VANÞAKKLÆTI HEIMSINS.

 


KELI & Kolur.


Þegar ég var drengur í sveit þótti mér fjarskalega vænt um öll dýr,

sem á bænum voru og sérstaklega um hundinn.

Þessi ágæta mynd er tekin í Mýrdalnum árið 1950.

Ég og Kolur, en það hét hundurinn vorum miklir vinir og lékum okkur

mikið saman.

Þessi ágæti hundur var líka prýðilegur fjárhundur eins og sagt var í

sveitinni, en með aldrinum fitnaði hann mjög, en átti samt góðu

atlæti að fagna hjá húsbændum sínum.


Seinna meir á ævinni þurfti ég að yfirgefa heimabyggð mína ásamt

fjölskyldu árið 1973 og lá þá leið okkar í Fljótshlíðina.

Þar eignuðumst við hund, sem auðvitað var miðpunktur

heimilislífsins.


img161


Börnunum mínum Sigríði og Sigurjóni þótti fjarskalega vænt um hann

Pusa, en það hét hundurinn okkar.

Sjálfur fór ég með hundinn í eitt úthald til Eyja, þegar ég vann við

vikurhreinsunina eftir goslok.

Oft var einmanalegt á vöktunum á þessum tíma og því góður

 félagsskapur, að hafa hann Pusa sér við hlið.


Það, að mér hefur orðið svo tíðrætt um besta vin mannsins

var kannski það, að ég hefi verið að lesa enn og aftur

bókina "Steinarnir tala" eftir meistara Þórberg.img146


Í bókinni þeirri arna segir Þórbergur smá sögu af hundi

og hljómar hún þannig:


Á mínum fyrstu æviárum var svartur hundur á Hala.

Ekki man ég hvað hann hét, en hann var góður hundur.


Hann var hengdur vegna elli.

Ég grét.

Það var flegið af honum skinnið og líkinu af honum kastað undir

lítið rof vestan við túnið.

Þaðan blasti það við heiman frá bænum og varð að lokum

skinin bein.

Ég horfði á það árum saman af stéttinni.


Það leiddi mig til þankabrota um

dauðann og vanþakklæti heimsins.

 

Þórbergur segir stuttu seinna í frásögn sinni,

að það hafi verið honum stundum til óþæginda, hvað sumt fólk og

meira að segja gott fólk var ónærfærið um sálarlíf

dýranna.

En þar var ekki við betra að búast.

Fáfræði vísindanna og trúarbragðanna hafði innrætt

því þann glæp,

að þetta væru skynlausar skepnur.


 

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæll minn kæri bloggvinur.Ég var í sveit undir austur-fjöllunum í 11 sumur og undi hag mínum alveg sæmilega hef alltaf haft gaman af dýrum og þegar ég fór að búa þá kom köttur á heimilið og ennþá er köttur á heimilinu konan mín er katta kona og hefur skemmtun af kisu þegar ég er á sjó.

Guðjón H Finnbogason, 7.5.2008 kl. 18:02

2 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Allir sem eiga og elska dýr vita að dýrin eru ekki skynlaus! Hér búa  með okkur tíkin Ylfa fressið Tumi innifiskurinn Kambur og fiskarnir í tjörninni úti sem við köllum Tjarnarkvartettinn! Þau gera lífið okkar skemmtilegra á því er engin vafi! Kær kveðja

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 7.5.2008 kl. 18:33

3 Smámynd: halkatla

rosalega skil ég þessa færslu - dýrin eru svo mikil blessun og ég á mjög erfitt með að heyra um allt neikvætt gegn þeim, þessi litla saga Þorbergs hryggir mig svo.

Fáfræði vísindanna og trúarbragðanna hafði innrætt

því þann glæp,

að þetta væru skynlausar skepnur.

það er glæpur að halda að dýrin séu ekki greind og það er heimska að halda að þau gefi manni ekkert.

halkatla, 7.5.2008 kl. 20:46

4 Smámynd: halkatla

p.s myndirnar eru rosalega flottar.

halkatla, 7.5.2008 kl. 20:47

5 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Gaman að sjá ykkur öll og þakka innlitið. Kærar kveðjur.

Þorkell Sigurjónsson, 7.5.2008 kl. 22:56

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Einu skynlausu skepnurnar sem ég hef hitt, ganga á tveim fótum.

Haraldur Davíðsson, 8.5.2008 kl. 03:15

7 Smámynd: G Antonia

skemmtilegt blogg um besta vin mannsins og ekki skemma myndirnar  ... Ég hafði bara engan áhuga á að kynnast dýrum (enda illilega hrædd við dýr alla ævi) en varð svo heppin fyrir 1 og hálfu ári síðan að elsti sonur minn ákvað að eignast hund og Guð minn góður hvað það hefur þroskað mig mikið og gefið mér innihaldsríkara líf. Dimitar (af husky kyni) en það heitir hann, er ömmu-skottið mitt sem ég dýrka og elska og greindari "skepna" er ekki til, bestur og sætastur ... finnst ekki öllum það um sitt  ... Eins og ég segi, mikið lán að ég skildi fá að kynnast þessari væntumþykju og er þakklát fyrir það ..
Hér er sól og sumar í Kefló í dag, þrátt fyrir herþotur og Franska hermenn  ...
sumarkveðja til þín og þinna Keli minn**

G Antonia, 8.5.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 250249

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband