SOFNUM EKKI Á VERÐINUM.

 

1. Maí.


43b67e003cb10bb60ddd7962d803a676-large


Vestmannaeyingar helga öldruðum daginn.

Í því tilefni koma hér brot úr ávarpi Ögmundar Jónassonar til

Eyjamanna og annarra landsmanna.


Viljum við hefja vegferð inn í þennan heim?

Hinu snauða Íslandi óx ekki í augum að byggja upp öfluga

heilbrigðisþjónustu, skóla, efla samgöngur- í nafni heildarinnar.

Kann að vera að fyrr á tíð hafi samfélagið hugsað stærra en

það gerir nú?

Þegar við heyrum Heilsuverndarstöðina ehf. auglýsa 20% afslátt

á geðheilbrigðisþjónustu fyrir gullkorthafa Kaupþings og þegar

við heyrum þeirri hugmynd hreyft að gera Landspítalann að

hlutafélagi og þegar byrjað er að bjóða út heilar deildir á

sjúkrahúsunum okkar, þá hljótum við að staldra við og spyrja ýmissa

grundvallarspurninga...

Sagan kennir okkur að við fáum ekkert, alls ekkert og aldrei neitt,

nema með eindrægni og ákveðni og til þess þurfum við að þekkja

hugsjónir okkar.

Annars vöknum við upp við það einn góðan veðurdag,

að sjóðirnir, sem við höfum byggt upp eru horfnir,

velferðin er aðallega fyrir hina efnuðu,

heilsugæslan fyrir hina efnuðu,

heilsugæslan fyrir þá sem hafa efni á henni og skattarnir fyrir þá

lægst launuðu að borga....


Á þessum verkalýðsdegi í Vestmannaeyjum helguðum öldruðum,

þá skulum við taka okkur til fyrirmyndar allt það sem þær kynslóðir,

sem á undan fóru byggðu upp,

samfélaginu öllu til heilla.

Við skulum hugsa stórt.

Til hamingju með daginn.


mbl.is BSRB: Vandinn heimatilbúinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vel mælt Þorkell minn, svo sannarlega þurfum við að vera á verði, forðast smeðjutungur, sem tala klofnar og reyna að plata okkur á allan hátt.  Og muna að atkvæðið okkar skiptir máli ef við viljum.  En þá þarf það að vera byggt á þekkingu og vel athugðu máli, en ekki bara af því bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.5.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband