22.4.2009 | 17:20
TIL ÞEIRRA SEM HÍMA HIKANDI.
Mér og öðrum til gamans
birti ég grein skrifaða af meistara Þórbergi Þórðarsyni og
er hún takið eftir, skrifuð fyrir 72 árum síðan.
Á hinn bóginn er það hverju mannsbarni kunnugt, að íhaldið hefur
nú sett öll hugsanleg öfl á hreyfingu, hátt og lágt í öllum kjördæmum
landsins, til þess að ná hreinum meirihluta við þessar kosningar.
Og þessar trylltu hamfarir eiga ekki rót sína að rekja til neinna hærri
hvata en þeirra,
að höfuðráðamenn flokksins, heildsalar og aðrir stórbraskarar,
sjá sínum rangfengna Mammoni hættu búna með sigri
vinstri flokkanna.
Ránsmennskan á um líf sitt að tefla.
Þess vegna eru engin meðul til spöruð.
virðulegar íhaldsfrúr og útsmognir kosningasmalar rápa hér hús úr
húsi og koma skríðandi að fótum fákænna kjósenda til þess að
ginna þá til fylgis við höfuðóvini þeirra, kúgara þeirra og ræningja,
sem allt til þessa hafa barist undantekningarlaust gegn öllum
umbótum á kjörum þessa fólks,
smáum sem stórum, hafa setið um hvert nýtilegt tækifæri til að
þrúga niður kaup þess, en hafa að hinu leytinu féflett það inn að
skinninu með vöruverðlagi, sem er hrein og bein
ræningjamennska.
Allar gildrur hins slungna hugarfars hafa verið teknar í þjónustu
þessara mannaveiða:
hin vísvitandi lygi,
ísmeygilegi rógur,
flaðrandi fláttskapur,
hótanir um atvinnumissi,
ógnanir um ríkisgjaldþrot,
skelfingar við rauðu hættuna og blóðveldi Stalíns,
fyrirheit um nýja gullöld, ef íhaldið nái meirihluta, og peningarnir
renna í stríðum straumum út um kjördæmin landsins í mútur
ofan í bágstadda fátæklinga og lítilsiglda sálir, sem ekki bera þá
virðingu fyrir sjálfum sér, að þær hafi enn þá komið auga á,
hvílík vanvirða þeim er gerð með slíkri
þrælaverslun.
Í fáum orðum sagt:
Það er enginn sá ósómi til í mannlegu innræti,
sem íhaldið hefur ekki hervætt í þjónustu hins illa málstaðar.
Að hinu leytinu verðum við að harma með sárri blygðun það
pólitíska þroskaleysi, þá andlegu smáborgaramennsku,
sem vinstri flokkarnir hafa gert sig bera að í sumum framboðum sínum.
Í stað þess að taka höndum saman gegn höfuðóvininum,
íhaldinu og yfirvofandi fasisma,
hafa þeir staðið í smásálarlegu pexi hver við annan og hafa
stofnað öllum frjálslyndum landslýð í beinan voða
með því að bjóða fram hver gegn öðrum í ýmsum kjördæmum,
þar sem þeir hefðu átt að vinna saman.
Með þessu háttarlagi hafa þeir gert allt sitt til að gefa
erkifjandanum að minnsta kosti tvö kjördæmi,
Akureyri og Vestmannaeyjar
Svo mörg voru þau orð og nærri lætur,
að þau hefðu þess vegna getað verið skrifuð í gær,
en ekki fyrir 72 árum síðan.
Guðlaugur fékk 4 milljónir í styrk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 250244
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.