AFTURHALD LEYNIST VÍÐAR EN Í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM.

 

frelsisvornin

 

Ég segi það nákvæmlega eins og það er í mínum huga,

að Hjörleifur Guttormsson er dragbítur VG,

 ámóta því eins og

Hannes Hólmsteinn hefur verið íhaldinu.

Hjörleifur er því miður neikvæður á allt sem erlendis frá kemur og

þannig er það með skoðun hans á ESB, sem virðast algjör

glæpasamtök í hans huga.

 

Og af hverju fullyrði ég það?

Hann er rörasýnari og horfir beint niður á tærnar á sjálfum sér,

vill ekki einu sinni athuga málið hvað þá annað.

Afleiðingin verður svo,

að VG einangrast ennþá meira frá því, að hafa nokkur áhrif í

nánustu framtíð á þessu landi.

 

Það er lágmarks krafa, sem ég geri sem

 félagi í VG og kjósandi þeirra í þessum kosningum,

 

að gengið verði í málið og það  skoðað,

hvað felist í aðild að ESB og láti svo þjóðina kjósa hvort við göngum

þar inn eður ei. 

 

Látum ekki svartnættis raus Hjörleifs Guttormssonar glepja fyrir því,

að við byggjum hér á næstunni mannvænlegt umhverfi,

þar sem  tveir vinstri flokkar landsins munu þá

móta samfélag okkar á næstu árum.

Annars er hætta á, að 

 íhaldsöflin eigi greiðari aðgang til áhrifa í

okkar samfélagi öllum landslýð

til mikilla vansa.

 

 

 

  

 


mbl.is Í engri stöðu til að setja VG kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður að hryggja þig minn kæri ferkantur og upplýsa að þú hefur algjörlega rangt fyrir þér varðandi Hjörleif Guttormsson.  Hann kemur mönnum fyrir sjónir sem sannur íslendingur, trúr ættjörðinni og erfðum okkar sem nú byggjum hana.  Mér virðist þú vera blindur sem og því miður nokkrir aðrir íslendingar á ágæti EB og í því ljósi leyfir þú þér að nota stór orð um HG og er það þér til minnkunar og upplýsir um leið "vagnhests" sjón þína á staðreyndir varðandi EB.

 Ég velti reyndar fyrir mér sönnum hugsjónum þínum.  Þú þekkir skýra stefnu VG sem segir að evrópusambandsaðild komi ekki til greina.  Samt gefur þú þeim atkvæði þitt.  Brjóstumkennanlegur.  Samfylkingin er þinn flokkur.

Daníel Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 21:40

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ágæti Daníel.  Það þykir mér leitt, þegar þú segir mig hafa uppi stór orð um félaga Hjörleif. En ennþá er tjáningarfrelsi og það leyfi ég mér að hafa þrátt fyrir að vera "ferkantur," að þínu mati.  Ég læt mér í léttu rúmi liggja, þegar þú segir mig hafa sýn vagnhests, því öllu er það skárra, en sagt væri við mig, að ég líktist þér, eða Hjörleifi.  Bestu kveðjur til þín.

Þorkell Sigurjónsson, 26.4.2009 kl. 22:30

3 Smámynd: Sólveig Ingólfsdóttir

Sæll Þorkell,

Gott hjá þér er þér fyllilega sammála ég vil sjá samninginn frá ESB og lesa hann og gera svo upp hug minn í þjóðaratkvæði.  Ég tel mig færa til að hafa eigin skoðanir en því miður eru alltof margir Íslendingar bara flokksþvegnir en hvorki Steingrímur eða nokur annnar flokkur  hefur rétt á að neita þjóðinni um að  sjá samning frá ESB  Steingrímur og VG eru ekki þjóðin og heldur ekki neinn annnar flokkur.

Kveðja

Sólveig hin óvinsæla á blogginu af því ég skrifa ekki eins og allir aðrir.

Sólveig Ingólfsdóttir, 26.4.2009 kl. 23:56

4 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Góði Þorkell.

Ég hef ekkert á móti mönnum sem tala hreint út. Bendi þér og öðrum á heimasíðu mína www.eldhorn.is/hjorleifur þar sem þú getur lesið rökstuðning fyrir andstöðu minni við ESB-aðild.

Hjörleifur Guttormsson, 27.4.2009 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband