16.3.2009 | 22:31
AÐ DVELJA Í BORGINNI.
Jæja, jæja ég er nú hérna ennþá, þ.e.a.s. í henni Reykjavík.
Ýmislegt hefur maður gert sér til dundurs í þessari borgarferð minni.
Þrisvar sinnum fór ég í Perluna og keypti þar nokkrar bækur í hvert skipti,
sem ég þar kom.
Sunnudagskvöldið notaði ég til að fylgjast með uppboði á málverkum
hjá gallerí Borg.
Galleríið rekur Eyjamaðurinn Pétur Þór ásamt konunni sinni.
Pétur þessi er systursonur Óskars frá Háeyri og var hann með á boðstólum
mörg og flott málverk, sem að sjálfsögðu kostuðu sitt.
Þegar uppboðið var hálfnað var boðið upp á léttar veitingar og
Eyjólfur Kristjánsson skemmti gestum með spili og söng.
Ekki fara neinar fréttir af því hvort bloggari keypti þarna eitthvað,
en þeir sem hafa áhuga geta kíkt til mín, þegar ég heim kem.
Ég verð að viðurkenna það, að hérna er ýmislegt í boði á listasviðinu
umfram það, sem gerist í mínum kæra heimabæ.
Á laugardag leit ég við á Kjarvalsstöðum, en þar er mikil sýning á verkum
Kjarvals í þremur sölum og er svo sannarlega þess virði að skoða.
Í gær sunnudag fór ég ásamt dóttir minn í Listasafn Reykjavíkur,
en þar er sýning á verkum uppáhalds myndlistamanni mínum,
Alfreð Flóka.
Þegar við við vorum þarna var í gangi spjall milli Sjón og skáldsins,
Jóhanns Hjálmarssonar um listamanninn Flóka, sem var bæði fróðlegt
og gaman að hlusta á.
Það hefur mér dottið í hug og ámálgað við hann Kára bókasafnsvörð í
Eyjum, hvort ekki væri upplagt að vera með sýningarkassa í anddyrinu
á bókasafninu og sýna okkur bæjarbúum þau myndlistaverk,
sem ég er nokkur öruggur um, að Vestmannaeyjabær geymir í sinni vörslu.
Það væri mikill fengur fyrir alla, ef gert yrði.
Held satt að segja að það muni því miður líða nokkur ár til viðbóta,
áður en við fáum safnahúsið, sem á að þjóna þessum tilgangi.
Daginn áður en ég fór til Reykjavíkur fór ég og hitti hann
Elliða Vignisson bæjarstjórann okkar, en því miður gleymdi ég alveg,
að ræða þessa hugmynd mína við hann, en sjálfsagt geri ég það,
þegar heim kemur.
Einu langar mig að bæta við að lokum og það er,
að lýsa ánægju minn yfir því,
að ÍBV hefur ráðið Heimir Hallgrímsson þjálfara liðsins til næstu tveggja ára.
Ég bind miklar vonir við hans störf og vonast eftir góðum árangri í sumar.
Ekki skemmir fyrir, að með framsýni og djörfung mun Vestmannaeyja bær
færa bæjarfélagin okkar langþráð
knattspyrnuhús með haustinu.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibvfan
-
fosterinn
-
maggibraga
-
solir
-
georg
-
gretaro
-
sigthora
-
kjartanvido
-
eyglohardar
-
rustikus
-
svenko
-
eyjapeyji
-
kokkurinn
-
valdivest
-
disin
-
smarijokull
-
kristleifur
-
gudnihjoll
-
sjonsson
-
nautabaninn
-
prakkarinn
-
bergen
-
icekeiko
-
asthildurcesil
-
joiragnars
-
hallarut
-
annabjo
-
jensgud
-
jonaa
-
svarthamar
-
kaffi
-
stormsker
-
olinathorv
-
zunzilla
-
gbo
-
steinibriem
-
siggith
-
ea
-
svanurg
-
tannibowie
-
valdimarjohannesson
-
martasmarta
-
gullfoss
-
elnino
-
sunna2
-
thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 250599
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.