12.4.2008 | 14:41
FRAMSÝNI SJÓMANNA Í VESTMANNAEYJUM.
12. apríl árið 1952
fórst M.b. Veiga VE 291 í róðri.
-Af átta manna áhöfn drukkna tveir,
en hinir bjargast í gúmmíbjörgunarbát.
Skipstjóri á bátnum var Elías Gunnlaugsson frá Gjábakka í
Vestmannaeyjum.
M.b. Veiga var einn af minni bátunum, sem stunduðu línu-og netaveiðar
frá Eyjum á þessum tíma.
Um borð í m.b. Veigu var all nýstárlegt björgunartæki,
gúmmíbjörgunarbátur, en hann hafði útgerðarmaður bátsins keypt
af Setuliðseignum seint á árinu 1950.
Var m.b. Veiga fyrsta íslenska skipið sem fékk slíkt björgunartæki um
borð, en skoðanir mann á því hvort slíkir bátar mættu að gagni koma
voru nokkuð skiptar.
Hafði Sighvatur Bjarnason skipstjóri,
fyrstur manna komið fram með hugmyndina um notkun
gúmmíbjörgunarbáta á fundi í skipstjórnar-og stýrimannafélaginu
Verðandi í Vestmannaeyjum sem haldinn var 9. janúar 1945.
Nokkru eftir að gúmmíbáturinn var fenginn í Veigu,
keypti Sighvatur einnig slíkan bát fyrir vélbát sinn
Erling II.
heimildir úr bók Guðlaugs Gíslasonar.
Þarna sýndu Eyja menn, sem oftar framsýni sína og djörfung
í björgunar málum sjómanna.
Þar sem í dag eru nákvæmlega 56 ár síðan þessi atburður átti sér
stað, vildi ég með þessari upprifjun minna á hugrakka menn.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibvfan
-
fosterinn
-
maggibraga
-
solir
-
georg
-
gretaro
-
sigthora
-
kjartanvido
-
eyglohardar
-
rustikus
-
svenko
-
eyjapeyji
-
kokkurinn
-
valdivest
-
disin
-
smarijokull
-
kristleifur
-
gudnihjoll
-
sjonsson
-
nautabaninn
-
prakkarinn
-
bergen
-
icekeiko
-
asthildurcesil
-
joiragnars
-
hallarut
-
annabjo
-
jensgud
-
jonaa
-
svarthamar
-
kaffi
-
stormsker
-
olinathorv
-
zunzilla
-
gbo
-
steinibriem
-
siggith
-
ea
-
svanurg
-
tannibowie
-
valdimarjohannesson
-
martasmarta
-
gullfoss
-
elnino
-
sunna2
-
thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er gott að minnast á þetta.Ég hef lesið mér soldið umm fyrri tíma í Eyjum,þar kemur fram hvað ótrúlega mörg heimili urðu fyrir migillri blóðtöku þegar Bátar voru að farast,kanski 3 á einum degi,þá urðu kanski tugi heimila firivinnu laus,og börn föður laus.En sem betur fer áttum við Eyjamenn framsína menn,Eyjamenn hafa alltaf haft forustu í björgunar málum.En að öðru,ég hvet alla bloggara að lesa viðtalið við Stefán Ólafsson hagfræðíng í 24 stundum í dag,þar kemur hann inná ingaungu í ESB,þar seijir hann að það taki ekki nema eitt til tvö ár að fá inngaungu,þeir sem haldi öðru fram séu urtölumenn sem máli skrattan á veggin.Ef við hefðum á sýnum tíma hugsað svona í björgunar málum þá hefðu littlar framfarir orðið,og hana nú,kv
þorvaldur Hermannsson, 12.4.2008 kl. 16:27
Heill og sæll Þorkell og þakka þér kjærlega fyrir þessi skrif um Veigu slysið sem var upphaf þeirrar gæfu að menn fóru alment að nota gúmmíbjörgunarbáta á okkar fiskiskip. Það gerði það að verkum að hundruð sjómanna hafa bjargast á þessum björgunarbúnaði. Ég var í fyrravetur að lesa um þá miklu baráttu sem það kostaði útgerðarmenn og sjómenn í Eyjum að fá þetta björgunartæki samþytt, það er ótrúleg lesning. Þorsteinn segir réttilega að við höfum átt framsýna menn sem höfðu forustu í öryggismálum sjómanna og er það mikið rétt. En baráttan fyrir bættu öryggi sjómanna er ekki lokið því eiga sjómenn og allir þeir sem áhuga haga á öryggismálum sjómanna að halda áframm að vera í forustu. Það er næg verk að vinna í þeim málum, það er mikill misskilningur að sú vinna hafi tekið enda frekar en öryggimál í umferðinni, þetta er endalaus barátta. Nú eru liðin 20 ár frá því að Björgvinnsbeltið var fyrst sett í framleiðslu, það hefur bjargað mörgum mönnum. Og það eru 27 ár síðan Sigmundsgálginn kom á markað og sá búnaður hefur bjargað tugum sjómanna. Sem sagt áfram Eyjamenn í forustu í Öryggismálum sjómanna.
Þorkell meira af þessu takk fyrir
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.4.2008 kl. 17:47
Það er rétt Sigmar menn verða að vera vakandi í þessum málum sem öðrum.kv
þorvaldur Hermannsson, 12.4.2008 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.