25.4.2009 | 15:09
REINIMEISTARAR FYRR OG NÚ.
Ein af mínum uppáhalds sögum hefur og er sagan
af honum Sölva Helgasyni, sem Davíð Stefánsson frá Fagraskógi gerði
svo eftirminnilega undir heitinu
Sólon Íslandus.
Þar sem nú er lokið kosningaslag flokkanna í bili þar
sem mikil talna leikfimi fór fram hvernig laga mætti hag allra,
þá kom mér einmitt í hug hann Sölvi, sem sagði frá sinni
skrautlegu fimi í reikningi, þegar hann í fyrsta og eina skiptið
var staddur í Köpen.
Við reiknimeistararnir vorum nú leiddir saman og settir sinn í hvorn
enda á gríðarstórum sal, svo að við sæjum ekki útreikninga og
aðferðir hvors annars.
Þetta var í konungshöllinni.
Við reiknuðum nú lengi dags, en þá tókst þeim ítalska að
reikna barn í eina danska.
Ég var viðbúinn og reiknaði það strax úr henni.
Þá brá hinum ítalska og hugði á hefndir.
Sá ítalski hamaðist til kvölds, alla nóttina og fram að hádegis.
Þá tókst honum, með herkjubregðum þó, að hnoða
tvíburum í eina ítalska...
Nú tók ég til minna ráða.
Ég reiknaði og mældi og krotaði, þangað til ég varð að fá annað blað.
Þá dámaði ekki dómurunum uppi á svölunum.
Sá ítalski var hróðugur og glotti.
En ég gafst ekki upp.
Og loks tókst mér að reikna tvíbura í eina
afríkanska, og var annað barnið hvítt,
en hitt svart.
Þá steinleið yfir þann ítalska....
Þrátt fyrir að Sölvi væri drjúgur með sig og sína hæfileika
og á sínum tíma einn frægasti flakkari Íslandssögunnar var honum
margt til lista lagt.
T.d. þessi sjálfsmynd hér ofar á síðunni og svo þessi ágæta
mynd eftir hann.
Og ekki má gleyma vísunni frægu, sem hann gerði
um sjálfan sig:
Ég er gull og gersemi
gimsteinn elskuríkur.
Ég er djásn og dýrmæti
Drottni sjálfum líkur.
Afskrifa 75% fyrirtækjalána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 250244
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.