19.12.2008 | 17:24
NAGLAR HINS DAGLEGA LÍFS.
Legið á nagla eftir Óttar Guðmundsson læknir.
Margir eru þeir sem liggja á nagla allt sitt líf.
Þeir horfa um öxl og harma ótal ákvarðanir sem einu sinni voru teknar.
Margir sjá eftir þeim lífsförunaut sem aldrei varð, eða bölsótast
yfir þeim leiðum sem ekki voru farnar.
Bara ef ég hefði valið mér aðra vinnu,
annan maka,
önnur og betri börn,
aðra menntun,
annað húsnæði,
annan bíl eða aðra lífsstefnu í upphafi!
Þara ef ég hefði aldrei fæðst/veikst/flutt/trúlofast eða eignast barn!..
Bara ef allt hefði farið á annan veg... -þá væri allt betra núna.
En er þetta rétt?
Svona hugsanir geta orðið að nöglum sem standa í gegn um merg og
bein sálarinnar.
Menn liggja á þessum ófögnuði og láta naglana eyðileggja fyrir sér
lífsnautn og gleði.
Þeir gleyma að lifa vegna þess að þeir festast í eigin fortíð.
Löngu liðnir atburðir fá nýtt líf og mikilvægi.
Þeir verða að endurfæddum risaeðlum í sálarlífinu.
Þær lifa á óánægju, öfund og dafna og vaxa eins og púki á fjósbita
eftir því sem fortíðarhyggjan verður þrálátari.
Sumir lifa langa ævi á þessum nöglum fortíðarinnar og geta aldrei
litið glaðan dag vegna sársauka og vanlíðanar sem rænir þá lit daganna
og ljósi sólarinnar.
Harmur og eftirsjá verða óaðskiljanlegir hlutar daglegs lífs.
Þeir sem liggja á nöglum harmsins fá athygli, umönnun, samúð og
velvilja.
Auk þess losna þeir við þá ábyrgð sem fylgir daglegu lífi.
Þeir takast aldrei á við vandamál dagsins vegna þess að þeir eru
önnum kafnir við að fóðra risaeðlur gærdagsins.
Eftir því sem risaeðlurnar stækka gefst æ minna ráðrúm til að hugsa
öðruvísi, axla ábyrgð, sinna daglegum störfum eða lifa lífinu.
Menn liggja á naglanum sínum,
aka sér á honum og njóta þeirrar fróunar sem vel fastur og hvass
fortíðarnagli hefur á sálartötrið.
Það eina sem hægt er að taka til bragðs er að standa upp af
naglanum, ýta honum til hliðar og hætta að gefa dinosaurus
gærdagsins að éta.
Fortíðinni verður ekki breytt og enginn getur nokkru sinni tekið
aftur þær ákvarðanir sem eitt sinn hafa verið teknar.
Þær urðu til vegna forsendna sem þá voru í gildi en hafa breyst með
tímanum.
Það er tilgangslaust að ferðast fram og aftur um eigin ævi með
forsendur líðandi stundar í farangrinum og endurmeta allar gamlar
ákvarðanir í ljósi þeirra.
Það er hollara að hætta að veltast á naglanum en koma sér inn í
núið og fara að lifa í því og njóta þess sem hver og einn dagur ber
í skauti sér.
Lífið er allt of dýrmætt til að eyða því liggjandi á nagla.
Betra er að standa upp og sætta sig við þá hluti sem enginn fær
breytt og takast ótrauður á við vandamál
líðandi stundar.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 250244
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll sveitungi. Trúlega á þetta við okkur flest? Hef spáð í það ekki síst undanfarið hvað við erum í raun skammt komin. Þyggjum svona gullkorn fyrir aðra. Sem eru ögn skemmra komnir í þroska. Að okkar mati...Mörg okkar læra ekki af reynslunni og fylli ég þann hóp. Get þó verið nokkuð ráðgefandi -fyrir aðra-Ætlar maður aldrei að þroskast? Bið að heilsa klettinum fagra sem er HEIMA,eða Heimakletti.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 17:35
JÁ mín kæra, Heimaklettur stendur hér og horfir yfir Vestmannaeyjabæ. Hann er tignarlegur og æðrulaus og ekkert raskar hans ró. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 19.12.2008 kl. 17:57
Þetta var vel mælt. Ég held að margir séu fastir í eigin fortíð. Ef ég hefði.........ef ég hefði ekki ...........o.s.frv. Manneskjan lærir ekki og þroskast ekki ef hún er föst í eigin fortíð. Það sem við upplifðum og gerðum hér áður er þroskaferill sem við förum og lærum af á lífsleiðinni. "Einmitt af því ég tók þessa beygju en ekki hina...........þá veit ég meira........skil meira! Það er heila málið. Lífið er lærdómur, skóli sem við göngum alla okkar æfi eða það vona ég að allir geri. Vandamálin eru verkefni dagsins til að læra og þroskast. Knús og kveðjur og þig, kæri vin.
Sigurlaug B. Gröndal, 20.12.2008 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.