þorlákshöfn baráttukveðjur.

 

 

 


mbl.is Afhentu undirskriftir gegn hausaverkun í Þorlákshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Keli, heyrðir þú í fréttum í kvöld hvað inngánga í esb myndi færa neitendum mikið.kv

þorvaldur Hermannsson, 10.4.2008 kl. 20:25

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skil fólk vel, man vel eftir bræðslulyktinni hér, og hausaverksmiðjan á Suðureyri er.... OJ

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2008 kl. 21:40

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þorkell, bræðslulykt af óskemmdu hráefni, eða þessi peningalykt sem margir þekkja, er alls ekkert í líkingu við þennan viðbjóð. Það kemur kannski gámur af óísuðum hausum úr Eyjum, sem Guð má vita hvað hefur tekið langan tíma að safna. Hann stendur svo á hlaðinu hjá þeim og lekur úr honum viðbjóðurinn frá föstudegi til mánudags og þá hefst ballið. Það er ekki hægt að lýsa þessari andskotans ýldupest og svo er eftir að þurrka herlegheitin og blása yfir okkur afrakstrinum, ótrúlegt gums.

http://hva.blog.is/blog/hva/entry/497270

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.4.2008 kl. 22:30

4 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Jeg man eftir gúanófílunni í Eyjumkv

þorvaldur Hermannsson, 10.4.2008 kl. 22:54

5 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Byrja á þér Þorsteinn minn. Já ég heyrði og ég hefi heyrt undanfarið af gulli og grænum skógum, ef við værum svo séð að ganga í ESB, fyrr en seinna.  Ef allt  er í stíl við ruglið í samgönguráðherra um eldsneytisverð, sem hann skrifaði um fyrir einu og hálfu ári síðan og því sem hann sagði í kvöld, þá er ekkert á Samfylkingarfólk að treysta. En eins og þú veist Þorsteinn eru þeir hjá Samfó helstu talmenn aðildar að ESB.

Þrátt fyrir að peningar séu góðir til síns brúks, þá er ekki ásættanlegt að íbúar heilu byggðarlagana þurfi, að sætta sig við slíka stöðu. Oftar en ekki eru fiskverkunar hús í nágrenninu, sem segir okkur enn frekar hversu fráleitar þessar grútarkompur eru.

Þorkell Sigurjónsson, 10.4.2008 kl. 23:57

6 Smámynd: G Antonia

Ég finn bara vorlykt þegar ég horfi á blómamyndina hjá þér Keli minn - 
bestu kveðjur "heim" og skilaðu líka kveðju til fyrrv samstarfsvina minna. Ætla nú að kíkja á Eyjuna fyrir sumarið og kem þá í heimsókn og pottaferð  

G Antonia, 11.4.2008 kl. 00:14

7 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Reinsla annara þjóða sínir það að hagur þeirra hefur vænkast mikið við inngaungu í ESB.það er það síðasta sem við þurfum eru þverhausar,sem hafa allt á hornum sér gagnvart inngaungu í ESB.kv

þorvaldur Hermannsson, 11.4.2008 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband