ÍHUGUN DAGSINS HÉRNA Í HÖFUÐBORGINNI.

 


"Ó, þú borgarbarn, hversu mjög ferð þú á mis við undur náttúrunnar.

Hversu mjög ert þú fjarri sköpun lífsins, sem bætir ætíð

nýjum þætti í lífsundrið frá degi til dags.

Stræti borgarinnar, malbikaðar götur, umhverfi þeirra sem rofnir

eru úr tengslum við móður jörð."

Þessa speki las ég í dag ásamt ýmsu fleira,

en að ég set þetta fram hér og nú, er vegna þess að ég hefi hugsað

mér þegar heim kemur, að lýsa í máli og myndum þeim tíma,

sem ég var "kaupamaður" í sveit fyrir liðlega hálfri öld síðan.

Ég hefi löngum talið mér til happs, að hafa á sínum tíma verið sendur í

sveitina.

Þar var maður svo sannarlega í takt við móður jörð og

það sem meira var, þá var maður látinn vinna eins og þrekið leyfði

ólíkt því, sem börn þurfa að gera, séu þau svo heppin að komast í sveit,

en nóg um það núna.--

Smá saga af honum Hafsteini Stefánssyni og er í bók hans,

Leyndarmál steinsins:

"Hafsteinn lenti einu sinni í hófi, þar sem saman voru komnir

ýmsir áhrifamenn.

Vín var haft um hönd og gerðust menn reifir.

Hafsteinn gat verið beinskeyttur og hvassyrtur á sinn hógværa hátt,

eins og títt er um snjalla ljóðasmiði.

Þar kom að einum fjármálamanni í veislunni þótti fast að orði kveðið,

sneri sér að Hafsteini og sagði hárri röddu upp yfir alla:

Hvaða helvíti ert þú kjaftfor.

Ég vildi ekki eiga næturstað undir öxi þinni.

Menn setti hljóða, en skáldið og skipasmiðurinn svaraði rólega:

Þú ert nú svo háttsettur í peningamálum þjóðarinnar,

að þér er ólíkt minni hætta undir öxi minni,

en mér undir þínum axarsköftum.

Hlátur glumdi við.

Sá, er til var talað, opnaði munninn og lokaði honum aftur,

án þess að segja neitt.

Við þessu voru engin svör til."

 

Smá vísa.

Einhverju sinni gekk Hafsteinn þar fram hjá sem kona var að gefa

snjótittlingum í garði sínum.

Hafði hún hænt að sér marga  fugla.

Þá kvað Hafsteinn:


Korn úr lófa konunnar

kemur brátt í vana.

Tíu þúsund tittlingar

treysta nú á hana.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Ha ha ha,Vísan er góð.kv Valdi

þorvaldur Hermannsson, 18.3.2009 kl. 09:22

2 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Sæll,Ertu alveg hættur að Blogga kall.Ég átti að spyrja þig frá Brósa hvort þú værir ekki komin á fult í kosningabaráttuna.kv

þorvaldur Hermannsson, 24.3.2009 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband