ÖSKUKALLAR FYRR OG NÚ Í EYJUM.

 

P1010016


Að hirða og eyða sorpi dags daglega eru svo sem engar sérstakar

fréttir.

Hérna í Eyjum höfum við ágætis fyrirkomulag á þeim hlutum

þar sem við höfum sérstaka sorpeyðingar stöð.

Tveir til þrír röskir menn fara um bæinn á sér útbúnum bíl

og hirða sorp pokana frá heimilum bæjarbúa og fara með þá

í Sorpu þar sem því er svo eytt.

 

Fyrir á árum, áður en plastpokarnir komust í  "tísku"

þá notuðu bæjar búar þá aðferð, að safna sorpinu í járn tunnur

og oftar en ekki var það mun erfiðara fyrir þá sem sáu um

sorp hirðu og þá sérlega yfir vetrar tímann.

 

show_imageCAQMQFHE


Hér sjást nokkrir vaski sveinar, sem glímdu við

sorptunnurnar hérna áður fyrr í Vestmannabæ.

Sá sem stendur hérna lengst til hægri á myndinni er

Óskar Björnsson og má segja um hann,

að hann man tímanna tvenna við sorphirðu okkar Eyjamanna.

 

Um miðja síðustu öld þá var einnig fari á bíl um bæinn og sorpi safnað

og sett á opinn vörubílspall, en þá nefndust þeir menn

"öskukallar".

Þá voru allir með við hús sín járntunnur, olíu tunnu þar sem annar

botninn var höggvinn úr tunnunni.

Þá voru ekki til litlu plastpokarnir og ruslið frá heimilinu var sett laust

í tunnuna.

Það gerði þeim sem sáu um sorphirðuna aðeins auðveldara fyrir,

því menn urðu að moka sorpinu úr tunnunni í litla "balla",

sem menn tóku á milli sín og sturtuð úr "ballanum" á opinn bílpallinn.


img176


Öllu sorpi var svo ekið vestur á Hamar og sturtað þar í sjóinn.

Fleira en sorpi bæjar búa var þarna sturtað í sjóinn

og má segja, að allt sem til féll frá Vestmannabæ, bæði ætt og óætt

var sturtað út af

"Hamrinum."

Þessi ágæta mynd er af bílnum hans Sjonna bílstjóra, en hann eins

og svo margir bílstjórar á öld vörubíla stöðvarinnar

létu allt "gossa" í hafið,

en eins og allir sögðu,

"lengi tekur sjórinn við.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G Antonia

Skemmtilegt að lesa Keli minn .... og hugsa aftur á bak hvernig hlutirnir voru. Eitthvað erum við líka á leið "tilbaka"

En það er að segja af ruslinu, að í keflavíkurbæ er enginn plastpoki í plasttunninnu sem er fyrir utan hús. Við setjum að sjálfsögðu rusl heimilisins í plastpoka en hendum þeim í tóma tunnuna´. Það verð ég að segja að þetta er ívið skárra ..eða amk var ég alltaf að reyna að festa plastpokann í tunnuna úti eða passa að henda ofan í hann. Hér taka þeir tunnuna og sturta úr henni, en í Eyjum taka þeir plastpokann úr tunnunni. Hvort skildi vera erfiðara, kostar ekki pokinn sitt sem Bærinn skaffar ..?? Er þetta ekki eins og var fyrir 5 árum?  Hjartans góðar kveðjur og óskir um góða heilsu þér til handa.

G Antonia, 10.2.2009 kl. 01:16

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Hæ Antonía.  Já svona er þetta nú orðið hjá manni, maður fer úr pólitíkinni yfir í ruslið og vandséð hvort er betra.  Alla vega líður mér langtum betur núna að vera í "rusli". Kær kveðja til þín n og fjölskyldu.

Þorkell Sigurjónsson, 10.2.2009 kl. 14:12

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þorkell, þetta er skemmtileg færsla hjá þér og gaman að þessum myndum. Ég man vel eftir þessum köllum berandi balana á milli sín og hvolva úr þeim upp á vörubílspall. Svo voru þeir einnig á ferð seint á kvöldin að losa annan úrgang, en þá var ekki talað um öskubil heldur súkkulaðibílinn.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.2.2009 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband