1.6.2009 | 15:15
MARXISTI = KOMMÚNISTI ?
Ja hérna hann Dalai Lama er þá eftir allt saman bara
venjulegur
kommi.
Marxisti en ekki Lenínisti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 15:35
Úff skelfingin steypist yfir mig. Nú hefði verið gott að hafa kanann á vellinum.
Finnur Bárðarson, 1.6.2009 kl. 15:41
Það er haft eftir Marx, líklega á dögum Parísarkommúnunnar að hann var spurður hvað honum fannst um þessa byltingartilraum marxistanna í París... "Ef þetta er marxismi þá ég ekki marxisti". Það er líklegt að Jésús Kristur myndi láta eitthvað svipað útúr sér ef hann hitti okkur kristna menn og kirkjurnar okkar.
Þeir sem eitthvað vita um mun á Lenín og Marx er að sá fyrrnefndi stjórnaði valdatöku og skipulagði ríki og viðhald valdakerfis eftir eigin brjósti sem hafði ekkert að gera með kenningar Marx annað en sem grófa viðmiðun (mest í áróðursskyni). Og þó að Marx hafi sem kenningasmiður notið mikillar virðingar í Rússlandi og síðar Kína þá var það meira í orði en á borði. ég ætla samt ekki að neita því að forsendu sósíalismans: kommúnismans og jafnvel sósíaldemókratismans, sem hefur sett spor sín á alla íslenska stjórnmálaflokka, má lesa ú túr skrifum Marx gamla. Það er því alveg hægt fyrir Dalai Lama að finna eitthvað birtastætt í Marxismanum þó að hann sé ekki byltingarforingi einsog Lenín.
Gísli Ingvarsson, 1.6.2009 kl. 15:42
Var ekki Jesú Marxisti líka? Þa er ótrúleg hræsni í kringum þennan mann. Þa sem Tibet þarf er sjálfstæði, þingræði og lýðræði, ekki trúræði undir kúgun þessarar munkaelítu, sem hélt þessari þjóð í fátækt og eymd í aldir. Það á ekkert samasemmerki að vera á milli sjálfstæðis Tibet og Dalai Lama. Menn ættu að kynna sér hverslags helvíti það var fyrir þessa þjóð að búa undir trúræinu. Það var í litlu frábrugið Kínversku ógnarstjórninni. Tíbetar vilja trúræðið ekki aftur, en hinir hræsnisfullu "vinir Tibet" ætla að þetta sé málið og berjast á hæl og hnakka við að greiða þessari vitleysu götuna. Birgitta Bergþórudóttir er ein forsvarsmanna þar og krýpur fyrir þessu himpagimpi, en neitar að koma innfyrir kirkjudyr´við þingsetningu.
Það er ekki heil brú í þessu fólki. Það er eins og það hafi aldrei opna bók.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.6.2009 kl. 15:52
Og hvað í fjandanum er að kommúnistum!!!!
Pétur Björnsson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 15:55
Hér er smá lesefni um helgi þessara "Gulu hatta" sem ríktu þarna til 59. Það mætti helst líkja þessu við kleptocracy og ógnarstjórn, sem arðrændi og kúgaði og hóf þjáningu til vegs og virðingar til að bæla þegna sína. Þeir bjuggu í gríðaarlegum höllum, sölsuðu til sín öllum auð og voru stæstu landeigendur heims á meðan fólkið svalt. Það eru einnig ansi svæsnar sögur af barnamisnotkun í þessum klaustrum, svona í anda annarrar trúarbragðafirringar. Skora á fólk að leita sér upplýsinga og hætta að hræsna fyrir þessum fjanda. Búddismi á sér ekki síður blóðuga sögu en önnur trúarbrögð.
http://www.michaelparenti.org/Tibet.html
Jón Steinar Ragnarsson, 1.6.2009 kl. 16:04
Pétur: Kommúnismi leggur þær kvaðir á fólk að vera öreigar. Þa felst í orðanna hljóðan um alræði öreiganna. Þurfum við að gera frekari félagsfræðitilraunir með það? Kommúnisminn er náskyldur trúarbrögðum að því leyti að hann gengur gegn mannlegri náttúru.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.6.2009 kl. 16:07
Alveg magnað hvað er stjanað í kringum þetta bull... Tíbet er á milli steins og sleggju, Kína + Dalai Lama klerkaveldis kjaftæði sem var síst skárra en k'ina
Nú hallelújast menn saman í einni stórri rökvillu.. sem nota bene er stranglega bannað samkvæmt dogma biskups
DoctorE (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 16:09
Marxismi er auðveldur: "frá hverjum eftir getu, til hvers eftir þörf." Lenínismi er riff út frá því: "frá öllum eftir getu, eða verið lamin ella. Og neytið minna."
Ásgrímur Hartmannsson, 1.6.2009 kl. 16:24
Jón Steinar, nú hefur frjálshyggjunni tekist það sem kommunum mistókst, að gera Ísland að landi öreiganna.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.6.2009 kl. 17:15
Ég er þakklátur ykkur öllum fyrir að skeiða hér inn á bloggið hjá mér. Í sjálfum sér get ég verið sammála og eða ósammála ykkur öllum. Er nú, sem oftar hrifinn af skrifum bloggvinar míns, Jóns Steinars.
Þorkell Sigurjónsson, 1.6.2009 kl. 17:24
Axel Jóhann, endilega útskýrðu fyrir mér hvernig þetta átti sér stað. Og gott væri að fá almennilegt svar, í stað innihaldslaus svars sem inniheldur bara orðin "græðgisvæðing" og "nýfrjálshyggja". Það væri gott að þú gætir einfaldlega útskýrt fyrir mér hvernig stjórnskipan frjálshyggjunar gerði Ísland að landi öreiganna, og svarað því afhverju á mörgum öðrum stöðum þar sem frjálshyggja er við líði sé ástandið betra.
Í von um gott svar,
Gulli :)
Gulli (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 17:57
Laman mætti gjarna taka við sem formaður Sjálfstæðisflokksins!
Betri er einn Marxisti í Valhöll en fjórir á fjöllum.
Vilhelmina af Ugglas, 1.6.2009 kl. 17:59
Lenín var marxisti. Þarf frekari vitna við?
Dæmi:
http://www.marxists.org/archive/lenin/works/1908/nov/13.htm (upphaf næstseinustu efnisgreinar)
Geir Ágústsson, 1.6.2009 kl. 18:06
Hefur oft sagt svipað áður. Eitthvað á þá leið að hann væri búddískur marxisti og hann hefði hrifist frekar af grunn hugsun kommúnismans/marxismans heldur en Kapítalismans vegna þess að hugmyndafræði kommúnism. væri um velferð allra og að auðnum yrði jafnað o.s.fr.
http://www.expressindia.com/latest-news/I-am-a-Marxist-monk-Dalai-Lama/263190/
Einnig hefur hann sagt að hann hafi hrifist af "sjálf sköpunar" hugmyndinni og tilveru án þess vera háður sköpunar guði. Einnig ef að sannur eða réttur kommúnismi hefði komið til Tíbet hefði sú stefna líklega getað fært þeim eitthvað.
Maðurinn er allur hinn merkasti. Með merkari mönnum líklega núlifandi.
Sagði þetta td 1999:
"I was very young when I first heard the word communist. The 13th Dalai Lama had left a testament that I read. Also, some of the monks who were helping my studies had been in monasteries with Mongolians. They had talked about the destruction that had taken place since the communists came to Mongolia. We did not know anything about Marxist ideology. But we all feared destruction and thought of communists with terror. It was only when I went to China in 1954-55 that I actually studied Marxist ideology and learned the history of the Chinese revolution. Once I understood Marxism, my attitude change completely. I was so attracted to Marxism, I even expressed my wish to become a Communist Party member."
"Tibet at that time was very, very backward. The ruling class did not seem to care, and there was much inequality. Marxism talked about an equal and just distribution of wealth. I was very much in favor of this. Then there was the concept of self-creation. Marxism talked about self-reliance, without depending on a creator or a God. That was very attractive. I had tried to some things for my people, but I did not have enough time. I still think that if a genuine communist movement had come to Tibet, there would have been much benefit to the people."
http://www.greaterthings.com/Lexicon/D/DalaiLama_Marxist.htm
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.6.2009 kl. 19:12
Gulli, sú stefna sem var rekin hér á landi s.l. 18 ár og hefur nú beðið skipbrot og skilur landið eftir svo skuldugt að margir telja að þjóðin muni aldrei geta greitt þær og sé í raun gjaldþrota. Sá sem verður gjaldþrota er í raun öreigi. Gjaldþrota land er því öreigaland. Öldungis ekki fjarri þeirri mynd sem frjálshyggjupostular hafa gjarna dregið upp af kommúnistaríkjum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.6.2009 kl. 20:20
Axel,
Rökstyðja vinsamlegast.
Á Íslandi
Já takk, hvar er frjálshyggjan hér? Ofurríki sem ábyrgist tapið en einkavæðir gróðann?
Rökstuðning, vinsamlegast.
Geir Ágústsson, 1.6.2009 kl. 21:21
KRISTNI=KOMMUNISMI=ESB
Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 21:37
Ég hef alltaf verið haldinn þeirri trú að Dalai Lama væri mótfallinn öllu ofbeldi en nú er það komið í ljós að hann er marxisti og því eðli máls samkvæmt er hann mótfallinn einstaklingsfrelsi og því fylgjandi ofbeldi.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 02:44
Dalai Lamar á móti ofbeldi????
Alls ekki, ofbeldi var það besta í Tíbet þegar Lamar réðu ríkjum.
DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 09:05
Gísli: Kommúnardarnir í París voru ekki marxistar, þeir fylgdu Blanqui og kölluðust blanquistar.
Annars eru hér miklar rangfærslur á ferðinni um kommúnisma, Marx og Lenín.
Vésteinn Valgarðsson, 2.6.2009 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.