EKKERT MÁL FYRIR JÓN PÁL ?

img155
  A: Lóðsinn

C: nýr Herjólfur

Að bera saman ólíka hluti


Þetta er heiti á smá grein á eyjar.net og á að sýna okkur á myndrænan

hátt brotið (5m), sem lóðsinn fékk á sig á myndbandinu fræga

og svo sömu ölduhæð við nýjan Herjólf.

Ekki er annað að sjá af myndinni, en brotið sem sýnt er við hlið

Herjólfs sé bæði lítið og hættu laust.

Enda sjálfsagt gert í þeim tilgangi, að gera sem minnst úr

sögulegri sjóferð Lóðsins á sínum tíma, að brimgarðinum

við Bakkafjöru.

Ekki er annað að sjá,

en góðar undirtektir við undirskriftasöfnun gegn Bakkafjöru ævintýri

virðist eitthvað fara fyrir brjósti á einhverjum?


Það að reyna, að teikna sig út úr vandanum, sem ávallt verður

til staðar, ef af byggingu hafnar verður við Bakkafjöru,

minnir mig á,

þegar ég las söguna af honum Sölva Helgasyni,

þegar hann sagðist hafa reiknað tvíburana í vinnukonuna

og var annað barnið hvítt en hitt svart. 

 


 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Þorkell þessi undirskiftasöfnun gengur ótrúlega vel.   Eða ef til vill ekki svo ótrúlega vel, heldur skynsamlega vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Ég er að átt mig á því hvað eyjamenn áttu marga framsína menn hér áður fyrr,hef aðeins lesið mig til um það.Þess vegna er alveg ótrúlegt að lesa skrif  ímsra þverhausa eins og hjá þér Keli og fleirum um ESB.kv 

þorvaldur Hermannsson, 11.4.2008 kl. 22:54

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Þorkell, ekki nóg með það heldur fara þeir vitlaust með staðreyndir eins og að Kap II sé bara 40 metrar á lengd, hið rétta er að hún er rétt rúmir 50 metrar. Svo var ferðin farin til að skoða hvernig aðstæður eru þarna, og ekki vildu Sjálfsæðismenn fara með í þessa ferð, líklega svo sjóveikir eins og ungdómurinn í dag er. Kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 13.4.2008 kl. 00:21

4 identicon

Sæll Þorkell

Það eru ótrúlegt (og eiginlega bara fyndið) hvað margir brottfluttir Eyjamenn og annað fólk sem hefur ekki búið og býr ekki í Eyjum sem hefur áhyggjur af Bakkafjöru.

Ekki dytti mér til hugar sem Eyjamaður (og bý í Eyjum) að fara að skipta mér af því hvernig borgaryfirvöld í Reykjavík og eða bæjaryfirvöld á Ísafirði gerðu sína vegi. Aldrei færi ég að skrifa undir einhvern undirskriftarlista (mótmæli) sem væri í gangi á Ísafirði þar sem verið væri að mótmæla því hvort vegurinn til Bolungarvíkur ætti að vera svona eða svona. Í landinu er til fólk með mikla menntun og ekki má gleyma reynslu á hinum ýmsu sviðum og þ.á.m. hafnargerð sem ég treysti fyrir svona stóru og miklu verki.

Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 15:45

5 identicon

Sæll Keli

Mikið get ég tekið undir með Pétri varðandi undirskriftslistan ég bara hló þegar ég sá nafn systur minnar sem á heima á Ólafsfirði eðlilega er hún ekki glöð með það fólk sem er á móti Héðinsfjarðargöngum en varðandi þessi mótmæli þá koma þau allt of seint.Það er búið að ákveða og málið komið á framkvæmdarstig um þetta var kosið í síðustu bæjarstjórnarkosningum ég vildi 1.göng 2. bakkafjöru og síðast af öllu nýjan Herjólf og varðandi sjóveiki þá hefur enginn val um það hvort hann eða hún er sjóveik. Keli ég var á bryggjunni í Þórlákshöfn þegar börnin voru borin í land úr Herjólfi eftir fimleikamótið hér í Eyjum því miður held ég að þessi börn og önnur sem er svipað komið fyrir sjáist ekki mikið í Eyjum í framtíðinni.Bið að heilsa Betu sakna hennar hún skilur það

Kv Dollý

Sólveig Adólfsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband