12.9.2008 | 00:14
JA, NÚ ÞYKIR MÉR TÍRA Á TÍKARSKOTTINU.
Ýmislegt hefur herra fjármálaráðherrann boðið landslýð,
síðan hann fór fram í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi.
En þetta tekur út yfir allan þjófabálk,
að stefna fólkinu sem ráðherrann á að semja við.
Önnur eins framkoma ráðherrans Árna Matt verður að teljast
siðlaus og ekkert annað en hroki á hæsta stigi.
Mér verður hugsað til þess æruverðuga Sjálfstæðisfólks,
sem í síðustu kosningum kaus hér á Suðurlandi Sjálfstæðisflokkinn
þar sem Árni Matt er í fyrsta sæti hans.
Og eitt til viðbótar.
Ég get ekki séð annað, en samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins,
Samfylkingin beri hér einnig ábyrgð hvernig komið er
allavega heyrist ekki stuna né hósti úr herbúðum
Jafnaðarmanna um þetta mál.
Fólk er hér á bloggsíðum sínum með hástemmdar yfirlýsingar
á athæfi fjármálaráðherrans og ekki að ósekju.
Þess vegna velti ég því fyrir mér hvort þessi vandlæting á gjörðum
Íhalds og Krata núna,
muni endast fram yfir næstu kosningar?
Ljósmæður: Uppsagnir löglegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 250244
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi á einhvern hátt.
Jón Valur Jensson, 12.9.2008 kl. 00:22
Sæll Þorkell, þetta er mikið rétt hjá þér, verst er að jafnaðarmenn láta draga sig út í svona bull. Kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 12.9.2008 kl. 00:23
ég segi alltaf no comment við svona bloggi ... bara er ekki fyrir mig! En samt vil ég koma inn og commenta fallegum hugsunum og hlýrri kveðju til þín og knús í þitt hús ***
G Antonia, 12.9.2008 kl. 02:53
Minnstu ekki á þetta ógrátandi.
Góðu fréttirnar eru að ÍBV er að koma upp um deild með stæl. Eg á von á að ÍBV komist endanlega upp um deild í dag með sigri á Leiftri. Sennilega vinnur Stjarnan KA og heldur spennunni um annað sætið. Við sjáum til.
Sigurður Þórðarson, 12.9.2008 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.