FLASKAN ER MITT FANGELSI.

 

c_documents_and_settings_jon_steinar_desktop_saa_klu_ur_alkinn_579607 

Nú mun ég hverfa um stundarsakir úr bloggheimum.

Ástæða þess er, að ég fer á sunnudaginn inn á sjúkrahúsið Vog

og í framhaldinu í áframhaldandi áfengismeðferð.


Ekki ætla ég mér þá dul, að fara að afsaka mig hérna,

en óhjákvæmilega hefur árið verið mér erfitt.

Staðreyndin er jú sú, að ég hefi frá fjórtán ára aldri

verið haldinn þeim sjúkdóm, sem nefndur er af læknavísundunum,

alkahólismi.

Þróun hans hefur með tímanum farið út í það, að ég hefi ekki

ráðið við eitt né neitt eftir að ég hefi tekið fyrsta sopann.


Lengi vel áleit ég það hreinan og beinan aumingjaskap,

að geta ekki drukkið áfengi án þess að að túrarni yrðu lengri og lengri.

 Og þrátt fyrir að ég álíti mig nokkuð viljafastann mann,

þá hefur það heldur ekki dugað til.

Ég veit það, að það er hægt að fara langt á viljanum,

og eins og fræðin segja,

"að fara þetta á hnefanum, en með tímanum gerist eitthvað og maður

 telur sér

trú um, að nú geti maður stjórnað sinni drykkju.

En ávallt rekur maður sig á,

Bakkus tekur alla stjórn og ég drekk þannig að ég man aldrei

neitt, eða mjög lítið þann tíma sem drykkja stendur yfir.

Og auðvitað verður drykkjan engin skemmtun þar sem óminni,

eða "blackout" er á meðan að drykkjan stendur yfir.


Það væri lengi hægt að ræða þessi mál, eða vandamál mætti frekar

segja.

Til ungmenna beini ég einni setningu og hún er,

takið aldrei fyrsta vínsopann.

Í lokin sendi ég öllum mínar bestu kveðjur

og vonandi sjáumst við og heyrumst eftir tvo mánuði.

 

Þorkell Sigurjónsson.

 

PS: Mér láðist að nefna það,

að fyrir tíu árum fór ég á Vog og í framhaldinu upp á Vík.

Það hélt í tvö ár, en því miður hefi ég orðið að njóta aðstoðar í þrú skipti

síðan á sjúkrahúsinu Vogi.

Þ. Sig.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; gamli góði spjallvinur !

Megi þér vel farnast; í þessum ágætu markmiðum þínum, Þorkell minn, og sértu velkominn, á ný, í vetur, til spjallheima skrafs.

Með kærum kveðjum; sem von um góða endurfundi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 17:29

2 identicon

Frábært hjá þér, til hamingju með að taka þessa ákvörðun megi hún vera gæfuspor í þínu lífi. Ég hef þurft á Vogi að halda nokkrum sinnum og gekk mér ákaflega illa að ná varanlegum árángri ég fór alltaf aftur í flöskuna en svo þegar ég fór síðast í meðferð gafst ég hreinlega upp fyrir sjálfri mér og viðurkenndi að ég vissi ekkert hvernig ég ætti að fara að þessu, ég fór beint út í AA eftir meðferð og fékk mér þar sponsor og byrjaði að vinna 12 sporin upp úr AA bókinni með aðstoð sponsorsinn, Veistu ég get ekki lýst því hvað þetta er ólíkt að vera edrú bara á fundum eða edrú og vinna prógrammið, í dag er ég hamingjusöm, glöð og frjáls og hef verið í nokkur ár og fyrir það þakka ég mínum æðra mætti og AA leiðinni því hún opnaði augu mín kenndi mér að ég gæti átt gott líf án áfengis.

AA félagi (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 17:30

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Heill og sæll Þorkell Sigurjónsson.  Velkominn í hóp okkar foréttindaklíkunnar sem hefur fengið að upplifa niðurlægjandi drykkjuskap árum saman og horfa uppá eilíft svartnætti, nema tekið sé á málunum.  Fá að læra að losna við hrokann og fordómana hjá manni sjálfum, nokkuð sem fylgir fráhvörfunum og timburmönnunum.  Þegar maður tekur þá ákvörðun að hætta að drekka og ganga í gegnum edrúmennsku með aðstoð AA samtakanna, þá snýst dæmið all svakalega við og framtíðin verður aðeins björt.  Hugsaðu þér alla þá málsmetandi Íslendinga sem hafa hafið sig til flugs í íslenskum þjóðmálum, peningamálum, félagsmálum, stjórnmálum, atvinnumálum o. s frv., o.s.frv.  Þetta verður mjög einfalt: Mæta á AA fundi reglulega og drekka ekki á milli funda.  Ef það er erfitt, þá þarf að hafa styttra á milli fundanna.  T.d., þá fór ég daglega á AA fundi til að byrja með til að gera mér þetta auðveldara.  (Stundum skaust ég á hádegisfundi við Tjarnargötuna og hafði með mér samloku til að maula á meðan).  Svo er eitt, það er oft hin ágætasta skemmtun og fræðsla sem fæst á AA fundunum.  Síðast en ekki síst, maður kynnist svo rosalega mörgum með sama verkefni (hér heitir það verkefni, ekki "vandamál") að vera edrú og njóta lífsins í leiðinni.  Þá fyrst fer framinn að segja til sín.  Félagsskapurinn sem maður kemst í er ómetanlegur.

Ein góð fyrrverandi fyllibytta sam hafði verið edrú yfir 10 ár sagði við mig fyrst þegar ég tók þá ákvörðun að hætta að drekka: "Bjössi minn!  Nú er allt búið hjá þér!  Nú er ekkert eftir hjá þér!  Nú átt þú ekkert eftir nema bjarta framtíð, og hana nú, farðu og gakktu inn í hana!"  "Framtíðin eftir byrjun edrúmennsku er ekkert annað en hvítt ómálað blað.  Þú átt litaboxið til að lita framtíðina.  Þú einn ræður hvort þú notir fallegu og ljósu litina, eða bara þá dökku, ljótu og þá niðurdrepandi.  Notaðu bara fallegu, hlýju og björtu litina til að mála framtíðina, og gakktu svo inn í framtíðina!!" 

Til hamingju með þessa stórkostlegu ákvörðun, ég vonast til að hitta þig seinna á mörgum AA fundum hér og þar í borginni og um landið.  Það er nefnilega rosalega gott að vera edrú, það getur bara tekið nokkurn tíma að vejast því, en það gerir maður með því að stunda AA fundina, og láta sér ekki leiðast.

Gangi þér vel inn í þína fallegu og björtu framtíð!  Nú er engu að kvíða!

Munið frjálsu bloggsíðuna;  http://blekpennar.com    Kær kveðja, Björn bóndiïJð        

Sigurbjörn Friðriksson, 3.10.2008 kl. 17:45

4 Smámynd: G Antonia

Gangi þér vel Keli minn, þú kemst yfir þetta og sannarlega vona ég að framtíð þín megi verða björt og góð.... Hlakka til að lesa bloggin þín þegar þetta er yfirstaðið og þú komin heill heim á ný.

Sendi þér kærleiks-strauma og bið fyrir þér

batakveðjur til þín og knús á kinn **

G Antonia, 3.10.2008 kl. 19:50

5 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Gangi þér vel Þorkell minn. Stundum verður maður að játa sig sigraðan og þá er gott að fá hjálp sérfróðra manna og æðri máttar. Guð gefi þér góðan bata og styrk til að halda áfram veginn. Með kærleikskveðju úr Þorlákshöfn.

Sigurlaug B. Gröndal, 3.10.2008 kl. 20:22

6 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Þakka ykkur öllum góðar óskir og frábæra hvatningu til mín. Ég er hreykinn af, að eiga slíka að sem þið eruð, sem hafið litið inn á bloggið. Reikna fastlega með að þetta verði síðustu bloggorðin í bil.  En ég kem aftur sanniði til og þá verður gaman,  en fyrst ætla ég að vinn með oddi og egg að því að ná bata. Innilegar kveðjur til ykkar sem hafið tjáð ykkur hingað til og þeirra, sem ábyggilega líta inn næstu daga.  Kveðja, Þorkell Sigurjónsson fæddur í Ártúni Vesturveg 20 Vestmannaeyjum (s.s Eyja og Lautarpeyi).  Ps: Þar sem ég á afmæli þann 28. október n.k. og næ þá þeim merkilega áfanga að verða 66 ára, en  þá ætla ég að hugsa hlýjar og góðar hugsanir til allra bloggvina minna og auðvitað allra hinna líka.  Þ.Sig.

Þorkell Sigurjónsson, 3.10.2008 kl. 23:42

7 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Þorkell, þetta eru í senn bæði sorgafrétti og gleðifrétti sem þú færir okkur hér, og er gaman að lesa bloggið þitt og athugasemd, best finnst mér hvað þú ert jákvæður í hugsun, og hef ég þá trú að þú mun ná árangri í þessu verkefni, gangi þér allt í haginn Þorkell og eigðu bjarta framtíð. Vonandi sjáumst við hressir eftir tvo mánuði, kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 4.10.2008 kl. 00:34

8 Smámynd: Hilmir Arnarson

Til hamingju Þorkell og gangi þér sem allra best.

Hilmir Arnarson, 4.10.2008 kl. 00:55

9 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Til hamingju félagi og gangi þér vel.Mundu verði þinn vilji.

Guðjón H Finnbogason, 4.10.2008 kl. 18:02

10 identicon

Gangi þér vel.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 18:04

11 identicon

Gangi þer allt í haginn

Kv.Dollý

Sólveig Adæilfsdæottir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 22:32

12 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Gangi þér allt í haginn! kær kveðja.

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 5.10.2008 kl. 10:26

13 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Gangi þér vel kæri frændi.

Svava

Svava frá Strandbergi , 7.10.2008 kl. 00:47

14 Smámynd: Ransu

Gangi þér vel.

Ransu, 7.10.2008 kl. 11:10

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með þessa ákvörðun, og gangi þér vel Keli minn. Þetta er nefnilega mesta sigurmerkið að viðurkenna og gera eitthvað í málinu.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2008 kl. 13:00

16 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gangi þér vel og góðan bata!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.10.2008 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband