ERU ENDALOK RÍKISSTJÓRNAR GEIRS OG INGIBJARGAR INNAN SEILINGAR ?

458379


Forseti Alþingis Sturla Böðvarsson lýsti því yfir í dag í  húsi 

Jóns Sigurðssonar forseta,

að það væri ekki fýsilegur kostur fyrir Ísendinga,

að gerast aðilar að ESB (Evrópusambandinu).


Sturla benti réttilega á, að ekki væri vænlegt fyrir sjávarbyggðirnar

á Íslandi, að lúta yfirráðum embættismanna ESB.

Þrátt fyrir að í dag megi margt að sjávarútvegsstefnu okkar finna

 er staðreynd, að sjávarfang stendur ennþá undir stærstum

hluta þess,  sem við Íslendingar lifum á.


Í framhaldi af þessari skeleggu ræðu forseta Alþingis gegn aðild að

ESB, reyndar sagði Sturla fjölmargt fleira merkilegt gegn aðild,

þá veltir maður því fyrir sér hvort ekki sé kominn

skjálfti í þingmenn Samfylkingarinnar og ef til vill kosningaskjálfti.

Því það vita allir sem eitthvað fylgjast með, að engir eru eins harðir

aðildarsinnar að ESB en þingmenn Samfylkingarinnar.


%7Bee72cc6f-5dfc-45f2-89b0-2b70b828d8a4%7D_kossabandalagi%F0


Í dag hugsa menn sem svo hvort þessi fræga mynd

við upphafi ríkisstjórnarmyndunar Geirs og Ingibjargar á sínum tíma

muni innan skamms verða tákn um endalok sambands þeirra

og þá, 

 sem kveðjukoss ?

 


mbl.is Aðild að ESB ekki fýsilegur kostur segir forseti Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll og blessaður mér svo kæri félagi.Gleðilegt sumar og þaka þér fyrir veturinn.Ég var að horfa á sjónvarpsútsendingu frá þessum atburði.Ég sá ekki betur en einn af stórsvindlurunum úr olíusamráðinu sæti á þessari þarna í þessari samkundu.Hver skildi hafa borgað farið fyrir hann?Ég bara spyr.Ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 24.4.2008 kl. 21:25

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Held þetta sé óskhyggja hjá þér, en ég gæti reyndar alveg hugsað mér að stjórnarsamstarfið spryngi, þori bara ekki að vona það. Ég er sammála ykkur Sturlu varðandi Evrópusambandsmálin og finnst með ólíkindum að verið er að nýta sér erfiðleika sem ná til margra landa til að reyna að hræða okkur inn í sambandið. En vittu til, Samfylkingarfólkið mun fljótlega reyna að snúa því upp á Jón Sigurðsson að hann hafi verið ,,alþjóðasinni" og aðild að Evrópusambandinu sé alveg í hans anda (þeir hafa reynt þetta áður). - En alla vega, gleðilegt sumar!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.4.2008 kl. 22:34

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Þakka ykkur bloggvinum mínum innlitið og sömuleiðis gleðilegt sumar.  Kveðja

Þorkell Sigurjónsson, 24.4.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæll félagi.Ég held að þessi stjórn sé ekki í fallhættu,ef einhver vonar það þá hann segir hvaða kostur í þá er.Framsókn bíður á línuni og er það nóg núna en ekki áður.Ég sé það ekki fyrir mér að nöldrararnir tveir Guðjón og Steingrímur komi sér saman í ríkistjórn með Guðna eða Ingibjörgu það væri tómt vesen.Þetta er eina munstrið sem getur unnið saman í dag.

Guðjón H Finnbogason, 25.4.2008 kl. 08:49

5 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Jæja Guðjón þú ert ekki trúaður á breytt stjórnarmynstur. Þú gleymir því alveg, að fjölmargir innan Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir því, að mynda stjórn með VG.  sérstaklega vegna ESB. 

Þorkell Sigurjónsson, 25.4.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband