24.9.2008 | 00:48
ÞAÐ ER HÁLFGERÐUR HUNDUR Í MÉR.
Frásögnin sem hér fer í loftið er um reynslu mína af því,
þegar ég um síðustu helgi reyndi að taka að mér tveggja ára
Labrador Retriever hund.
Þætti mér ekki lakara ef einhver lumaði á reynslu líkri þeirri,
sem ég upplifði við tilraun mína að eignast hund sem félaga.
Sonur minn sem býr í Reykjavík auglýsti eftir hundi, sem væri eins til
tveggja ára. Ekki stóð á viðbrögðum við auglýsingunni og varð tveggja
ára Labrador Retriever fyrir valinu og kom hann frá Austurlandi.
Eigandinn lét svæfa hann og sendi svo með flugvél frá Egilsstöðum.
Hingað kom svo seppi með Herjólfi ásamt syni mínum á föstudagskvöldi.
Reyndar heitir hundurinn Skuggi og er hann alsvartur og mjög svo
vígalegur á velli.
Nú, svo kom að þeirri stundu, þarna á föstudagskvöldinu, að við Skuggi
mættumst og var ég nokkuð spenntur að hitta minn tilvonandi
félaga.
En mér brá mjög illilega þegar fundum okkar Skugga bar saman,
því hundurinn byrjaði strax að gelta ógurlega og urra, þegar ég reyndi,
að nálgast hann.
Slíkri framkomu af hálfu dýrs og allra síst frá hundi átti ég von.
Hefi alltaf verið mikill dýravinur og átt fjölmargar tegundir dýra og m.a.
hund þannig að framkoma hans Skugga olli mér vonbrigðum.
Leið svo kvöldið og ávallt gerði Skuggi sig líklegan til að rjúka í mig,
þegar ég reyndi að nálgast hann.
Daginn eftir fór ég í göngu og tók hundinn með og hafði á honum ól.
Skugga virtist vel líka, að ég væri með hann í bandi og við
gengum um sem bestu félagar. Meira að segja fékk að klappa honum
án þess, að hann sýndi mér tennurnar, eða á nokkurn hátt annan
einhvern fjandskap.
Strax og heim var komið var framkoma Skugga við sama
heygarðshornið gagnvart mér, eða fjandsamleg.
Eitt skiptið glefsaði hann í hönd mín þannig að úr blæddi.
Allir þeir, sem hann umgekkst hér á heimili mínu svo og aðra,
sem við hittum á göngu okkar var hann vinalegur og eðlilegur við.
Þannig gekk þetta fyrir sig alla helgina og í framhaldinu ákváðum
við sonur minn og ég, að hann tæki tilvonandi fósturdýr mitt með sér
til Reykjavíkur og í frahaldinu
senda hann í sína heimahaga.
Auðvitað var ég sár og hugsaði sem svo, að líklega væri sál mín
og ára svona kolsvört, að hund greyið gat ekki hugsað sér samneytið
við mig.
En þannig fór um sjóferð þá og er ég ennþá einn á báti og án
nokkurs félagsskapar, sem hundurinn Skuggi átti þó að verða mér.
Satt að segja er ég samt guðs feginn að sambúð okkar Skugga tókst
ekki, því þegar ég fór í það eftir helgina að skúra og ryksuga íbúðina,
þá sá ég, að Guð og lukkan höfðu haft þarna hönd í bagga, þar sem
mikið var af hundshári um allt, sem mér fannst hið versta mál.
Kannski var andi konu minnar hér á sveimi, en
henni líkaði aldrei við hunda og var mjög hrædd við þá.
En spurningin er hvort einhver sem les þetta hafi slíka
reynslu að segja frá, þar sem hundur er
aðalleikarinn?
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 250244
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll félagi.Ég hef umgengið GoldenRetriever hund og þeir eru eins og hugur manns.
Guðjón H Finnbogason, 24.9.2008 kl. 14:55
Blessaður Keli
Ekki gefast upp kannski fá sér yngri hund og ala hann eða hana upp sjálfur.Sjálf veit ég að tryggari félaga eignast maður ekki.Átti hunda í 30.ár fyrst íslenskan svo hana Hebu GoldenRetriever sem varð bráðkvðdd í Desember 2003. Sakna hennar hvern dag
Gangi þér allt í haginn
Kv. Dollý
Sólveig Adólfsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 23:01
Ég ráðlegg þér að fá þér annað hvort hvolp sem þú getur alið upp sjálfur, eða þá kettling. Kettir eru yndisleg gæludýr og alveg eins tryggir og mannelskir og hundar. Hundar þurfa líka að fara í hundaskóla ef þeir eiga að læra almennilega hundasiði.
Kisur eru með alla almennilega kisusiði meðfædda. Ég hef átt þrjá hunda og óteljandi ketti og ég tek kettina framyfir.
Tító, balinese kisinn minn liggur nú í fanginu á mér meðan ég er að blogga og hann sofnar oftast í fanginu á mér uppi í rúmi, eltir mig þegar ég fer inn á klósett, vill láta halda á sér eins og barni, grætur þegar ég er að búa mig til að fara út og fagnar mér þegar ég kem heim. En þeim fylgja kattarhár auðvitað.
Svava frá Strandbergi , 24.9.2008 kl. 23:24
Líði þér ætíð sem best Keli minn.
Svava frá Strandbergi , 26.9.2008 kl. 17:56
Bróðir minn eignaðist hvolp fyrir ári. Ég man ekki tegundina en hann hafði endalaust úthald og þurfti töluverða athygli. Það var eins og hann væri ofvirkur.
Ég ætlaði mér aldrei að vera neitt mikið í kringum hann en það fór nú þannig að ég fór með hann út að ganga hvern einasta dag, nánast.
Það er þægilegt að vera með svona dýr í dreifbýli og engin ól þörf enda gengum nær eingöngu um mosa og engi.
Tíminn leið og hann fór aldrei frá mér meir en 20 metra, tryggðin var slík en eftir tæpt ár lét bróðir minn hann fara á annað heimili þar sem vant hundafólk tók hann að sér.
Hvolpurinn átti það til að urra á fólk og því datt mér hann í hug þegar þú sagðir frá Skugga en ég hef samt enginn ráð
Mér hefur orðið hugsi eftir að hann fékk nýtt heimili. Ég reikna með að hann hafi verið ódæll fyrstu dagana en við bræðurnir heyrðum aldrei frá þeim, er tóku hann að sér. Það var og er enn óþægilegt.
Það er e.t.v. bið á rétta félaganum og vona ég að hann komi fljótlega til sögu. B.t.w. Kötturinn Róbert biður að heilsa.
Hilmir Arnarson, 27.9.2008 kl. 19:14
Ég átti einhverntíma hér um árið, að mig mynnir 16 hamstra, en það er ekkert í samanburði við stórann hund. Ég hef líka verið með bara einn geðveikann hamstur sem ver kelling hundleiðinleg og frek. mér lánaðist að eignast mús, og bauð hamstrinum nýjan félaga. það var alveg brjálæðislegt að fylgjast með þeirri sambúð, þau tvö lifðu í svona fjögra lítra krukku tvískíptri en engar hurðar. ekki man ég hvernig þetta endaði en aldrei sá ég þó blóð né mínútu bardaga. Það er þó auðveldara að hrista af sér geðveikan hamstur en að slíta hönd út úr hundskjafti.
Högni Hilmisson, 27.9.2008 kl. 22:40
Nú er ég orðinn svo hundleiður á sjálfum mér, að ég ætla að taka mér frí frá blogginu. Þakka innlitið og kær kveðja til allra.
Þorkell Sigurjónsson, 3.10.2008 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.